Vikan - 16.09.1982, Blaðsíða 14
OFBELDI
ÍSAMBÚÐ
Á allra síðustu árum hefur ofbeldi í ís-
lenskum fjölskyldum verið til athugunar og
umræðu. í öðrum löndum hefur umræða
um þessi mál vakið mikla athygli og fjöldi
neyðarathvarfa fyrir konur verið settur á
stofn.
Ofbeldi er haldið
leyndu
Það setur gjaman óhug að fólki
þegar rætt er um þessi mál og
erfitt getur verið að trúa því að
gerlegt sé að vera í sambúð meö
þeim sem notar líkamlegt ofbeldi
til að ná fram vilja sínum. Sú er þó
raunin og ein ástæða þess að aðrir
en fjölskyldan vita ekki af vanda-
málinu er sú að hún reynir oftast
eftir fremsta megni að halda því
leyndu. Sumum finnst oft einnig
að þeir eigi ekki að skipta sér af
því sem gerist hjá annarri fjöl-
skyldu — hvort sem um er að ræða
ofbeldi á bömum eða konum.
I ofbeldisfjölskyldum eru bar-
smíðar sjaldnast skipulagöar til
að ná settu marki. Mun algengara
er að viðkomandi eigi geysilega
erfitt með að tjá eða útskýra van-
líðan með orðum. Sama gildir um
reiði, vonbrigöi og örvæntingu.
Þegar slíkar tilfinningar brjótast
fram — þá kann viðkomandi eng-
ar aðferðir til að koma þeim til
skila aörar en að berja frá sér, fá
útrás á öðrum — og sleppa
kannski við að finna dýpstu van-
líðan sjálfur.
Hvernig er hægt að
skilja
svona viðbrögð?
Til að skilja betur viðbrögð ann-
arra þarf að taka margt til greina.
Eitt er það hvemig þjóðfélagið er
sem fólk býr í, hvaða reglur gilda
og hvaða skoðanir eru um hvemig
fólk á að haga sér og hvað er bann-
að. I flestum þjóðfélögum eru til
tvenns konar reglur: skráðar og
opinberar og óskráðar en leyfðar.
Og sumt er látið afskiptalaust —
ef leynt fer.
Ein af „reglunum” í okkar þjóö-
félagi er, eins og áður var minnst
á, að halda því leyndu sem gerist
innan veggja heimilisins. Ein
ástæða fyrir því að ofbeldi við-
gengst á heimilum er hefðbundið
uppeldi stúlkna og staða kvenna
innan fjölskyldunnar. Konur eru
aldar upp til að taka ábyrgð á
heimili og uppeldi bama. Þessi
ábyrgö hvílir oft mjög þungt á
þeim og gerir að verkum að þær
láta fremur níðast á sér en leysa
upp heimilið. Auk þessa er konan í
mjög mörgum tilvikum fjárhags-
lega háð eiginmanninum.
Við skulum heldur ekki gleyma
því að við búum við stanslausar
sýningar á ofbeldi í öllu hugsan-
legu formi, allt frá píningarað-
feröum Tomma á Jenna fyrir
yngstu bömin upp í stórslysa- og
hryllingsmyndir fyrir þá sem
eldri eru. Það hefur margoft verið
sýnt fram á í rannsóknum að of-
beldi sem er leyft og viðurkennt
sem skemmtun eöa afþreying
dregur úr hömlum þeirra sem á
horfa til að nota slíkar aðferöir
sjálfir.
Það má því teljast eðlilegt að
böm sem alast upp viö ofbeldi í
eigin fjölskyldu og t.d. sjá föður