Vikan - 27.10.1983, Page 23
Frœnkan frá Ameríku
og ömmu. Vináttuböndin höföu
styrkst gegnum árin og náðu nú
einnig til foreldra minna. Og
vegna þessara tengsla og vegna
þess aö ég var ein í París buöu þau
mér öðru hverju í tilkomumikla
íbúöina sína nálægt Höllinni. Þau
komu úr gjörólíkum heimi og þeg-
ar ég fór í heimboð til þeirra haföi
ég þaö alltaf á tilfinningunni að ég
væri þátttakandi í kvikmynd. Það
brást heldur ekki í þetta skipti.
Stórbrotið hlaöborð í blómum
skrýddri stofunni og kampavíniö
flóöi. Fjöldi manns var þegar
kominn, fólk á þeirra aldri, glæsi-
legt fólk og sumir jafnvel yfir-
drifnir, því Monsieur Katcharoff
var kvikmyndaframleiðandi.
Stundum bauö hann til sín kvik-
myndastjörnum, leikhúsfröm-
uðum eöa smástirnum sem
dreymdi um frægð og frama.
Ég þekkti ekki hræöu — að und-
anskildum Katcharoff-hjónunum
— en það hafði ekki aftraö mér frá
að þiggja boðið. Mér leið eins og
mölflugu sem dregst ómótstæði-
lega að ljósadýrðinni.
Þetta kvöld stóð Monsieur
Katcharoff, smókingklæddur að
vanda, og ræddi við hóp af viröu-
legum mönnum. Konan hans sveif
á móti mér með útbreiddan faðm-
inn. „Elsku Brigitte mín, hvaö ég
er glöð að sjá þig,” hrópaði hún og
errin rúlluðu uppi í henni. Hún var
rúmlega sjötug en var þó enn
mjög falleg í brydduðum rauðum
kjól. Vitanlega hafði tíminn mark-
að sín spor i andlit hennar en hún
var gædd þvílíkum þokka og krafti
að enginn gat sagt með hreinni
samvisku að hún væri gömul. Hún
hristi höfuöið svo að vandlega lit-
aöir logarauðir lokkarnir dönsuðu
og lagöi hringum prýdda höndina
á handlegginn á mér.
„Hvað segirðu þá gott, ljúfan
mín?”
„Ekkert sérstakt, Madame,”
svaraði ég brosandi. Hún hristi
enn höfuðið.
„En sú synd og skömm að svona
falleg, ung stúlka skuli enn vera
ógift. Þú ættir að hitta einhvern ín-
dælan pilt sem gæti gert þig ham-
ingjusama.”
Ég reyndi að halda brosgrett-
unni og hún hélt áfram að kvelja
mig.
„Svona, vertu nú dálítið lífleg.
Ef þú ætlar að sigla hálfsofandi
gegnum lífið verður þér ekkert
ágengt.”
Hún óð úr einu í annað en spuröi
svo allt í einu: „Hefurðu hitt
Marie-Claire?” Ég sperrti brýnn-
ar. „Marie-Claire? Áttu við hana
frænku mína?”
„Aö sjálfsögðu. Um hverja aðra
Marie-Claire ætti ég að vera að
tala? ’ ’ ansaði hún óþolinmóð.
„Er hún hér?” spurði ég undr-
andi.
„ Já, svo sannarlega. Hún er ný-
komin frá Bandaríkjunum og
hefur aldrei verið jafnfalleg og
hrífandi.”
Ég beit saman vörunum. Marie-
Claire var frænka mín og jafn-
aldra, þremur mánuöum yngri.
Ég hafði aldrei þolað hana og það
var víst örugglega gagnkvæmt.
Allar götur síðan við vorum fjög-
urra eöa fimm ára höfðum við
verið eins og hundur og köttur. Við
vorum keppinautar í skólanum og
þó að viö slitum bamsskónum tók
þessi eilífa samkeppni bara á sig
annan blæ. Marie-Claire hafði ill-
girnislega ánægju af að tæla
stráka sem höfðu áhuga á mér —
haföi heldur aldrei mistekist! Hún
var óþolandi falleg og greind í
þokkabót. Ef einhver strákur sá
okkur saman sneri hann sér um-
svifalaust að henni. Og hún kunni
líka að snúa sinni snældu með
gáfulegum innskotum og heillandi
brosi.
Ég dró mig inn í skelina,
ákveðin í að láta sem ég vissi ekki
af þessari stórkostlegu frænku
minni. Feimni mín og óframfærni
voru að miklu leyti sök Marie-
Claire. I stuttu máli sagt var þaö
henni að kenna að mér hafði aldrei
tekist að losa mig viö minnimátt-
arkenndina sem ég hafði burðast
með síöan ég var stelpa.
Þegar hún fór til New York eða,
eins og hún vildi kalla það, var
boðin ritstjórastaöa hjá þekktu
tískublaði, hafði ég dregið andann
léttar. Eg var viss um að þegar
frænka kær væri farin gæti ég far-
ið að láta ljós mitt skína. Það var
þá helst! Ég var algerlega von-
laus í gleðskap. Aldrei gat ég fund-
ið neinar skynsamlegar athuga-
semdir og aldrei hafði ég verið
eins einmana eða lagt á mig jafn-
mikið erfiði til einskis.
Stöku sinnum neyddi ég sjálfa
mig til að fara til Katcharoffhjón-
anna þegar þau voru svo hugul-
söm að bjóða mér í kokkteilboð
eða kvöldverð, eins og þau höfðu
gert núna.
Ég var gagntekin því einkenni-
lega hugboði að það yrði hjá þeim
sem ég kynntist mínum tilvon-
andi. Ég sagði svo sem við sjálfa
mig að ég væri ímyndunarveik.
Hverjum þessara vel til höfðu,
kærulausu menntamanna ætti að
detta í hug að líta tvisvar á hana
litlu mig? Litla, feimna og ein-
mana ritarann.
Madame Katcharoff stýrði mér
í áttina að langborðinu. „Fáðu þér
nú svolítið kampavín. Það lappar
alltaf upp á sjálfstraustið.”
Ég blóðroðnaði. Þrátt fyrir fyr-
irferöina og asann hafði Madame
Katcharoff séð nákvæmlega hvað
klukkan sló. „Það er með endem-
um að þið frænkurnar skulið vera
svona ólíkar,” blaðraöi hún.
Einn þjónanna spratt upp úr
gólfinu og andartaki síðar stóð ég
með kampavínsglas í hendi. Hús-
freyjan varð að fara að sinna
öðrum gestum. Hún gat ekki hang-
ið allt kvöldið yfir mér svo að hún
gómaöi herramann nokkurn um
fimmtugt með grásprengt hár og
spurði: „Alexandre, þekkirðu
hana Brigitte Amselin? ”
Maðurinn hneigði sig lítillega.
„Eg held ekki,” svaraði hann.
„Hún er ein af okkar kæru vin-
konum. Við þekkjum foreldra
hennar vel og einnig afa og ömmu.
Þau voru svo yndisleg við okkur
þegar við komum til Frakklands. ’ ’
Að svo mæltu snerist hún á hæli og
fór aö taka á móti fleiri gestum.
Mannvesalingurinn, sem hún
hafði aðeins kynnt aö fornafni,
fann sig knúinn til að reyna að
halda uppi samræöum.
„Jæja, svo þú þekkir Katchar-
offhjónin? Hefur kannski þekkt
þaulengi?”
„Síðan ég var smástelpa.”
„Mjög svo viðkunnanleg hjón. ”
„0, já.” Ég roðnaði yfir aum-
ingjalegum svörum mínum. Hvað
gat ég sagt sniðugt við þennan
mann sem ég sæi trúlega aldrei
aftur?
Hann svipaðist um. „Þetta er
mjög falleg íbúð, finnst þér ekki?
Og svo smekklega innréttuð. ”
„Einmitt.”
Skyndilega birti yfir andliti
hans. „Bíðum nú við. Kemur þá
ekki Francois!” Svo beindi hann
orðum sínum til mín. „Þetta er
bróðursonur minn. Þetta er í
fyrsta skiptið sem hann kemur til
Katcharoff og ég ætla að sjá um aö
hann kynnist hér fallegri stúlku.”
Maður um þrítugt tók stefnuna til
okkar. Ég fékk dúndrandi hjart-
slátt þegar ég leit þennan myndar-
lega ljóshæröa mann. Hvers
vegna í ósköpunum hrukkaði hann
ennið svona? Aldrei hafði nokkur
karlmaður haft önnur eins og því-
lík áhrif á mig. „Þetta er hann, sá
eini rétti, sá sem ég hef beðið eftir
öll þessi löngu ár!” söng ég innra
meö mér í sæluvímu. Ég var frá
mér numin af fögnuði og roðinn
flæddi yfir andlit mitt. Það var þá
sem ég tók eftir stúlkunni sem var
með honum. Ég glennti upp augun
af undrun. Þetta var engin önnur
en Marie-Claire, frænka mín. . .
Hún var klædd í nýtískulegan
kjól meö háum klaufum í hliðun-
um. Hárið, sem annars var skol-
leitt, var oröið ljóst. Hún var óað-
finnanlega snyrt og reykti yfirlæt-
islega sígarettu í löngu munn-
stykki. Snögglega rann það upp
43. tbl. Vikan 23