Vikan - 27.10.1983, Síða 6
Jean Lanning með tvo íslenska vini: Tinna og Sunnu.
Þeim batnar fyrr sem eiga hund
— segja læknar í Bretlandi, að sögn Jean Lanning hundadómara sem hér var stöddfyrir nokkru
„Það líður varla sú vika aö ég
dæmi ekki hunda og á sumrin
dæmi ég oft á tveimur til þremur
sýningum í viku,” segir Jean
Lanning hundadómari, sem
dæmdi hunda á hundasýningu
Hundaræktarfélagsins í Félags-
garði í Kjós nú nýverið. „Sýningin
hérna var svipuö sýningum þeim
sem ég hef dæmt á annars staðar.
Nú dæmdi ég þó aðeins um 80
hunda en í Englandi eru sýningar
aö minnsta kosti einu sinni í viku
einhvers staðar og hundafjöldinn
er þetta frá 250 og allt upp í 12 þús-
und á stærstu sýningunum, eins og
Cruffs sýningunni sem haldin er á
hverju ári í Earls Court í London.
Sú sýning stendur líka í þrjá
daga,” segir Jean Lanning.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Jean Lanning kemur til Islands.
Fyrst kom hún hingað árið 1967 og
hafði hér skamma viðdvöl á leið
sinni til Bandaríkjanna. „Mark
Watson, Islandsvinurinn sem gaf
hingaö Dýraspítala Watsons,
hvatti mig til að koma hér viö í
þaö skipti. Ég átti íslenska tík sem
ég hafði fengið eftir krókaleiðum
frá Watson sjálfum, en hann var
þá fyrir löngu farinn að rækta
íslenska hunda. Ég hafði líka hitt
Sigríði Pétursdóttur á Olafs-
völlum sem barist hefur ötullega
fyrir því að bjarga íslenska
hundinum frá því aö deyja út og
var farin að rækta hunda þegar
þetta var. I þessari fyrstu heim-
sókn minni hingað hitti ég Sigríði
aftur og fleiri áhugamenn um ís-
lenska hundinn. Islenski hundur-
inn er af einu elsta hundakyni
heimsins, yfir 1000 ára, og því er
mikilvægt að hann deyi ekki út.
Sigríður hefur lagt á sig mikla
vinnu til að viðhalda og bæta
stofninn og í byrjun hafði hún ekki
úr miklu að moða hvað hunda
snerti. Hingað fékk hún þó með
leyfi yfirvalda tvo hvolpa frá
Watson, tík og hund, og með þessu
6 Vikan 43. tbl.