Vikan


Vikan - 27.10.1983, Blaðsíða 16

Vikan - 27.10.1983, Blaðsíða 16
Alh í garðinum Örlítið um gamla nýja markaðssvœðið Covent Garden íLondon__________ TEXTI OG MYNDIR: ÞÓREY Fáar borgir jafnast á viö Lond- on að margbreytileika. Þar er iðandi mannlíf í öllum blæ- brigðum litrófsins. Þar eru allar hugsanlegar verslanir, veitinga- hús, krár, markaðir, leikhús og skemmtistaðir. Þar mætast fortíð og nútíð á hverju götuhomi. Allir straumar liggja gegnum London og fáir staðir komast nær því að teljast nafli heimsins. Einn af mörgum heillandi stöð- um borgarinnar er Covent Garden markaðssvæðið. Þangað Uggur mikill straumur innfæddra og gesta á hverjum degi og svæðið morar af lífi fram á rauða nótt. Covent Garden hverfið af- markast í grófum dráttum af Charing Cross Road, Shaftsbury Avenue, Drury Lane og Strand. Hinn eiginlegi Covent Garden markaöur er skammt fyrir norðan Strand. Þar til fyrir um tíu árum var þar helsti ávaxta-, grænmetis- og blómamarkaður í London, að hluta til undir hvolfþaki úr gleri og jámi. Covent Garden var upphaflega „covent garden” eða klaustur- garður í eigu Westminster- klaustursins. Frá því 1552—1918 var það síðan í eigu jarla og hertoga af Bedford. Á árunum 1630—33 skipulagði arkitektinn Inigo Jones svæðið fyrir fjórða jarlinn af Bedford sem torg með bogagöngum umhverfis. St. Paul’s kirkjan sem stendur and- spænis yfirbyggða markaðnum, er einnig teiknuð af honum í Tuscan stíl. Kirkjan sem nú stendur er endurbygging þeirrar fyrri sem eyðilagöist í eldi 1795. Árið 1671 veitti Karl II Breta- kóngur formlegt leyfi fyrir markaðnum. Svæðið var síðan endurskipulagt á árunum 1829—30 og skömmu síðar var markaðs- byggingin reist. Árið 1961 var konungsleyfið afturkallað og eign og stjóm svæðisins sett undir opinber yfir- völd. Árið 1968 var ákveðið að flytja markaðinn sem þá var kominn í hina mestu niðumíöslu, orðinn subbulegt og jafnvel hættulegt svæði. Markaðurinn var síðan fluttur til Nine Elms 1973 og gamla markaössvæðið skilið eftir autt og yfirgefið og fyrirsjáanlega eyðileggingunni að bráð. Eftir miklar umræður og deilur var ákveðið að reyna að gæða Covent Garden nýju lífi. Árið 1980 var svæðið síðan opnað að nýju en með gjörbreyttu sniði. I stað grænmetis- og ávaxtastallanna voru á boðstólum ýmiss konar handunnir hlutir og Ustmunir. I Utlu búðunum er verslað með heilsufæði, vandaðan tískufatnað, skó, gjafavörur og fleira. Þetta nýja fyrirkomulag vakti miklar deilur þegar markaðurinn var opnaður. Mörgum þótti staðurinn 16 Vikan 43. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.