Vikan


Vikan - 05.01.1984, Síða 46

Vikan - 05.01.1984, Síða 46
FRAMHALDSSAGA þaö virðast vera ár, og eru þaö ekki indælir gullhamrar?” Lorraine virtist aldrei breytast, hugsaöi Dany, horfði á móöur sína með ástúölegu dálæti. Hún var ekki fögur á sama hátt og Amalfi Gordon, en henni tókst engu aö síður að virðast fögur og það dugði ekki síður vel. Hluti af aðdráttar- afli hennar, hugsaði dóttir hennar ástríöulaust, var eflaust hvað hún var lítil og þessi algjörlega vill- andi viðkvæmnisvipur. Það kom jafnvel lágvöxnum mönnum til aö finnast þeir stórir og sterkir og verndandi. Lorraine var í hvítum lérefts- kjól og meö perlufesti og hún leit ekki út fyrir að vera móðir neins — eða, ef því var að skipta, eigin- kona kraftalega, háróma, skeggj- aöa mannsins í saltflekkuðu fiski- mannsbuxunum og upplitaða bláa baðmullarbolnum. Hann virtist heldur stærri en eðlilegt var og var auöþekkjanlegur fyrir alla blaðalesendur í hvaöa landi heims sem vera skyldi sem Tyson Frost, höfundur Last Service for Lloyd, Clothe Them All in Green 0, The Sacred Swine og að minnsta kosti sex annarra skáld- sagna sem höfðu verið kvikmynd- aðar, sjónvarpaö, skilgreindar, á þær ráöist, eftir þeim hermt, vald- ar af bókaklúbbum og bókmennta- félögum og seldar í milljónaupp- lagi. Lash sagði stuttaralega: „Einkaritari minn, Ada Kitchell; frú Frost,” og Dany, sem heilsaði móður sinni hæversklega með handabandi, varð skyndilega gagntekin af móðursjúkri löngun til að skella hástöfum upp úr. Lorraine hafði ekki haggast en smágert andlit hennar hafði fölnað svolítið og blá augun þanist út af angri. Hún sagði dauflega: „Gleðurmig. . . ,”Ogsvohvíslaði hún miður sín: „Ástin — af hverju rautt? Og þessi andstyggilegi toppur!” Stór, sinaber hönd Tysons skall niöur á herðablöð Dany með þunga sem hún kiknaði undan: „Jæja, ungfrú Kitchell — gleöur mig aö hitta þig. Ykkur Bates stendur kannski á sama þó þið farið í pallbílnum með farangr- inum. Nei, Lorrie! Það er best að þú farir með Elf og Eddie og Nigel. Sælinú, Eddie. Skoppar til baka eins og gúmmítékki? Hvarfl- aði ekki að mér að við myndum hitta þig aftur hérna megin eftir að þú náðir þér í sandflugusótt eða hvað það nú var sem þú fékkst síðast þegar þú varst hérna. Nei, skollinn hafi það — það var blóð- kreppusótt, var það ekki? Gussie, ég fer með þér og Lash. Áfram meö ykkur, inn í bílana. ’ ’ Hann opnaði bíldyrnar og rak allt í einu augun í Seyyid Omar- bin-Sultan. „Halló, gamli úlfur. Vissi ekki aö þú kæmir aftur svona fljótt. Hvernig var næturlíf Nairobi?” Hann greip um handlegginn á Seyyid Omar og sagði: „Gussie, þetta er vinur minn. Ég vil endi- lega að þú hittir Seyyid. — Nú, hafiö þið hist! Gott. Jæja, komiö ykkur þá í bílana. Viö viljum ekki hanga héríallandag.” Gussie settist inn, Lash fylgdi á eftir. „Komdu og heimsæktu okkur um leið og þú getur,” drundi Tyson þegar Seyyid Omar gekk af stað í áttina að stórum hvítum bíl með skráningarplötu frá Zanzibar. „Hver í andskot- anum ert þú?” Hann starði illilega á Larry Dowling, sem tók ofan og brosti vingjarnlega. „Bara samferðamaður — stranglega ópólitískt séö,” sagði hr. Dowling. „Satt best að segja kom ég hingað í þeirri von að hitta þig, hr. Frost. Ef ég mætti líta ein- hvern tíma inn. ...” „Sem hvað? Sem lesandi minn eða fjölmiðlamaður?” „Hvort tveggja,” svaraði hr. Dowling strax. „Þá skal ég segja þér tíðindin undir eins,” þrumaði Tyson, „að ég fyrirlít lesendur mína af öllu hjarta og ég tala aldrei við fjöl- miðlamenn. Vertu sæll.” Hann stakk sér inn í bílinn, skellti á eftir sér og ók burt í ryk- skýi, eltur af konu sinni í næsta bíl og Dany, Millicent og farangrin- um í pallbílnum. Larry Dowling, sem var ekki óvanur svonalöguðu, brosti stuttu, glaðværu brosi til Dany, yppti öxlum meö heimspekilegri ró og veifaði leigu- bíl. Við öll önnur tækifæri og undir öðrum kringumstæðum hefði Dany heillast af Zanzibar við fyrstu sýn og þótt hún spennandi. En nú, þegar hún var loks komin, fann hún síður fyrir létti en fyrir ofboðslegri þreytu. Hún hafði, eins og Lash hefði oröað það, klofið þetta. En það virtist ekki skipta máli. Pallbíllinn, hátt hlaðinn af ferðatöskum af ýmsum gerðum og með brosandi Afríkumann í smekklegum, hvítum einkennis- búningi og með rauðan fez við stýriö, þaut með þau eftir hvítum, skuggaflekkuðum vegum, vörð- uðum trjám eða pálmum, framhjá pastellitum húsum og hafi sem stöku sinnum sást bregða fyrir, glitrandi bláu eins og brotnum safírsteini. Híbiskus, óleander, bignóníur og villikaffi prýddi vegkantana og skærlitar flækjur vafningsviöar flæddu yfir garðveggi með íburðarmikilli litadýrð. Og svo voru þau komin í bæinn og þræddu sér leið löturhægt eftir götum sem voru svo mjóar aö fólkið sem bjó gegnt hvert öðru viö þær hlaut að geta tekist í hendur út um efri gluggana. Há, hvítkölkuð hús, svo há að göturnar voru eins og djúp gil og sprungur. Heitir hvítir veggir, heitir svartir skuggar og hvítklæddir, svartleitir menn. Risastórar, íburðarmiklar hurðir, prýddar stórkostlegum útskuröi og stórum málmbroddum. Angan Sigurdar Hákonarsonai’ láttu nú loksins verða af því skelltu þér í dans með nýju ári kennum alla almenna dansa cþvingað og hressilegt andrúmsloft innritun og allar nánari upplýsingar daglega frá kl. 10-19 Q46776 46 Vikan 1. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.