Vikan - 17.03.1983, Síða 20
Táknmál
umferðarinnar
Texti: Sigurður Hreiðar.
Myndir: Ragnar Th.
Temjum okkur tjáskipti við sam-
ferðamenn í umferðinni. Það
stuðlar að greiðari umferð og
giaðari ökumönnum.
Löngum hefur veriö haft fyrir
satt aö ýmislegt sem aflaga fer sé
af því aö ekki sé nógu mikið talaö
saman. Þetta heitir á nútíma máli
aö tjáskipti skorti.
Þaö fer ekki milli mála aö tjá-
skipti skortir í umferðinni. Oku-
menn setja fyrir sig fjarlægöir
milli bíla og ganga út frá því gefnu
aö þar sem hvor um sig situr inni í
hulstri, sæmilega hljóðþéttu, sé
ekki um þaö að ræða aö tala
saman. Þetta má til sanns vegar
færa — ef við hugsum okkur tjá-
skipti eingöngu talaö mál.
Raunar vita allir alvöru
bílstjórar fyrir löngu aö hægt er aö
hafa tjáskipti milli bíla meö ööru
móti. Við gefum hljóðmerki þegar
við ætlum fram úr, einhver er
fyrir okkur aö óþörfu (og stundum
líka þótt hann eigi ekki annarra
kosta völ), við gefum stefnuljós til
merkis um að viö ætlum aö breyta
um stefnu (sumir gera þaö raunar
ekki fyrr en til að sýna aö þeir eru
búnir að breyta um stefnu).
En viö getum skipst á
upplýsingum á margan hátt fleiri.
Til aö byrja meö má nefna
ökuljósin. Viö minnum þann sem
kemur sofandi á móti okkur meö
háu ljósin á gleymsku sína meö
því aö blikka á hann. Viö gefum
merki meö þeim um að okkur
langi aö komast fram úr, eöa
reynum aö vekja athygli þess sem
kemur á móti á að eitthvað sé aö
hjá honum — hann hefur kannski
gleymt aö kveikja ljósin eða eitt-
hvaö annað er óeðlilegt við bíl
hans, sem ætla má að hafi fariö
fram hjá honum. Og þegar viö ætl-
um að hleypa einhverjum á (eöa
yfir) aöalbraut fyrir framan
okkur er algengt aö blikka
ökuljósunum.
Allt er þetta bílamál. En viö
getum líka beitt höndunum til aö
koma upplýsingum til næsta
ökumanns. Þetta er svo sem ekki
nýr sannleikur, en kannski ekki
vanþörf á að rifja hann upp núna á
ári umferðarinnar. Því fullvíst má
telja aö ef menn gætu komiö sér
saman um aö skilja hver annan í
umferðinni myndi tillitssemi
aukast og tillitssemi er þaö sem
okkur skortir fyrst og fremst í ís-
lenskri umferð, miklu fremur en
strangari boð og bönn og fyrir-
skipaðar reglur. I rauninni má
setja jöfnumerki milli tillitssemí
og skynsemi í umferð, og niöur-
staöan hlýtur að veröa greiðari,
öruggari og ánægjulegri umferö.
Því væri ekki úr vegi aö setj-
ast um stund í málaskóla um-
ferðarinnar og læra undirstöðuat-
riði í táknmáli hennar. Þar meö er
líklegt að vanþóknunarmerkin
veröi óþörf og það er vel, því sum
þeirra eru þess eölis að geta gert
þeim sem fyrir veröa gramt í geði.
Hins vegar eiga þau rétt á sér að
vissu marki, ef þau geta komið
þeim sem fyrir veröur til aö hugsa
um hvaö þaö var sem kallaði
þessa vanþóknun yfir hann, og þar
meö bæta úr því.
En látum myndirnar tala.
Temjum okkur kurteisina í tákn-
málinu, lipuröina sem það ýtir
undir. Lipur umferö og greið leiöir
til brosa og brosið er það sem
verður okkur heilladrjúgt farar-
nesti.
20 Vikan II tbl.
"á¥\