Vikan


Vikan - 05.01.1984, Síða 26

Vikan - 05.01.1984, Síða 26
varla kominn á miöjan aldur. „Hvernig ber að skilja þetta?” „Samkvæmt orðsins hljóðan,” svaraði óskveitandinn hrjúfri röddu. „Þú skalt koma hingað upp, en bregöi þér svo þegar þú sérð mig að þú rekir upp vein ferðu erindisleysu skaltu vita.” Ungi maðurinn gekk upp stig- ann. Hann æpti ekki þótt hann liti óskveitandann liggjandi á gólfinu. En hann fölnaði. „Öskin?” hreytti óskveitandinn út úr sér. Væntanlegir lysthafar verða að hafa óskina á reiðum höndum og engar vífilengjur. „Eigið þér viö að ég geti fengiö ósk mína uppfyllta? Sama hver hún er?” „Skýr ertu,” sagði óskveitand- inn og sveiflaöi halanum lítið eitt. „Já, ég er hingað kominn að veita hverjum sem biður eina ósk. Ég var sendur hingað þeirra erinda. ” „Sendur? Hvaðan? Hver sendi?” „Oskin, þrjóturinn þinn!” hvæsti óskveitandinn og glotti svo skein í hvassar tennurnar. „Skil- yrðin eru einkar einföld. Þér stendur til boða ein ósk. Ekki fleiri. Um leið og þú hefur mælt hana fram er hún óafturkallanleg. Talaðu! Hversóskar þúþér?” Ungi maðurinn vætti fölar varirnar grábleikum tungubroddi. Það var eins og augun ætluöu út úr höfðinu á honum og hendur hans tóku að titra. „Kvenmanns,” hvíslaði hann. „Hvað segirðu? Talaðu hærra, ungi sveinn!” „Ég óska mér kvenmanns!” hrópaði maðurinn. „Fagurrar konu! Þeirrar fegurstu sem nokkur hefur augum litið! ” „Það er nefnilega það,” sagði óskveitandinn. „Og að hún elski mig! Elski mig af meiri ástríðu en nokkur kona hefur áður unnað manni! Það er óskmín!” „Oþokki!” æpti óskveitandinn. „Fýsnasjúki, lostafulli óþokki! Og hvernig ætlarðu svo að koma fram gagnvart veslings konunni sem ann þér af öllu hjarta? Draga hana niður í svaðið? Sundur- kremja hjarta hennar? Eöa ætlaröu aö ganga að eiga hana og gera allt til aö hún verði hamingjusöm alla ævi?” „Já! Þvíheitiég.” Halinn sveiflaöist svo hart og snöggt aö þytur fór um herbergið. „Gott og vel,” sagði óskveit- andinn. „En mundu heit þitt. Um leið og óskin er veitt verður þú aö binda örlög þín örlögum hennar alla ævi. Annars verður hún ekki lengri.” TJ Spennusaga Óskveitandinn Öskveitandinn keypti brúna sandsteinshúsið við Fyrstu götu. Hann gekk frá kaupunum bréflega og í síma. Fyrir bragðið veittist fasteignasalanum ekki sú ánægja, eða réttara sagt hið eftirminni- lega tækifæri, aö sjá hve höfuð hans var líkt höggormshaus, né heldur fékk hann að sjá á honum klærnar eða eðluhalann. Þess í stað veittist honum sá unaður aö geta selt þetta hús langt yfir því verði sem sanngjarnt var fyrir svona gamlan steinkassa. Ösk- veitandinn þurfti sem sé ekkert aö horfa í skildinginn. Hann flutti inn í húsið um miðja nótt, snakaði sér snarlega úr tötr- unum sem hann hafði neyðst til að bera til aö vekja ekki óæskilega athygli, því hann kunni alltaf best - Henry Slesar - við sig allsnakinn. Ekki þurfti hann heldur húsgagna við en hins vegar þótti honum gott að hafa eitthvað mjúkt og notalegt undir huppnum. Þess vegna lét hann þekja öll gólf þykkum teppum áður en hann flutti inn. Kannski hefði einhverjum þott þau ljót á litinn því þau voru íölbleik. En óskveitandinn var litblind ur. Það tók hann ekki nema þrjá sólarhringa aö búa sig undir við- skiptin. Það var sá tími sem þaö tók hann að lesa bækurnar sem hann hafði keypt í skítugri forn- bóksölu við Fjóröa stræti. Það voru ritverk sem lágu á mörkum sagnfræði og skáldskapar og hann gerði sér vonir um að öðlast all- góða þekkingu á mannlegu eðli meö lestri þeirra. Því miður voru þetta gamlar bækur svo hann græddi kannski ekki mikið af nú- tíma tungutaki við lestur þeirra. Öskveitandinn beið þess með óþolinmæði að mega hefja upp- eldisstarf sitt meðal borgaranna svo hann festi litla málmplötu á brúnan sandsteininn við hliðina á dyrunum. Þar stóð aðeins eitt orð: Óskir. Fyrsti gesturinn var gráfölur náungi, kinnfiskasoginn, bólugraf- inn, væskilslegur og illa til fara. Hann ók sér og klóraði sér í hausn- um. Hann hringdi dyrabjöllunni og óskveitandinn brá sér fram á dyrapallinn til að bjóða honum í bæinn. „Ég rak augun í það sem stend- ur á plötunni við dyrnar,” sagöi gesturinn, sem þrátt fyrir allt var 26 Vikan I. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.