Vikan - 16.09.1982, Blaðsíða 2
ins gang. Hann tók hann á eintal
og fór aö segja honum frá blómun-
um og býflugunum. Loks gat hann
andað léttara og sagði syni sínum
að hann mætti segja yngri bróöur
sínum hvernig þetta gengi allt
fyrir sig. Það var samþykkt.
Gústi hlustaði álengdar á þegar
eldri bróðirinn fór að útskýra fyrir
þeim yngri:
— Heyrðu, Oli.
— Já.
— Þú veist hvernig börn verða
til, er þaðekki?
— Jú, jú.
— Heyrðu, pabbi var aö reyna
að telja okkur trú um aö það væri
eins og hjá blómunum og
býflugunum....
* *
Litla prófessorsdóttirin var að
fara í forskóla en af þvi hún var
bara fimm ára varð hún fyrst að
fara í „smáviðtal”.
— Segðu nú nokkur orð, vinan,
bara eitthvað sem þér dettur í
hug, sagði skólasálfræðingurinn
vingjarnlega.
Stúlkan leit á mömmu sína og
sagði.
— Heldurðu að hún vilji fá rök-
rétt uppbyggða setningu eða ein-
stök, ótengd orð?
Henni var hleypt inn.
Wllly Breinholst
LEIGJANDINN i KÚLUNNI
Pabbi stríðir mömmu
Ég er farinn að fara með mömmu
á námskeið um meðferð ungbarna.
Ég veit ekkert almennilega út á
hvað það gengur því ég sef mest i
staðinn fyrir að hlusta. Mamma
vildi nú reyndar að pabbi kæmi lika
en hann segir að það sé ekki hægt
að kenna honum neitt sem hann
veit ekki fyrir um meðferð ung-
barna.
,,Þetta snýst allt um að halda
króganum hæfilega votum i annan
endann og hæfilega þurrum i hinn,"
sagði hann.
Og þetta með að læra að skipta
um bleyju, það er nokkuð sem
pabbi gefur ekki mikið fyrir heldur.
„í Ameriku eru þeir alveg hættir
að láta bleyjurnar verða blautar,”
segir hann. „Þar gefa mömmurnar
krökkunum bara þurrmjólk og ryk-
suga þá svo tvisvar i viku. "
Pabbi segir mest svona þegar
mamma hennar mömmu, hún
amma, heyrir. Þá verður hún alveg
spinn, og það þykir pabba svo
gaman. Skondinn náungi, þessi
pabbi. Ég gæti vel hugsað mér að
hitta hann einhvern tíma.
Bernskubrek
— Veistu hverjum ég mætti áðan,
mamma?
— Nei, Palla mín.
— Pabba okkar úr fyrsta hjóna-
bandi.
* *
Gústi vissi að nú komst hann
ekki lengur hjá því að leiða elsta
son sinn í allan sannleika um lífs-
Wallis WA116 gírókopti
Girókoptinn var fyrirrennari helikoptersins, þyrlunnar, og átti
mikinn þátt i þróun hennar. Fyrsti girókoptinn var hannaöur af
Juan de la Cierva og honum var fyrst flogið 9. janúar 1923 í
Madrid.
Wallis WA116 tilheyrir yngri kynslóð gírókopta. Hann er knúinn
áfram af 4ra sílindra vél og vegur tæp 115 kíló með venjulegum
útbúnaði. Stóri hreyfillinn á gírókoptanum heldur honum á lofti,
sá er þó munurinn á helikopter-hreyfli og gírókopta-hreyfli að sá
síðarnefndi er knúinn áfram af vindinum en ekki vél. Blöðin eru
lítið eitt hallandi til að vindurinn geti haldið þeim á stöðugum
snúningi.
Fyrir flugtak þarf að koma blöðunum á snúning og er það gert
með því að tengja stóra hreyfilinn við aflvélina. Þegar eftir flug-
tak er slitið í sundur.
Þó vélin stöðvist í flugi getur gírókoptinn lent heilu og höldnu.
Hreyfillinn heldur áfram að snúast og þegar koptinn nálgast jörð
breytir flugmaöurinn hallanum á blöðunum til að stöðva koptann,
lending verður síðan með eðlilegum hætti.
Gírókoptinn hér á myndinni var notaður í James Bond mynd-
inni Þú lifir aðeins tvisvar. Þar var koptinn búinn árásareldflaug-
um og því hið vígalegasta verkfæri.
Felumynd Þjóðviljans: Finnið Sigurð!
12S1ÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur. 31. ágúst. 1982
AL»>VÐUBANDALAGIÐ
Frá Þórsmörk. Sigurftur Brynjólfsson á innfelldu myndinni.
2 Vikan 37- tbl.