Vikan


Vikan - 17.03.1983, Síða 62

Vikan - 17.03.1983, Síða 62
PÖSTIRIW Feit og feimin Eg vona innilega ad þú birtir þetta bréf því ég er alveg aö verða vitlaus. Þannig er mál með vexti að ég er feimin og feimnin er að gera út af við mig. Mér finnst ég alltaf svo almenni- leg í framkomu við fólk sem er eitthvað að ybba sig við mig. Ég fatta alltaf eftir á, ó, ég hefði átt að segja þetta og þetta! Eg œtla að segja þér frá atviki sem gerðist rétt áðan og það er þetta atvik sem kom mér til að skrifa þér. Ég hef oft byrjað á bréfi en hœtt svo við, en núna lœt ég verða af þessu í alvöru. Ég var að koma heim áðan úr smáferð og það var þannig að bílstjórinn var að keyra okkur á staði á aðal- götu bœjarins, sem voru nálœgt heimili (húsnœði) hvers og eins. Svo endar það með því að ég er orðin ein eftir í rútunni og þá erum við komin í stórt, nýtt hverfi sem ég hef aldrei komið í áður (ég er bara í skóla hér) og þá hefði ég átt að vera farin úr tveimur stoppi- stöðvum á undan. Ég hélt hann fœri til baka aftur en hann átti þá heima beint áfram. Svo fer hann að þusa um að ég viti bara ekki hvar ég eigi heima og meira íþeim dúr. Ég reyndi eftir fremsta megni að svara fyrir mig, en alltof kurteislega. Svo heldur hann samt áfram götuna og þá stoppar liann á stoppistaðnum sem var sá þriðji síðasti og ég sagðist bara œtla þar út, því ég þoldi hann ekki, og ég þurfti að labba heillangt í rign- ingunni. Svo varð ég reið og sár út í sjálfa mig og sagði við sjálfa mig að ég vœri algjör aumingi. Viltu gefa mér ráð sem virkar gegn feimni til að losna við hana, þó ekki vœri nema að einhverju leyti. Eina skýringin sem ég hef fundið á feimninni í mér er sú að mér finnst ég svo feit. Samt er ég passleg (það segja þeir sem ég þori að spyrja). Ég fór í megrun í sumar og léttist um 8 kg á fjórum vikum og þá hvarf feimnin alveg og þá fann ég að ég var mjó og naut mín. Á ég að reyna að fara í megrun ? Ég fitnaði aftur eftir þessa megrun og geri það örugg- lega aftur, sérstaklega ef hún verður eins ströng og síðast. Það er svo erfitt að halda sér léttum eftir strangan kúr. Hvað heldur þú að ég sé gömul? Hvað get ég gert til að finnast ekki svona leiðin- legt hér? Hvert á maður að senda bréf ef maður vill fá að vita nafn á pöddutegund eða fá úrskurð um hvaða paddaþað sé? Þakka kœrlega fyrir birtinguna. Pöddulína. Hér er um margt spurt og bryddað á öðru. Satt að segja skilur Póstur ekki alveg hvað var svona agalegt við þessa rútuferð og af hverju þú fórst ekki út á réttum stað strax í upphafi. Hitt skilur Póstur aö þú ert feimin — eða kannski réttara sagt óframfærin og óviss um sjálfa þig — en það er ekkert einkavandamál þitt. Okkur er flestum svo farið, þótt okkur sýnist aö allir aðrir en viö séu upplits- djarfir og ófeimnir. Þú gefur sjálf þá skýringu á feimninni að þú sért feit. Það kemur heim — þar ertu óviss um sjálfa þig og óttast að í annarra augum lítir þú öðruvísi út en þú kýst sjálf. Þess vegna er öryggisleysiö. Fyrsta skrefiö til aö losna við þaö er að sætta þig viö sjálfa þig. Það 62 Víkan 11. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.