Vikan


Vikan - 05.01.1984, Qupperneq 40

Vikan - 05.01.1984, Qupperneq 40
MORGAN KANE Makleg málagjöld ^ásí Nýr stjörnuróman eftir Margit Sandemo, höfund bókaflokksins vinsœla um ísfólkið. PRENTH ÚSIÐ Barónsstíg 11 a - Sími 26380 Margit Sandemo Ur viðjum einmanaleikans Fimm mínútur með Willy Breinholst Fimm krónut lík eru peningar Þaö er rétt að krónan er ekki lengur þaö sem hún einu sinni var. Það er rétt að ómögulegt fjár- málastefna, kærulausir fjármála- ráðherrar, misheppnaöur þjóðar- búskapur, verðbólga, stöðug' skattpíning borgaranna af hálfu ríkisins og annað af því tagi hefur rýrt krónuna niður í nánast ekki neitt. En samt sem áður er krónan og verður króna. Varla nokkur af þeirri kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi myndi ómaka sig við að beygja sig niður til að taka upp krónupening þó hann sæi hann á götu, en við sem erum af gamla skólanum, við höfum enn í okkur virðingu fyrir peningunum. Ég fyrir mitt leyti get ekki með nokkru móti gengið fram hjá peningi sem liggur og gljáir á gangstéttinni, eða hvar það nú er, án þess að beygja mig eftir hon- um. Ég er fæddur og uppalinn í fjöl- skyldu þar sem peningar uxu ekki á trjánum í garðinum, þar sem maður sparaði peningana með gamla góða máltækið að leiðar- ljósi. „Margt smátt gerir eitt stórt.” Og fyrst ég er nú búinn að segja þetta þá skiljið þið hvers vegna ég stoppaði þegar ég var á leiðinni í gegnum stórmarkaðinn um daginn og sá allt í einu splunkunýjan og spegilgljáandi pening á gráa vínilgólfdúknum milli vörurekkanna. Ég heföi auðvitað getað beygt mig niður, eldsnöggt, tekið fimm- kallinn upp og stungið honum í vasann, horfið svo á braut. En ég er ekki svoleiðis. Fimm krónurnar hefðu getaö dottið á gólfið þegar maðurinn sem stóð við afgreiðslu- borðið var að fá til baka og ég hef sko ekki hugsað mér að gera mig að þjófi út af fimm krónum, nei ekki ég. Svo ég geröi allt annað. Ég hægði á mér, nam staðar við grind með silkibindum, fitlaöi svolítið við nokkur bindi og gaf fimm króna peningnum auga. Hann var kyrr á sínum stað. Enginn virtist sakna hans. Enginn gerði sig lík- legan til að beygja sig niður og ná í hann. Enginn var að sýsla við budduna sína í leit að týnda fimm- kallinum. Það var augljóst mál aö fimm- kallinn var heimilislaus. Hann beið eftir að einhver fyndi hann. Og sá sem fann hann var ég. Og fundinn fimmkall tilheyrir þeim sem tekur hann upp. Engan myndi dreyma um að fara á lögreglu- stöðina með pening svo rýran að kaupmætti sem fimm kr. pening- ur á svona verðbólgutímum eins og öllum er kunnugt um að ríkja. Fundnum fimmkalli stingur mað- ur í vasann rétt si-svona og svo kaupir maður kúlur fyrir hann, notar hann upp í kostnað af síga- rettupakka eða notar hann í spila- kassa og styrkir gott málefni, eða slæmt, í leiðinni. Það er enn ýmis- legt smálegt hægt að gera við fimm króna pening. Ég sleppti takinu á silkiháls- bindinu og hélt til baka. Með léttri og lipurri fótahreyfingu ætlaði ég að hnika fimmkallinum lítillega nær afgreiðsluborðinu, þar sem ég gat beygt mig niður án þess mikið bæri á og tekið peninginn upp. En lipurtáin mín var einum of létt og fimmkallinn lá eins og klessa á sama stað, nýsleginn og spegil- gljáandi á gráum vínildúknum. Ég tók svona fimm, sex skref eftir gólfinu, svo nam ég staðar, tók upp rúllukragapeysu eins og annars hugar, sneri mér viö, gekk hröðum skrefum til baka, beygði mig niður og tók fimmkallinn upp. . . . það er að segja ég náði ekki almennilegu taki á honum og þess vegna hélt ég áfram för minni og fór aftur að grindinni með silkihálsbindunum. Það leit út fyrir að fimmkallinn heföi í hita og þunga dagsins sokk- ið í gólfdúkinn. Þarna sat hann og 40 Vikan 1. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.