Vikan


Vikan - 07.06.1984, Page 19

Vikan - 07.06.1984, Page 19
og dáiö þarna. Fólkiö haföi yrkt harðan jaröveginn svo lengi aö það hafði orðið dálítiö hörkulegt sjálft. Anthea var síöasti ættlið- urinn, ógift og hörkulegust af þeim öllum. Sjálfsnægtarbúskap- ur Pearyanna birtist hjá henni í undarlegustu mynd. Sagt var aö hún fleygði aldrei nokkrum sköp- uðum hlut. Bæjarbúar sögöu í gríni að hún geymdi jafnvel notaðan klósettpappír. Allir gömlu bílarnir sem hún og faðir hennar höfðu átt voru í hlöðunni, gjörsamlega ónothæfir. Þeir voru þó þvegnir og bónaðir á nokkurra mánaða fresti eins og hún vænti þess aö eitthvert kraftaverk gæfi þeim lífsandann á ný. I þrjátíu ár hafði hún haft sömu ráðskonuna, Söru Cardwell, í þjónustu sinni þó hún gerði annars flest húsverkin sjálf. Hún hafði aldrei treyst þeirri konu almennilega. Sara Cardwell kom til dyra. Hún sagði Faith og Meredith að gömlu konunni hefði ekki liðiö sem best í seinni tíð. Eitthvað alvarlegt? spurðu þær. Bara þetta venjulega, sagði Sara. Gigt, meltingartrufl- anir, höfuðverkur og sjónin. „Jæja, við veröum að tala við hana,” sagði Meredith. „Það er varðandi kirkjuna.” „Fyrst svo er. . .” Og þeim var fylgt eftú- gangi, sem lyktaði á sinn sérstaka hátt, að hluta af hús- gagnabóni, að hluta af rósailmi, upp stigana og inn í svefnherbergi Antheu, þar sem þær fundu gömlu konuna sitjandi við gluggann við að klippa á sér neglurnar. Hún var enn í náttkjól og með nátthúfu. Hvítt hárið valt undan húfunni eins og það væri um það bil að hefja skipulagða fjöldaflutninga af höfðinu. Hún sneri sér við til þess aðheilsa. „Gloria, er þaö ekki? Gloria Hastings. Þaö er sannarlega ár og dagur...” „Nei, Anthea. Meredith Neddick. Þekkið þér mig ekki? Eg er hérna með Faith Chase. ” „Það er nefnilega það! Ég er að verða blind. Ég hef verið að velta því fyrir mér vikum saman en nú veitég það.” „Blind?” „Já. Það er alveg furöulegt. Suma daga sé ég greinilega turn- inn uppi á brúninni á Mount Aggie. í gær sá ég meira að segja kóli- brífugla á flögri þar. En oftast er heimurinn í algjörri móðu líkt og ég horfi í gegnum grisju.” Hún leit á þær meö óskaplegum angistarsvip. „Mér þykir það leitt,” sagði Meredith. „Þér hafið víst nóg á yðar könnu svo við séum ekki að íþyngja yður. En ég er hrædd um að þetta mál þoli enga bið. Munið, presturinn sem þér réðuð? Ég veit ekki hvort þér tókuð eftir því en hann er svartur eins og spaöa- ásinn?” „Ég heyri ekki almennilega hvað þú segir. Hvað sagðirðu? Um spaðaásinn?” „Ég sagði: Þér réðuð svartan mann í prestsembættið. Það er ekki yður líkt.” „Það hefur enginn svertingi komið hingað síðan Mack Cren- shaw fann einn á kafi í öskutunn- unni. Og hann var hrakinn aftur til Portland. Við viljum enga ræfla hingaö.” „Ég er ekki að segja að séra James sé að róta í öskutunnunum en þér hefðuð átt að sjá hann við messuna í gær. Að heyra „vor guð er borg á bjargi traust”af þessum vörum...” „Svo sannarlega,” sagði Faith. „Ég réð ungan mann frá Nýfundnalandi. Hann sagðist vera þaðan. Hann minntist ekkert á að hann væri svartur.” „En það er nú einmitt það sem hann er. Þér réðuð negraprest. Þér hefðuð átt aö taka betur eftir.” „Taka betur eftir,” hreytti gamla konan út úr sér. „Hvernig á ég að taka betur eftii'? Ég er átta- tíu og eins árs og augun eru aum og sjónin að daprast. Það er allt í móðu. Ég verö örugglega orðin blind eins og leðurblaka áöur en líður á löngu og þið eruð að segja mér að taka betur eftir. Hann sagði mér að hann væri frá Nýfundnalandi. Það er allt og sumt sem ég veit um málið.” „Ég þori að veðja að það eru til svartir á Nýfundnalandi,” sagði Faith. „Hann talaði ekkert um það við mig hvernig hann væri á litinn. Við töluðum aðallega um fjöl- skyldu mína. Hann vildi fá að vita hvort ég væri nokkuð tengd Peary sem fór á pólinn. Eg sagði honum að það Pearyfólk væri frá eyju í Cascoflóa. Ég sagði honum að við værum ekkert tengd. Þetta var það eina sem okkur fór á milli.” „Hvað um það, ég vil fá að vita hvað þér ætlið að gera núna,” sagði Meredith. „Maðurinn virðist svo sem geta flutt sæmilega ræðu. Hann tónar ekki illa heldur. En auðvitað... auövitað.. ” Gamli hvassi tónninn var nú aftur kominn í rödd Antheu þegar hún barði í gluggakistuna: „Nóg um þaö. Komið með manninn til mín!” Séra James var að höggva við bak við sunnudagaskólaálmuna. Hann var með uppbrettar ermar og Meredith sá að handleggirnir og úlnliðirnir voru sverir og hend- urnar gríðarstórar. Hún gekk varlega til hans. Hún hafði heyrt sögur, skelfilegar sögur um svarta karlmenn og ljóshærðar konur, og þó hárið á henni væri ekki eðlilega ljóst gæti það samt verið nógu eðlilegt fyrir þennan mann. „Góðan daginn, séra James.” Hún hélt sig í öruggri fjarlægö, upp við sunnudagaskólahúsið. „Daginn, frú. Það er blessuð blíðanídag.” „Ætliö þér að fara að kveikja upp, séra James?” „Nei, nei.” Hann sá aö hún vildi spjalla viö hann og lagði því frá sér exina og gekk til hennar. Hún hörfaði undan. „Ég er að höggva þetta fyrir veturinn,” sagöi hann. „Á mínum heimaslóöum þykir aldrei of snemmt að höggva kubba. Þeir kalla eldiviðinn það á Nýfundna- landi, kubba. Gömlu mennirnir hjuggu venjulega og hlóðu upp fyrir tvö ár fram í tímann. Þannig þornar viðurinn betur. Það vantar ekki heimskautakuldana fyrir noröan, frú mín góð.” „Hann er nú heldur ekki sérlega skemmtilegur, veturinn í Maine.” Það er þó ekki líklegt að þú verðir hér í vetur, hugsaði hún með sér. Hún sagði: „Anthea Peary vill hitta yður aftur. Hún vill hitta yður núna.” „Anthea Peary. Er hún nokkuð veik? Henni virtist ekki líða sér- lega vel þegar ég var hjá henni. Hún er lasburða, gamla konan. En hún fylgist eins vel með og hægt er.” „Ég held að það sé nú ekki vegna heilsunnar sem hún vill sjá yður.” „Hún bað mig afsökunar á því að hún gæti ekki komið til kirkju. Ég sagði henni að það skipti ekki máli. Hver sem orðinn væri áttræður gæti rétt eins þjónað Drottni heima hjá sér eins og í kirkjunni.” „Ég held að það sé vegna . . . vegna...” Meredith gat ekki sagt það, „launanna yðar. Já, vegna þeirra. Ég held að hún vilji fá að vita hvort þér séuð fáanlegur til að samþykkja smákauplækkun. Baraumtíma auðvitað.” Brosið hvarf af andliti prestsins. „Við verðum nú að sjá til meö það,” sagði hann. „Ég hef fyrir stórri fjölskyldu að sjá. Ungfrú Peary hlýtur að vita það. ” „Ég er viss um það, séra James. Þó hún sé orðin gömul fylgist hún eins vel með og þér og ég.” „Hún er að borða hádegismat- inn,” sagði Sara Cardwell. Gestunum var fylgt inn í eldhúsið þar sem Anthea sat álút yfir skál með kjötseyöi. Það var eins og hún væri að vernda skálina fyrir ósýni- legum óvinum. Gamla konan leit strax á prestinn en það var aug- ljóst að hún gerði sér ekkert frekar grein fyrir litarhætti hans en áður. Loks ýtti hún frá sér skál- inni og reyndi að festa augun á honum. „Sjónrn er ekki eins góð og áður, séra James. Ég fékk yður hingað til þess að komast að því hvort þér hefðuö notfært yður það. Ef svo er verður yöur ekki sýnd nein mis- kunn hér, alls engin. Þér hljótið aö vita að það er mjög ókristilegt að notfæra sér ástand gamallar konu. Það er nokkuð sem búast mætti viö af heiðingja eöa gyðingi en miklu síður af baptistapresti.” „Notfæra mér yður? Ég skil ekki alveg, ungfrú Peary. Þér nefnduð kaupið og ég gat vel sætt mig við það. Ef þér hafið nú skipt um skoðun væruð þér frekar að notfæra yður mig, held ég.” „Kaup, kaup,” sagði Anthea og bandaði út hendinni. „Dóttir mín þarf að fá spengur. Okkur vantar bíl. Ég hélt aö það væru aðeins kaþólikkar sem héldu á lofti „fegurð fátæktar hemp- unnar”. Þér viljið fá kaþólskan prest í stólinn, er ekki svo, ungfrú Peary?” „Auðvitað ekki. En málið snýst ekki um kaupið, séra James.” „Hvaöerþaðþá?” „Það er hvort þér hafið rang- fært, uhm, skilyröin til þess að fá þetta embætti.” „Ég uppfylli öll skilyrði. Eins og ég hef áður sagt yður var ég vígð- ur frá guðfræðistofnun baptista í Nova Scotia. Þér getiö skrifað þangað...” „Ég vil ekki skrifa þangað. Ég vil...” „Ungfrú Peary vill vita hvort þér hafið reynt að slá ryki í augun á henni,” bætti Meredith við. „Slá ryki í augun? Ég skil ekki.” „Það sem ég ætlaði að segja, séra James, er þetta: Luguð þér að mér eða ekki um arfleifö yðar?” „Þaö er kaupið, er þaö ekki? Þér áttuö enga peninga, var það ekki? Og þér fenguð mig hingað og nú ætlist þér til að ég vinni kaup- laust. Er þaö ekki rétt?” „Nei! mótmælti gamla konan. 23. tbl. Vikan 19

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.