Vikan


Vikan - 07.06.1984, Blaðsíða 11

Vikan - 07.06.1984, Blaðsíða 11
Margt smátt Gamli seigur... „still going strong”! Þaö er eins og sumir menn eldist bara hreint ekki! Sir John Gielgud er einn af þeim. Hann er þekktur fyrir frábæra dramatíska túlkun á ýmsum sviðsleikritum. Hann hefur þar aö auki gert það gott í kvikmyndum, alvarlegum og gamansömum, til dæmis Arthur, og einnig í sjónvarpsþáttunum Brideshead Revisited. En nú ætlar þessi 80 ára gamli leikari að sýna hæfileika á nýju sviði. Hann leikur pönkara í nýjustu mynd sinni, Scandalous, og þykir gera þeð meö mestu ágætum. Dolly Parton og Silvester Stallone mættu til aö auglýsa nýjustu kvikmynd sína, en allir gleymdu aö spyrja út í efni hennar. Af hverju skyldi þaö nú hafa verið? Dolly með línurnar í lagi Dolly Parton var ein vinsælasta kántrísöngkona Bandaríkjanna þegar hún lagði sönginn að hálfu leyti á hilluna og tók að leika í kvikmyndum. Leikræn frammistaða hennar þykir nú svona og svona, en það breytir því ekki aö Bandaríkjamenn elska hana Dolly og þyrpast á myndirnar til aö dást aö henni. Aðdáendur hennar ættu því ekki aö verða fyrir vonbrigðum meö næstu mynd Dolly Parton. Sú heitir RHINESTONE sem í sjálfu sér er ekkert til aö gera veður út af. Framleiðandinn er enginn annar en Silvester Stallone og hann sá um að línurnar á Dolly Parton yröu í lagi fyrir tökur kvikmyndarinnar því honum þótti hún heldur vera farin aö síga á ógæfuhliðina hvað mataræöið snerti. Honum tókst svo vel upp aö er þau mættu á blaðamannafund á dögunum til að auglýsa upp kvikmyndina mændu allir á brjóstgóða hlutann á Dolly Parton og enginn spurði neitt út í efni kvikmyndarinnar. Moskvich + Porsche = Lada? Aðdáendum sovéskra glæsivagna til ánægju er nú verið að leggja síðustu hönd á nýja útgáfu af LADA. Nýi bíllinn, sem sagður er líta út eins og blanda af Opel Kadett og Citroen Visa, er að mestu hann- aður af Porsche í Þýskalandi og heitir Lada 2108. Hann er framhjóladrifinn, ýmist þrennra eða fimm dyra, og hægt er að velja um 1200, 1300 eða 1500 rúmsentímetra sprengirými í vél sem liggur þvert. Aflið er 60—75 hestöfl. Samið hefur verið við þýsk iðnfyrirtæki um tæknisamvinnu við hinar sovésku Togliatti-verksmiðjur sem fram- leiða Lada bifreiðarnar. Bíllinn, sem nú er sagður vera í reynsluakstri víða um Evrópu, verður sýndur á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt í september 1985. Talið er líklegt að hann verði fáanlegur hér á árinu 1986. 23. tbl. Vikan II
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.