Vikan


Vikan - 16.09.1982, Blaðsíða 50

Vikan - 16.09.1982, Blaðsíða 50
Eldhús Vikunnar Gæsir eru fyrirtaksmatur. Flestir heil- steikja þær og er allt gott um það að segja. Fleiri möguleikar eru þó í stöðunni eins og þessar uppskriftir sýna. Höfund- arnir hafa langa og mikla reynslu af gæsaveiðum og matreiðslu bráðarinnar. Við erum stödd í mat hjá f jölskyldunni að Einimel 14 í Reykjavík. Gæsagúllas Höfundar: Ólafur Sigurgeirsson & Þorsteinn Scheving Thorsteinsson Stundum kemur fyrir aö gæsir fara illa og jafnvel tæt- ast sundur þegar þær eru skotnar. Flestir telja þær ónýtar ef slíkt gerist en svo þarf ekki alltaf aö vera. Þessi réttur var hannaður til aö nýta illa farnar gæsir en aö sjálf- sögöu á hann jafnvel viö þær vel skotnu. Athugiö aö nota aðeins bringur. Bringan er skorin í bita eða litlar sneiðar. Brúnað á pönnu (í smjörlíki) meö kryddi (salt og pipar). Látiö krauma 1 klst. á pönnunni í kaffirjóma og vatni, blönduöu til helminga. Kryddaö eftir þörfum en hóflega. Hafiö í huga að allt annað krydd en salt og pipar þýöir ákveöna rýrnum á villi- bráðarbragðinu. Lárviöarlauf má alls ekki nota. Sósa búin til á pönnunni meö hveiti. Borið fram með soðnum kartöflum, niöursoönu græn- meti, baunum og gulrótum. Bitasteikt villigæs að hætti Einimels 14 (fyrir 2—4) Úrbeinaö bringukjöt 2ja gœsa (hamflettur fugl) 100 g smjörlíki rjómi krydd (salt, pipar) og hveiti Kjötbitarnir (4) brúnaðir á pönnu. Settir í pott meö 1 lítra af vatni og 1/10 lítra rjóma. Sjóöið í rúmlega 1 klst. Kjöt- iö tekið upp úr og látið kólna. Soöið sigtaðvelfrá. 4 fullar matskeiöar hveiti — bakað upp með soðinu. Sósan löguð til með rjóma (1—2 dl) og bragðbætt meö gráðaosti og rabarbarasultu. Kjötið sneitt niður og borið fram með sykurbrúnuðum kartöflum, rauðkáli og grænum baunum. Niðursneidd villigæsa- bringa í rjómasósu Höfundur: Áslaug Scheving Thorsteinsson. (fyrir 2—4) 1 hamflett og úrbeinuö gœs 2 meðalstórir laukar smjörlíki, krydd og rjómi Laukarnir skornir niður í þunnar sneiðar sem eru létt- steiktar í smjörlíki á pönnu. Hellt af pönnunni í eldfast fat (m/loki). Gæsak j ötsneiðarnar brúnaðar á pönnunni sem á hefur verið bætt smjörlíki án þess að pannan sé þvegin á milli. Kjötsneiðarnar settar í eld- fasta fatið ofan á laukinn. Örlitlu vatni bætt á pönnuna (ca 2 dl), 2—3 dl af rjóma og salti ef með þarf. Soðinu hellt yfir fatið. Lok sett á eldfasta fatið og sett í ofn, ca 170 gráður Celsíus í ca 3/4 klst. (ungfugl) eða 1 klst. (fullorðinnfugl). Borðað með soðnum kartöfl- um, hrísgrjónum og græn- metissalati. 50 ViKan 37- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.