Vikan - 05.01.1984, Síða 35
Tff
Draumar
Alblóðug
eftir kríu
Kæn draumráðandi.
Fyrir stuttu dreymdi mig
draum sem ég bef hugsað
mikið um síðan og langar
til að fá ráðinn. Hann var
þannig: Mér fannst ég sitja
í fjöru við lygnan fjörð,
alveg niðri við sjó, en ekki
kannaðist ég við þennan
stað. Þarna voru fjórir
menn sem ég þekki, föður-
bróðir minn og tveir synir
hans og strákur sem ég
kannast lítillega við, einnig
tveir aðrir menn sem ég
þekkti ekki. Mér fannst
eins og þeir væru að æfa sig
að skjóta af rifflum en samt
ekki með neitt ákveðið
skotmark t huga. Við há-
vaðann frá rifflunum
fældust kríur sem voru úti á
firðinum og flugu upp með
miklu gargi. Ein krían
gerði sér lítið fyrir og gogg-
aði í bakið á mér. Eg reyndi
að hrista hana af mér en
tókst ekki. Þá kom sá sem
ég kannast við og fældi
fuglinn burtu og hélt ég nú
aðþessi ósköp væru á enda.
Eg var orðin illa leikin eftir
fuglinn og blæddi nokkuð.
En þá kom fuglinn aftur og
réðst aftan að mér og tókst
mér ómögulega að losna
við hann. Kunningi minn
reyndi að hjálpa mér en
ekkert gekk. Það síðasta
sem ég man áður en ég
vaknaði var að ég var öll al-
blóðug og bakið á mér
sundurhöggvið eftir krí-
una.
Mennirnir sem voru
þarna virtust ekki taka eftir
neinu og enginn sagði orð,
ekki heldur ég né kunningi
minn.
Með fyrirfram þökk,
2555.
Þessi draumur er fyrir-
boði óvæntra og þrálárra
veikinda. Gangur þeirra
mun verða svipaður og
árásir kríunnar í draumn-
um. Þú munt um stund
vinna bug á þeim en þau
munu herja á þig á nýjan
leik. Tæplega er hægt að
telja að þessi veikindi séu
stóralvarleg en þér mun
þykja nóg um afskiptaleysi
annarra og sjálfsagt muntu
einnig eiga einhverja sök á
því og jatnvel ekki láta vita
af vanlíðan þinni fyrr en í
síðustu lög. Ekkert bendir
til að þú náir þér ekki eftir
þetta veikindabasl og
blessuð reyndu að berjast
gegn þeim, það ætti að
vera hægt.
SPÁIÐ í ÁRIÐ 1984
Nú eru þær komnar á íslensku, upplýsingarnar um
lagnir og lestur úr TAROTspáspilunum.
Eftirtalin spil fyrirliggjandi:
RIDER
OSWALD WIRTH
ALEISTER CROWLEY O.FL.
ÓTAL ERLENDAR BÆKUR.
Aldrei meira úrval.
Við sendum í póstkröfu.
Hringið og látið okkur
hjálpa ykkur við valið.
Hjá Magna
Laugavegi 15
Sími 23011
1. tbl. Vikan 35