Vikan


Vikan - 05.01.1984, Side 48

Vikan - 05.01.1984, Side 48
\TPösturinn AIRMAIL PAR AVION Fyrir 1. des. Kœri Póstur! Ég er alveg í vandrœdum. Málió er að ég bjó úti á landi í fgrra (hjá. . . ) en þegar ég bjó þar byrjaði ég rneð strák sem við skulum kalla O. En ég er 14 ára og heft oft sofið hjá 0 (en er ekki ólétt). Svo vildi mamma fá mig og ég varð að fara en O, sem er 15 ára, sagði mér að koma oft í heimsókn. Ég kom í heimsókn aðra hverja helgi. Núna er mamma búin að samþykkja að ég flytji aftur til. . . (flyt 1. des.) en þegar ég fór í heimsókn um daginn sá ég O vera að sleikja stelpu. Hann gekk svo að mér og sagði niér upp. Eg varð alveg brjáluð en vinur O, serti við skulurn kalla G, róaði rnig og ég var hjá lion- urn alla nóttina. En ég er hrifin af O, hef verið með honum tvisvar sinnurn áður og ég þoli ekki þriðju uppsögnina. Hvað á ég að gera þegar ég flyt til. . . ? Loka rnig inni? Eg þoli ekki að liorfa á 0 rneð annarri stelpu. Eða á ég að byrja með G? Hvað á ég að gera ef O biður rnig að bgrja með sér aftur? Þú verður að hjálpa rtiér fyrir 1. des. ogþú rtianst að ég er ennþá hrifin afO. Ein alveg í vandrœðum. Því miður, Póstinum var alveg ómögulegt að koma til þín svari fyrir 1. desember vegna vinnslu- tíma blaðsins. Til þess að svo gæti orðið hefði bréfið þitt orðið að berast talsvert fyrr. Hins vegar færðu samt svar í þeirri von að eitthvað nýtist þér af því, þótt nokkur tími hljóti að vera liðinn frá því að þú fluttir. 48 Víkan I. tbl. Auðvitað geturðu gert ýmislegt í málunum — nema að loka þig inni. Þaö er yfirleitt ekki vænlegt til árangurs í lífinu að neita aö horfast í augu viö erfiðleik- ana og stinga höfðinu í sandinn. Og þú ert heldur ung til að gefast upp svona baráttulaust. Einn möguleikinn hefði reyndar verið sá að sleppa því að flytja aftur til. . . og þá aö búa hjá mömmu þinni á meðan verstu sárin voru að gróa. Og kannski geturðu gert það ennþá? Að halda áfram að hugsa um 0 er sennilega misráðið — jafnvel þótt þú sért hrifin af honum ennþá. Hann er greinilega ekki af þeirri gerðinni sem borgar sig að treysta á til lengdar og tæk- irðu aftur upp samband við hann er einkum tvennt sem kæmi í veg fyrir að þú hefðir af því nokkra ánægju. Annars vegar slæm reynsla sem þú hefur af 0 frá fyrri samböndum og hins vegar (eða þar af leiðandi) hræðslan við þriðju uppsögnina, sem al- veg örugglega verður ein- hvern tímann að veruleika. Þá er að vísu ekki hægt að segja til um meö nokkru öryggi hvort ykkar yrði fyrra til í því tilviki — kannski jafnvel bæði búin að fá nóg — ef tekið er mið af aldri ykkar er næstum öruggt að þið hangið ekki saman lífsgönguna á enda. Sem betur fer, hugsarðu eflaust síðar! Og að byrja með G! Hvað vinnurðu með því? Það er allt í lagi ef þú ert hrifin af honum og langar til þess en ef svo er ekki skaltu láta það vera. Heim- urinn er hreinlega troðfull- ur af karlmönnum og þú ert ekki orðin þaö öldruð enn- þá að þér verði skotaskuld úr því að krækja í einn slíkan þegar þér hentar. Flýttu þér hægt, þú getur treyst því að eintökin eru ekkert að verða uppurin og fátt er verra en að sitja uppi með einhvern sem maður í rauninni kærir sig ekki vitund um. Það er ekki lögboðið hérlendis að vera meö einhverjum af hinu kyninu allan ársins hring og smáhvíld gæti svo sann- arlega orðið þér hin ágæt- asta tilbreyting.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.