Vikan - 16.09.1982, Blaðsíða 30
Texti: JónBaldvin
Fyrir svona um það bil 11/2 ári
fæddist hljómsveit, söngsveit eöa
hvað á að kalla hópinn Hálft í
hvoru. Hann samanstóö af fólki
sem hefur yndi af þjóðlagatónlist
eða því sem meö skandinavískri
slettu heitir að þau voru vísnavin-
ir. Vísnatónlist, eins og gengur og
gerist í Svíþjóö til dæmis, hefur
ekki verið áberandi hér á landi.
Það var eiginlega ekki fyrr en fé-
lagið Vísnavinir var stofnað að
landinn fór alvarlega að taka við
sér.
Hálft í hvoru varð til við sam-
runa tveggja tríóa. í Texastríóinu
voru Ingi Gunnar, Eyjólfur og
Örvar. Aðalsteinn Ásberg, Gísli og
Bergþóra kölluðu sitt tríó hins
vegar Tríó túkall. í tvígang lentu
þessi tvö tríó einhverju sinni í að
skemmta á sama staðnum og þar
með hófst nánara samstarf sem
að lokum leiddi til samruna. Þetta
var síðari hluta árs 1980.
Hálfu ári síðar fer félagsskapur-
inn Vísnavinir af stað með hljóm-
plötugerð. Ur því varð platan
Heyrðu til. Sú plata lagði
raunverulega grunninn að Hálft í
hvoru því þarna unnu að félagar
beggja tríóanna. Liöið fór síðan í
mikið ferðalag um landiö í júní
1981 til að kynna ungann. Eftir það
var starfaö hálft/Hálft í hvoru
sem einn hópur. Þama er sem sé
skýringin á nafninu fólgin. Tríóin
rugluðust einfaldlega svo mikið á
samstarfinu að félagarnir voru
hættir að gera sér grein fyrir
hvort þeir væru tríó eða ein heild.
Þau voru hálft í hvoru ein hljóm-
sveit og hálft í hvoru tvö tríó. Að
vísu komst fljótlega á hreint
hvernig komið var, tríóin voru
runnin saman en nafniö sem varð
til vegna ruglingsins fékk aö halda
sér, enda ágætt.
Um svipað leyti og Hálft í hvoru
varð formlega til hófst gjöfult
samstarf við Menningar- og
fræðslusamband alþýðu um að
koma fram á vinnustöðum og
stofnunum. Þetta samstarf hefur
haldið áfram og af og til ferðast
hópurinn á vegum sambandsins
en fer annars á eigin vegum. Búið
er að heimsækja flesta landshluta,
aöeins Noröurland og Suðurnes
eru eftir svo hringurinn lokist.
Þessar ferðir um landið hafa gef-
ist sérlega vel, komumenn hafa
fengið hinar ágætustu viðtökur og
landsbyggðarfólkið fær hjá þeim
ágætiseinkunn fyrir undirtektir og
móttökur.
Síðastliðið vor gaf MFA út plöt-
una Almannarómur með Hálft í
hvoru, sem hefur að geyma frum-
samið efni, suður-ameríska bar-
áttusöngva og fleira, þar á meðal
Palla Hall sem margir kannast
við. Hálft í hvoru spannar talsvert
breitt tónlistarlegt svið. Líklega
er sveitinni best lýst með því að
kalla liðsmennina vísnapoppara
eða vísnasöngvara meö poppívafi.
Mikil áhersla er lögö á vandaöa
texta ekki síður en tónlist og í
þeim er gjarnan f jallað um þjóðfé-
lagslega hluti sem snerta mig og
þig í dagsins önn. Textamir hafa
með öðrum oröum oft verkalýös-
þema sem er þó alls ekki einhlítt.
Ekki ber að skilja þessi orð svo að
Hálft í hvoru sé áróðursvél þó
ákveðnum boðskap sé komið á
framfæri. Skemmtun situr í fyrir-
rúmi, skemmtun með meiningu.
Innan hópsins rúmast ýmsar
stjómmálaskoðanir. Allir eiga
því að geta fengið sinn rétta
skammt af tónlistarlegu gamni og
alvöru. Hálft í hvoru heimsækir
elliheimih og spilar fyrir gamal-
menni, á vinnustöðum er þreyta
rauluð úr fólki og í troöfullum fé-
lagsheimilum og á stórum útisam-
komum hrífst fólk með svo hundr-
uðum eða þúsundum skiptir.
Þannig er einmitt oft með vísna-
söng, kynslóðabil gleymist í töfr-
um laglínanna. Þetta er engin
m. * memm
< ' .
HALFT
I HVORU
Eyjolfur Kristjánsson, gítar og söngur
Gísli Helgason, blokkflautur
Örvar Aðalsteinsson, bassi og söngur
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, söngur og Ijóðun
Ingi Gunnar Jóhannsson, gítar og söngur
30 Vikan 37. tbl.