Vikan


Vikan - 16.09.1982, Blaðsíða 15

Vikan - 16.09.1982, Blaðsíða 15
Texti: Alfheiður Steinþórsdóttir sálfræðingur Fjölskyldumál berja móður og þau sjálf læri að beita hnefaréttinum. Foreldrar eru fyrirmyndir bama sinna hvort sem þeir haga sér vel eða illa. Innbyrðis samband hjónanna Sálfræðingurinn Odd R. Gul- brandsen, sem vinnur við fjöl- skylduráðgjöf í Osló, telur að of- beldi í fjölskyldum taki á sig tvær ólíkar myndir. Aðra myndina kall- ar hann sjúklegt ofbeldi. Þegar árásarmaðurinn hefur einu sinni getað beygt makann með höggum sínum verður það aðeins upphafiö að ofbeldi sem aðferð til að ná fram vilja sínum, og aðferðimar verða stöðugt útsmognari. Smám saman fer sambandið í fastar skorður, þar sem annar makinn er gerandi (árásarmaðurinn) en hinn er þolandi (fómarlambiö). Ofbeldismaðurinn, sem oftast er karlmaður, er oft mjög háður konu sinni og hann reynir að hegna henni fyrir að vera ekki eins og hún á að vera. Þessir karl- menn eru oft ósjálfstæðir og með lítið sjálfstraust. Vanmetakennd- in á aðallega við um tilfinningaleg tengsl við aðra og þarf því ekki að koma í ljós út á við, á vinnustað eða meðal kunningja. Hann hefur mikla þörf fyrir að „eigna sér” konu sína og ráöa yfir henni. Eins og svo oft er um þá sem hafa minnimáttarkennd er hann á verði gagnvart umhverfinu og fljótur að taka til sín neikvæð við- brögð annarra. Þegar honum finnst sér ógnaö fá þó reiðin og sárindin aðeins útrás innan veggja heimilisins og gagnvart þeim nánustu, sem hann reynir aö móta eftir eigin þörfum. Konan, sem ofbeldið beinist að, hefur oft frá æskuárum vanist því aö fá litla athygli frá öðrum. Hún hefur í þess stað lært að aðlaga sig öðrum og taka byrðar annarra á sig. Hún er einnig lík maka sínum að því leyti aö hún hefur lítið sjálfstraust og minnimáttar- kennd. Reiði hennar kemur aðal- lega fram í biturleika og kvörtun- um sem hún beinir gegn makan- um. Hann fær á tilfinninguna að hann sé lítils virði, en það er ein- mitt sú tilfinning sem hann þolir ekki. Og þannig heldur vítahring- urinn áfram. Það er þó mikill misskilningur aö halda að hjónin hagnist á nokkurn hátt á því að sambandið milli þeirra fari í slíkan farveg. Þvert á móti er sektarkennd og angist beggja mikil. Hin mynd ofbeldis í sambúð k^rls og konu kallar Odd Gul- brandsen vanþróaða tjáningu til- finninga. Hér skiptast hjónin á að ráðast hvort á annaö. Oftast eru þau alin upp í fjölskyldum þar sem hnefarétturinn var notaður þegar alvarleg misklíð kom í ljós og hann notaður til að koma reiöi og vonbrigðum til skila. Þegar annað snöggreiðist fær það útrás og kemur tilfinningum til skila með því að berja frá sér. Bæði viðurkenna þessa aðferð og hræðslan við ofbeldi og reiði er ekki eins mikil og í fjölskyldunni sem minnst var á áður. Þessar aðferöir til að útkljá deilumál geta gert samband hjóna mjög hatrammt og eru síst til þess fallnar að hjálpa þeim til aö þrosk- ast sem fullorðið fólk. Þess má einnig geta að þessi mynd ofbeldis milli hjóna breytist oft í „sjúklegu ofbeldismyndina” vegna þess aö karlmaðurinn er yfirleitt sá sterk- ari og því hatrammari sem deil- urnar veröa og meiri kraftar notaðir, því líklegra er að hann nái yfirhöndinni og beygi konuna undir viljasinn. Bæði þurfa hjálp Ofbeldi í fjölskyldum verður auðveldlega að vítahring og held- ur áfram nema eitthvað komi til sem breytir því. Það lagast ekki af sjálfu sér. Hér þarf margt að koma til. I fyrsta lagi er oft nauð- synlegt aö veita fórnarlömbum barsmíða öryggi. Þess vegna eru neyðarathvörf mikilvæg sem tímabundin lausn í byrjun. Eftir margra ára kúgun er eðli- legt að þær konur sem leita hjálp- ar vilji fyrst og fremst fá hana í formi félagslegs stuönings og f jár- hagsaðstoðar. Þær vilja oft reyna að skilja við manninn og byrja nýtt líf. En allt bendir til þess að sálfræðileg aðstoð sé ekki síöur nauðsynleg til þess aö breytingar geti orðiö á djúpstæöari viðbrögö- um þeirra beggja — þeim viö- brögðum sem eru undirrótin að of- beldinu. An þeirrar meðferðar, sem bæði þurfa á að halda, er hætta á að ofbeldið komi upp aftur í einni eða annarri mynd og færist áfram til næstu kynslóðar. im STÁLSTOÐ við Óðinstorg s. 23363 VÉRITUNARBORÐ TÖLVUBORÐ SKRIFBORÐ SKÁPAR íí pí#/i 7&* rúm: e'\é'n e{i\x ■yaV' Húsgöng sem henta vel á skrifstofuna Gott verð og góðir greiðsluskilmálar íslensk framleiðsla STÁLSTOÐ við Óðinstorg s. 23363 37. tbl. Vikan 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.