Vikan


Vikan - 16.09.1982, Blaðsíða 47

Vikan - 16.09.1982, Blaðsíða 47
Smásaga hann? Og hvað hafði hún staðið þarna lengi? Hún hlaut að vera bæjarfíflið, sem leitaði friðar inni í skóginum, fyrst hún lét sér svör hans nægja. — Þú hlýtur að þurfa á ein- hverju hressandi að halda eftir allt þetta erfiöi. Má bjóða þér upp átebolla? Hann ákvað að brosa aftur þreytulega til hennar og notaði þann þreytulega hæðnistón sem svo oft hafði komið honum að gagni. — Eftir því sem mér er kunnugt þá eru heldur ekki nein tehús hér, sagði hann. — Jú, mitt! Ég bý í gömlum kofa við vatnið. Ég fæ sjaldan heimsóknir. Þér er velkomið að koma með — ef þú þorir og ef þér finnst ekki að ég viti of mikið! Vatn! Ef hann hefði haft fyrir því að líta í kringum sig fyrst hefði hann ekki þurft að hafa fyrir því að grafa þessa bölvaða gryfju! Ef Jane fyndist nokkurn tíma yrði vatniö miklu eðlilegri staður en skógurinn. . . Hún tók um handlegg hans og dró hann af stað. — Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. Ég er ekki vön aö spyrja fólk að því hvað það geymir í ferðatöskunum sínum. Komdu nú. Ég gæti vel hugsað mér dálítinn félagsskap. Á 28 ára ævi hafði Tómasi lærst að ráða fram úr öllu. Þar sem gáfur og athafnasemi dugðu ekki til fyllti aðdráttarafl hans í eyðurnar. Frami hans innan fyrir- tækisins var einmitt sönnun þess að hann gat komist áfram í heim- inum. Og þó að smekkur hans á kvenfólki væri ekki sem örugg- astur hafði honum alltaf tekist að standast konur. Jane var dæmi þess hvernig hann leysti vanda- mál sín. En stúlkan í skóginum reyndi mikið á dómgreind hans. Var hún raunverulega jafnein og utan við samfélagiö eins og hún lét í veöri vaka? Hann greip öruggasta vopn sitt, kyntöfrana, og tók til við að tæla hana strax sama kvöldið. Hún hafði ekkert á móti því að láta tæla sig. Hann samdi langa sögu um sjálfan sig, kvaðst búa erlendis og aö í töskunni væri smyglvarningur sem fela ætti um tíma. Hún vildi gjarnan trúa honum. Hann fiskaði eftir því hvort hún myndi færa sér í nyt vitneskju sína um hann. — Aðeins ef þú svíkur mig! var svarið. Undarleg stúlka. Þegar þau skildu daginn eftir vissi hann aðeins að hún hét Eva og aö hún virtist vera jafnein í heiminum og Jane hafði verið. En meira áttu þær ekki sameiginlegt. Hún var jafnblíðlynd og Jane hafði verið árásargjörn og einráð og eftir að hafa heimsótt hana nokkrar helgar í kofann í skóginum komst hann að þeirri niðurstöðu aö hún heillaði hann. Hún minntist aldrei einu orði á ferðatöskuna og fljót- færnislegar athuganir í skóginum sýndu aö hún lá óhreyfö á sínum staðí jörðinni. Enn hafði engum hugkvæmst að hefjaleitað Jane. Framtíðin brosti æ blíðara við Tómasi. Fyrirtækið blómstraði svo að hann þurfti ekki að bíða lengi eftir aðstoðarforstjórastöð- unni. Magnussen þakkaði sínum sæla fyrir aö hafa fundið jafn- áhugasaman ungan mann og Tómas í þessa háu stöðu. Og Eva, sem aldrei spurði um líf elskhuga síns utan við skóginn, gladdist í hvert skipti sem hann kom í heim- sókn og naut hinna heitu ástar- funda. Allt hefði getað haldið áfram að ganga vel ef metorðagirni Tómasar hefði verið fullnægt. En hann var ekki lengur einn í ráðum þegar framtíðaráætlanir hans bar á góma. Magnussen forstjóri hugsaði mikið um að draga sig í hlé og koma Jonnu dóttur sinni á framfæri. Tómasi var boðið í kvöldverðarboð í stóra húsið í Ordrup. Og Jonna, sem var fremur þurrleg kona og vönd að virðingu sinni, hafði búiö nógu lengi heima og stungiö nefinu niður í bækur til að gefa í skyn aö hún væri ekki ónæm fyrir heillandi framkomu Tómasar. — Nú hef ég óvæntar og góðar fréttir að færa ykkur, gott fólk, áður en við stöndum upp frá 37 tbl. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.