Vikan


Vikan - 05.01.1984, Blaðsíða 50

Vikan - 05.01.1984, Blaðsíða 50
Fjölskyldumál Batnandi manni er best að lifa Fyrir flesta eru áramót alveg sárstök. Flestir búast við að finna alveg sárstaka tilfinningu á þessum tímamótum. Gamla árið líður undir lok og nýja árið blasir við eins og óskrifað blað. Eins og á jólum tengjast áramótin gjarnan fjölskyldunni og nánustu vinunum, þeim sem maður hefur eytt gamla árinu meó, súru og sætu. Gamlárskvöld og gamlar hefðir Flestir vilja hafa gamlárskvöld- iö með alveg sérstökum blæ. Margir vilja halda gamlárskvöld- iö hátíðlegt meö matseðli sem er sá sami ár eftir ár. Á íslandi gegnir sjónvarpiö mikilvægu hlutverki við að kveðja gamla árið. Fjölskyldan safnast gjarnan saman og horfir á inn- lendan og erlendan annál ársins sem er aö líða. Þá rifjast upp ótal atburðir, stórslys, hamfarir og stjórnmálaatburðir sem tilheyra þessu ári í minningunni. Síðan er „skaupið” þar sem gert er grín og glensað margt um menn og mál- efni. „Skaupið” er ætíö viðkvæmt mál á heimilum. Það getur verið mikið tilfinningamál hvort árinu eru gerö góð eða vond skil. Það eru miklar kröfur gerðar á gamlárskvöld, ekki bara til sjón- varps heldur líka til þeirra skemmtana sem efnt er til. Þær eiga að heppnast vel af því að gamlárskvöld er svo sérstakt. Þær hefðir sem taldar eru ómissandi af mörgum eru að hlusta á forsætisráðherra og út- varpsstjóra rétt í þann mund sem áriö er aö hverfa út í blámann. Þaö er mikilvægt að þeim mælist vel. En það eru ekki bara fjölmiðlar sem gera yfirlit yfir árið sem er að líða. Margir hafa þann sið að líta yfir dagbækur og bréf ársins og hugsa um leið til baka. Árið sem aldrei kemur til baka Þegar klukkan fer aö nálgast 12 á gamlárskvöld verða margir við- kvæmir og fyllast eftirsjá. Það er svo óafturkallanlegt og margir fá alveg sérstaka tilfinningu við það að finna að ekkert stöðvar tímann. Stundum finnst þá manninum hann verða lítill gagnvart máttar- völdunum. Ef árið sem er að líða hefur haft í för með sér miklar breytingar, þannig að lífið hefur tekið nýja stefnu, verða minningarnar sérstaklega áleitnar. Þeir sem orðið hafa fyrir áföllum á árinu, til dæmis vegna nýafstaðins skilnaöar eða dauðsfalls í fjöl- skyldunni, eiga sérstaklega erfitt. Árinu er að ljúka og staðreyndirn- ar blasa við. Þá getur verið erfitt að byrja nýja árið og gleðjast með hinum. Að byrja nýja árið Þegar flugeldar og sólir hafa borið þakkir og kveðjur til gamla ársins og „Nú árið er liðið” hefur hljóönað er hægt að taka til við að heilsa nýja árinu með flugeldum, blysum og kossum. Þá kemur gjarnan glaðlegur svipur á marga og áramótagleðin tekur nýja stefnu. Nú á að fagna nýju ári með gleði og bjartsýni, eftir hátíðleika og virðulegar kveðjur til gamla ársins rétt áður. Það er því oft ekki fyrr en daginn eftir sem margir fara að velta því fyrir sér hvaö nýja árið komi til með að bera í skauti sér. Nýtt ár — nýtt líf? Þegar árið er að hefjast finnst mörgum þeir standa andspænis lífinu eins og dálítið upp á nýtt. Flestir hafa þörf fyrir að spá í það óþekkta. Hvað kemur þetta ár til með að bera í skauti sér fyrir mig? Ætli þetta verði gott ár eða erfitt og leiðinlegt? Dagblöð og tímarit birta gjarnan spár af ýmsu tagi þar 50 Víkan 1. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.