Vikan - 27.10.1983, Qupperneq 9
Perla Mjöll, stássleg púðla. Birta, skrautleg cavalier king Charles spaniel, Abba (sjá fleiri myndir), labrador, og Tumi, golden retriever.
eins og great dane kosta um 250
pund (10.500 kr.). Þaö er
kostnaðarsamt aö rækta góöa
hunda. Þaö er mikiö í kringum
ræktunina og tæpast hægt að
rækta hunda fyrir minni peninga
en þetta. Annars eru til menn sem
nefndir eru Puppy-farmers,-
hvolpabændur. Þeir leggja allt
upp úr aö framleiða sem mest og
ódýrast en kaupi menn hunda af
þeim getur sparnaðurinn fljótlega
horfið í ófyrirsjáanlegan kostnað
því að oft koma frá þeim veiklaðir
og lélegir hundar sem þurfa á
ýmsu að halda sem heilbrigðir og
vandlega ræktaðir hundar þurfa
ekki.”
Við spurðum Jean Lanning að
því hvað henni fyndist um hunda-
ræktina á Islandi og kom fram hjá
henni að það myndi erfiðleikum
bundið fyrir íslenska hundaeig-
endur að bæta hundastofnana hér
nema til kæmi leyfi til innflutnings
á hundum annars staðar frá til
þess að bæta kynin sem fyrir eru.
„Mér finnst að íslensk stjóm-
völd ættu að leyfa að fluttir yrðu
inn fáeinir hundar ef fólk óskaöi
eftir því. Ég held að hér sé fyrir
hendi sannur áhugi á hundum og
ekki er hægt að halda áfram rækt-
un án þess að fá nýtt blóð. Ef út í
innflutning yrði farið er ekki hægt
að fá hunda frá öruggara landi en
Bretlandi. Þar er ekki hundaæöi
og þar höfum við einangrunar-
stöðvar. Hundamir okkar eru
seldir um allan heim og alls staðar
eru menn ánægðir með að fá þá.
Þeir eru sprautaðir gegn þeim
sjúkdómum sem hætta getur verið
á að þeir fái og heilbrigðiseftirlit
með þeim er fullkomið og strangt.
Ég get nefnt sem dæmi hvemig
háttað er hundainnflutningi til
Nýja-Sjálands. Reglur eru um að
hundur skuli vera í 30 daga „hús-
einangrun” sem þýðir að hann
verður að halda sig heima við
fyrst eftir að hann kemur inn í
landið. Eigendurnir verða að sjá
til þess að hann komist ekki í
snertingu við aðra hunda á þessu
tímabili og fara verður með
hundinn til dýralæknis með
ákveðnu millibili svo að hann geti
fylgst með honum og ábyrgst að
allt sé meö felldu. Bandaríkja-
menn hlæja annars að Bretum
vegna þess hve strangir þeir eru
og halda fast við 6 mánaða ein-
angrunarregluna þegar hundar
eru fluttir til landsins. Þeir segja
að hundaæði sé nær óþekkt í hús-
dýrum sem vel er hugsað um og
litið eftir. Það eru helst dýr sem
koma frá Afríku og Indlandi,
hundar og kettir, sem geta flutt
með sér hundaæðiö.”
Dómarar eru ekki alltaf vin-
sælir, líklega sama hvort þeir
dæma hunda eða menn. Jean
Lanning segir okkur að lokum
skemmtilega dómarasögu, sem
hundadómarar hafa gaman af aö
segja. Það gerðist eitt sinn að
Lykla-Pétur og Skrattinn hittust
og vildu hressa eitthvað upp á til-
veruna. Þeim datt í hug að rétt
væri að þeir efndu til hundasýn-
ingar. Sýningin var ákveðin en
Lykla-Pétur fór að fá bakþanka og
sagði við Skrattann að verst væri
að úrslitin væru líklega ráðin
fyrirfram, því að sjálfsögðu væru
allir bestu hundarnir í himnaríki.
Skrattinn glotti og svaraði: Hafðu
ekki áhyggjur, allir bestu
dómaramir eru niðri hjá mér. Og
þar með voru úrslit þeirrar
sýningar ráðin.
Tha Te King, pekinese.
43. tbl. Vikan 9