Vikan


Vikan - 05.01.1984, Síða 60

Vikan - 05.01.1984, Síða 60
ÍSp°pp Endurfæöing tölvupoppsveitar Sonus Futurae geysist fram á sjónarsviðiö á ný Hljómsveitin Sonus Futurae vakti töluverða athygli fyrir jólin 1982 með sex laga plötu sinni sem í munni almennings fékk nafnið Skyr með rjóma. Platan varð sæmilega vinsæl en hún seldist því miður ekki nógu vel. Hljómsveitin hefur nú endurskipulagt sjálfa sig, er orðin f jög- urra manna og komin með ný hljóðfæri, nýtt útlit og að öðru leyti breytt frá því sem áður var. Ég hitti tvo félaga úr hljómsveitinni, þá tvo sem urðu eftir úr upphaflega bandinu, Þorstein og Kristin. Það var Jón Gústafsson sem gekk úr Ingólfsbrunnur Við komum okkur vel fyrir í því indæla veitingahúsi Ingólf sbrunni og fengum okkur kaffi. Hefur tónlistin þá breyst? — Þetta er orðið miklu alvarlegra nú. Áður gerðum við tónlist til að skemmta fólki en nú er meira power í mögnurunum, auk þess sem við erum búnir að setja gítar inn í. Það er Kristinn sem spilar á gítar- inn og syngur líka, eins og hann gerði í fjórum lögum á Skyr-plöt- unni. Ég spyr hann af hverju hann hafi ekki sungið í öllum lögunum á plötunni. — Það kom upp ruglingur í málinu. Jón söng tvö lög á plötunni, eiginlega af því að hann vildi það en ekki við. Okkur greindi á um grund- vallaratriði í tónlistinni og okkur fannst betra að fá synthesizera í staðinn. Ég sé því algjörlega um sönginn núna og spila líka á gítarinn. Græjurnar Hljóðfæraskipan Sonus Futurae er líklega engu lík hér á landi. Hljóm- sveitarmenn eiga fjöldann allan af hljómsveitinni en í stað hans komu þeir Hlynur Halldórsson og Ólafur Héðinn Friðjónsson. Kristinn og Þorsteinn upplýstu mig um það, þar sem við sátum á fremur skuggalegu veitinga- húsi í miðbænum, að æfingarnar gengju ágæt- lega en það væri deyfð í bransanum og slöpp aðsókn að hljómleikum. Við ákváðum því að færa okkur um set á heilnæmara kaffihús. Á leiðinni þangað talaði Þorsteinn um að gengið hef ði vel að fá staði til að spila á en erfitt væri að losna við Skyr-ímyndina. synthesizerum og trommuheila sem þeir kalla Drumalator. Er ekki erfitt að vinna upp þessa tækni? — Jú, það er svolítið mál. Það fer ekki hver maður út í það að kaupa sér synthesizer og trommuheila. Menn verða að kunna að fá sánd út úr gripunum, sánd sem passar við laglínuna. Við byrjum til dæmis á því að taka upp demó eða hljóm- prufu af lögunum, en flestar aðrar hljómsveitir byrja á því að æfa lögin. Hvað er langt síðan hljómsveitin varð til? — Eitt og hálft ár. Af hver ju byr juðuð þið? — Við vorum búnir að vera að þvælast í hinum og þessum grúppum og ákváðum að gera loks eitthvað af viti. Éftir plötuna sáum við fram á að það var ekki hægt að selja hrátt tölvupopp hér á landi svo að við ákváðum að fara út í að blanda hefð- bundnum hljóðfærum eins og gítar inn í þetta. Hverjir búa til lögin? — Við Kristinn búum til lögin, segir Þorsteinn, ég á gítar og hann á píanó. Þetta er eiginlega bara sköpunargleði, við höfum þörf fyrir að spila músík, ólæknandi músík- bakteríu. — Fíkniefni og brennivín á ekki vel við þegar verið er að spila. Ef einhver kæmi fullur á æfingar eða hljómleika þá mundi hann fjúka úr hljómsveitinni um leið. Við höfum yfirhöfuð ekki mikil samskipti við bransann, sem svo er kallaður, heldur reynum að halda höfði. Hvort er einfaldara að koma á fót tölvuhljómsveit eða venjulegri rokk- hljómsveit með gítar, bassa og trommum? — Það er einfaldara að koma rokkhljómsveit á laggirnar. Samt er einfaldara að blekkja í synthahljóm- sveitum því að í þeim þarf ekki að kunna eins mikið á hljóðfærin. — Við gjörbreytumst þegar við förum upp á svið. Þá erum við eins og leikarar, tökum myndbreytingu, klæðumst nýjum fötum og svo fram- vegis. Að þessu sögðu var kaffið á þrotum, spurningar blaðamanns á þrotum og ekkert annað eftir en að standa upp og þakka fyrir sig. TEXTI: ÁRNI DANÍEL 60 Vikan I. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.