Vikan


Vikan - 27.10.1983, Page 50

Vikan - 27.10.1983, Page 50
Eldhús Vikunnar Umsjón: Borghildur Anna Paprika í öll mál Stundum er víst alveg bannað að birta gómsætar uppskriftir að við- bjóðslega fitandi réttum því það gæti freistað hinna bústnu um of. Þetta er ein af þeim stundum sem samviskan býður að styðja þá veiklyndu í bar- áttunni við óæskileg aukakíló og við ráöleggjum paprikuát á næstunni. Hafi eitthvað ægilegt gerst sem hindrar framkvæmdir, svo sem að paprika reynist ófáanleg þegar þetta birtist, er eina ráðið að geyma Vikuna á góðum stað og draga síðan fram leynivopnið við betra tækifæri. En paprikan er annars viðurkennd sem góður og hollur matur, stútfull af bætiefnum og öðru bráðhollu. Fyrir utan að gera má úr henni alls kyns lostæti er alls ekki bannað að sporðrenna henni gersamlega ein- tómri — en í slíkt át er yfirleitt sú gula heppilegust — nema menn vilji bragðsterkari gerðirnar. Og þá er að vinda sér í uppskriftirnar tvær, karnski best að byrja á þeirri auð- veldari sem hentar þegar tíminn er af skornum skammti. Hakkhúsið mikla Takið vænan skammt af hakki (nauta-, kinda-, kálfa- eða svína- hakki) og steikið á pönnu. Kryddið að vild, til dæmis með hvítlauk og paprikudufti. Skerið þversum ofan af paprikunni, um það bil tvo sentímetra, og takið kjarnann úr. Fyllið með hakkinu, lokið með afskorna hluta paprikunnar og hitið stutta stund í ofni. Gerið ráö fyrir einu slíku „húsi” á mann og með má hafa brauð fyrir þá horuðu en hrá- salat fyrir þá af bústnari geröinni. Röndóttur Meatloaf Einhver sagði okkur að þetta væri uppáhaldsmatur goðsins eina og við seljum það jafndýrt og við keyptum. En í hleifinn þarf: 3 /4 bolla hvítvín 2/3 bolla mjólk 3 msk. minced onion — gróft lauk- krydd 3 /4 tsk. rósmartn 1 /4 tsk. þurrkað dill 3 tsk. salt 1 /4 tsk. pipar 3 egg, þeytt eða hrærð 1/2 bolla tómatsósu 1—1/2 bolla brauðmola 1 kg kjöthakk Ofan á skal setja sinnep, pikklis og tómatsósu. Blandið saman víni, mjólk, jurta- kryddi, salti, pipar, eggjum, tómat- sósu og brauðmolum. Látið jafnast og blandið vandlega saman viö kjöt- hakkiö. Breiðið yfir og látið standa í um það bil eina klukkustund til að jafnast. Mótið í kjöthleif og setjið í grunnt eldfast fat. Mótið þrjú djúp för langsum með hnífskafti og bakið í ofni í 40 mínútur við 200° C. Takið úr ofninum og fyllið skorurnar með sinnepi, pikklis og tómatsósu. Bakið í fimm mínútur og berið fram heitt eða kalt. 50 Vikan 43. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.