Vikan


Vikan - 07.06.1984, Blaðsíða 18

Vikan - 07.06.1984, Blaðsíða 18
Lawrence Millman Smásaga Handayfiríagning Þegar séra Frank James sté í fyrsta skipti í stólinn í babtista- kirkju hins frjálsa vilja í Agamenticus í Maine hleypti hver einasti maöur sem þar var brúnum. Opnunarsálmurinn var sunginn í kapp við hvískrið. í miðri ræöunni, en efni hennar var „gakk inn í herrans helgidóm”, fórnaði hin feitlagna Hattie Fawcett höndum og hrópaði „Nei, nei, nei!” og stikaöi út úr kirkj- unni eins hratt og hún mátti. Þetta var í fyrsta sinn sem hún hafði séð þeldökka manneskju í nálægð. Þegar presturinn spurði hvort einhver vildi koma upp gaf enginn sig fram. Organistinn lék samt sem áður „Hér kem ég seki synd- arinn”. Þessi sálmur hafði ávallt verið ómissandi þáttur guðsþjón- ustunnar. Söfnuðurinn söng eins og hann væri við jaröarför. Á eftir safnaðist hópur af áhyggjufullum konum saman hjá Meredith Neddick og þær ræddu saman langt fram eftir degi. Það hafði verið auglýst eftir presti en enginn hafði búist við manni eins og Frank James. Maður skyldi ætla að hann vissi betur en svo að voga sér til Agamenticus. Konurn- ar veltu því fyrir sér hvort ef til vill væri verið aö hafa þær að spotti. „Mér er þetta alveg hulin ráögáta,” sagöi Meredith. „Anthea talaöi við hann og hún myndi aldrei hafa málefni kirkj- unnar í flimtingum. Hún hlýtur að hafa haft sínar ástæður fyrir því aðráða manninn.” „Hún hefur ekki verið alveg með sjálfri sér upp á síðkastið,” sagði einhver. „Hún kom ekki í kvenfélagskaffið í síðustu viku. ’ ’ „Og ekki á samskotaborðhaldiö þar áður.” „Það er alls ekki líkt henni.” Ordney, afi Antheu Peary, hafði stofnað kirkjuna vegna þess aö frí- kirkjusöfnuðurinn í bænum haföi ekki haldið nógu fast við fagnaðar- erindið. Ordney hafði verið fyrsti prestur kirkjunnar. Edgar sonur hans varð næsti prestur. Að honum látnum hafði kallið í raun gengið í erfðir til Antheu dóttur hans þótt ekki erfði hún kjólinn. Söfnuðurinn sat og stóð eins og hún skipaði. Hún kunni hvorki sælu- boðoröin né spámenn ísraels en hún rak kirkjuna meö harðri hendi. Hún réð alla starfsmenn, frá presti niður í garðyrkjumann. Aðeins með því að skoöa hjarta mannsins og finna þar heilagan anda gat hún séð hvort hann var fær um að fást við fíflana á gras- flötinni við kirkjuna á hverju vori. Meredith ákvað að einhver yrði að heimsækja gömlu konuna og komast að því hvers vegna hún hafði lagt blessun sína yfir að ráða mann sem var svo gjörsamlega óhæfur til starfans. Daginn eftir óku þær Faith Chase upp hæðina að stóra gula húsinu, heimili forfeðra Peary- anna síðan í indíánadrápunum 1693. Byggingin var í senn bæði víggirt og vinaleg og þurfti mjög á endurnýjun að halda. Tólf kyn- slóðir sömu ættarinnar höfðu lifað 18 Vikan 23. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.