Vikan


Vikan - 16.09.1982, Qupperneq 30

Vikan - 16.09.1982, Qupperneq 30
Texti: JónBaldvin Fyrir svona um það bil 11/2 ári fæddist hljómsveit, söngsveit eöa hvað á að kalla hópinn Hálft í hvoru. Hann samanstóö af fólki sem hefur yndi af þjóðlagatónlist eða því sem meö skandinavískri slettu heitir að þau voru vísnavin- ir. Vísnatónlist, eins og gengur og gerist í Svíþjóö til dæmis, hefur ekki verið áberandi hér á landi. Það var eiginlega ekki fyrr en fé- lagið Vísnavinir var stofnað að landinn fór alvarlega að taka við sér. Hálft í hvoru varð til við sam- runa tveggja tríóa. í Texastríóinu voru Ingi Gunnar, Eyjólfur og Örvar. Aðalsteinn Ásberg, Gísli og Bergþóra kölluðu sitt tríó hins vegar Tríó túkall. í tvígang lentu þessi tvö tríó einhverju sinni í að skemmta á sama staðnum og þar með hófst nánara samstarf sem að lokum leiddi til samruna. Þetta var síðari hluta árs 1980. Hálfu ári síðar fer félagsskapur- inn Vísnavinir af stað með hljóm- plötugerð. Ur því varð platan Heyrðu til. Sú plata lagði raunverulega grunninn að Hálft í hvoru því þarna unnu að félagar beggja tríóanna. Liöið fór síðan í mikið ferðalag um landiö í júní 1981 til að kynna ungann. Eftir það var starfaö hálft/Hálft í hvoru sem einn hópur. Þama er sem sé skýringin á nafninu fólgin. Tríóin rugluðust einfaldlega svo mikið á samstarfinu að félagarnir voru hættir að gera sér grein fyrir hvort þeir væru tríó eða ein heild. Þau voru hálft í hvoru ein hljóm- sveit og hálft í hvoru tvö tríó. Að vísu komst fljótlega á hreint hvernig komið var, tríóin voru runnin saman en nafniö sem varð til vegna ruglingsins fékk aö halda sér, enda ágætt. Um svipað leyti og Hálft í hvoru varð formlega til hófst gjöfult samstarf við Menningar- og fræðslusamband alþýðu um að koma fram á vinnustöðum og stofnunum. Þetta samstarf hefur haldið áfram og af og til ferðast hópurinn á vegum sambandsins en fer annars á eigin vegum. Búið er að heimsækja flesta landshluta, aöeins Noröurland og Suðurnes eru eftir svo hringurinn lokist. Þessar ferðir um landið hafa gef- ist sérlega vel, komumenn hafa fengið hinar ágætustu viðtökur og landsbyggðarfólkið fær hjá þeim ágætiseinkunn fyrir undirtektir og móttökur. Síðastliðið vor gaf MFA út plöt- una Almannarómur með Hálft í hvoru, sem hefur að geyma frum- samið efni, suður-ameríska bar- áttusöngva og fleira, þar á meðal Palla Hall sem margir kannast við. Hálft í hvoru spannar talsvert breitt tónlistarlegt svið. Líklega er sveitinni best lýst með því að kalla liðsmennina vísnapoppara eða vísnasöngvara meö poppívafi. Mikil áhersla er lögö á vandaöa texta ekki síður en tónlist og í þeim er gjarnan f jallað um þjóðfé- lagslega hluti sem snerta mig og þig í dagsins önn. Textamir hafa með öðrum oröum oft verkalýös- þema sem er þó alls ekki einhlítt. Ekki ber að skilja þessi orð svo að Hálft í hvoru sé áróðursvél þó ákveðnum boðskap sé komið á framfæri. Skemmtun situr í fyrir- rúmi, skemmtun með meiningu. Innan hópsins rúmast ýmsar stjómmálaskoðanir. Allir eiga því að geta fengið sinn rétta skammt af tónlistarlegu gamni og alvöru. Hálft í hvoru heimsækir elliheimih og spilar fyrir gamal- menni, á vinnustöðum er þreyta rauluð úr fólki og í troöfullum fé- lagsheimilum og á stórum útisam- komum hrífst fólk með svo hundr- uðum eða þúsundum skiptir. Þannig er einmitt oft með vísna- söng, kynslóðabil gleymist í töfr- um laglínanna. Þetta er engin m. * memm < ' . HALFT I HVORU Eyjolfur Kristjánsson, gítar og söngur Gísli Helgason, blokkflautur Örvar Aðalsteinsson, bassi og söngur Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, söngur og Ijóðun Ingi Gunnar Jóhannsson, gítar og söngur 30 Vikan 37. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.