Vikan - 07.06.1984, Blaðsíða 5
Anna Margrét er 18 ára Reyk-
víkingur og stundar nám í Fjöl-
brautaskólanum í Breiöholti.
Hún hefur sýnt meö Módel 79 og
vinnur í tískuversluninni Sautján.
Hún er 173 sm á hæð.
Arnbjörg Finnbogadóttir en
Ólafsvíkingur, tiltölulega nýflutt
til höfuðborgarinnar. Hún er
klínikdama á tannréttingastofu
Ólafs Björgúlfssonar og Ragnars
Traustasonar. Hún er 173 sm á
hæö.
Allar hljóta stúlkurnar ferðir til
Ibiza að launum, stjórnurnar tvær
fá þriggja vikna ferðir en hinar
fjórar vikuferðir. Þar að auki fer
Stjarna Hollywood, sem jafnframt
er Fulltrúi ungu kynslóöarinnar
1984, og kemur fram fyrir Islands
hönd í hinni alþjóðlegu keppni
Miss Young International sem
haldin verður í Kóreu síöar á
þessu ári. Þar að auki rigndi
góðum gjöfum yfir stúlkurnar:
Snyrtivörum frá Dior, Sandeman
líkjör, Orion vasadiskó, blómum
frá Stefánsblómum, Pulsion
ilmvatni, fötum frá Goldie — og
eflaust er hér einhverju óverð-
skuldaö gleymt í hita leiksins.
Heiðursgestur kvöldsins var
nýkjörin Fegurðardrottning Is-
lands, Berglind Johansen, sem
krýndi Stjörnu Hollywood með aö-
stoð Jóhönnu Sveinjónsdóttur,
Stjörnu Hollywood 1983.
Framkvæmdastjórar keppn-
innar voru Kristjana Geirsdóttir
og Vilhjálmur Astráösson. Brósi
sá um hárgreiöslu og Hrefna
O’Connor snyrti með vörum frá
Dior. Búningahönnuður keppninn-
ar var Dóra Einars en Sóley
Jóhannsdóttir þjálfaöi sviðsfram-
komu með stúlkunum og aðstoðaði
á ýmsa lund. Allt þetta fólk átti
sinn ómetanlega þátt í því hve
lokakvöldið fór glæsilega fram og
stemmningin var mikil í húsinu.
Dómnefnd skipuöu: Olafur
Laufdal, veitingamaður í Holly-
wood og víðar, Sigurður Hreiöar,
ritstjóri Vikunnar, Knútur
Oskarsson, framkvæmdastjóri
innanlandsdeildar ferðaskrifstof-
unnar Urvals, en þessi fyrirtæki
standa að keppninni. Ennfremur
áttu sæti í dómnefndinni Jóhanna
Sveinjónsdóttir, Stjarna Holly-
wood 1983 og Kolbrún Anna Jóns-
dóttir, Fulltrúi ungu kynslóðarinn-
ar 1982.
23. tbl. Vikan S