Vikan


Vikan - 17.03.1983, Side 30

Vikan - 17.03.1983, Side 30
Kajagoogoo ,, Too shy-yhushhusheye- toey," syngja strákarnir í Kajagoogoo um þessar mundir. Kaja hvað? Kaja- googoo. Nafnið á ekki að þýða neitt. Hugmyndin var að kalla hljómsveitina ein- hverju nafni sem minnti á ungbarnahjal, gúagagóó. Strákarnir hafa verið að vas- ast í hljómsveitarbransanum á þriðja ár. Fjórir þeirra voru áður i hljómsveit sem kallaði sig Art Nouveau. Fjórmenningarnir sáu aug- lýsingu í músikblaði þar sem 22 ára, myndarlegur, hæfi- leikaríkur söngvari og laga- smiður, fullur af ímyndunar- afli og ákveðni, óskaði eftir að komast i samband við aðra sams konar náunga. Það var söngvarinn Limahl sem svo auglýsti og hinir fjórir sem svöruðu. Aðrir hljómsveitarmenn heita Steve Askew fgitar), Stuart Croxford Neale fsynth), Nick Beggs fbassi) og Jez Strode (trommur). Það var fyrir tilstuðlan Nick fíhodes hjá Duran Dur- an að Kajagoogoo fékk áheyrn og siðar plötusamn- ing. Nick Rhodes virðist hafa veðjað á réttan hestþvi Too Shy hefur verið mjög vinsælt i Bretlandi og viðar. Strákarnir i Kajagoogoo náðu hylli Nick Rhodes vegna þess hve skrautlegir þeir voru í útliti og minntu á Duran Duran á frumskeiði. Það sést þvi miður ekki á myndinni en háralitur og klæðaburður er allur mjög litskrúðugur.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.