Vikan


Vikan - 07.06.1984, Qupperneq 26

Vikan - 07.06.1984, Qupperneq 26
Spennusaga Hillary Waugh M ike Galton rannsóknarlög- regluforingi, eða „karlinn” eins og undirmenn hans titluðu hann, stóð og horfði á konulíkið. Þaö var í bláum náttkjól og flónelsslopp og lá samanhniprað á eldhúsgólfinu. Konan var þrjátíu og þriggja ára og fremur þybbin, dökkhærð og kannski tíu kílóum of þung. Það vissi enginn hvort hún hefði verið lagleg eða ekki því að höfuðkúpan var í molum. Poki með nýlendu- vörum lá á eldhúsborðinu og bak- dyrnar voru opnar. „Búið aö kalla á ljósmynd- ara?” spurði karlinn William Dennis, ungan rannsóknarlög- reglumann. „Já, sir, og réttarlækni líka.” Karlinn sneri sér við og fór inn í setustofuna þar sem Joseph Eld- ridge, eiginmaður hinnar látnu, sat með hendur milli hnjánna. Lögreglumaöur var rétt hjá og reyndi að láta lítið á sér bera. „Kom þetta rör einhvers staðar að innan?” spurði karlinn. Joseph Eldridge leit á rann- sóknarlögreglumanninn. Hann var þreytulegur og fölur. „Nei,” sagði hann og hristi höfuöiö. „Ég hef aldrei séð það áöur. ” „Viltu segja mér hvað kom fyr- irídag?” „Ég fór að kaupa í matinn eins og á laugardagsmorgnum...” „Kaupir þú í matinn?” „Konan mín kennir alla vikuna. Ég vil — vildi að hún hvíldi sig um helgar.” „Vinnur þú eitthvaö, Eld- ridge?” „Ég?” Honum virtist brugðið. „Já, ég er sölumaður.” Svo sagði hann: „Ég tek aldrei peninga frá henni. Við lifðum á mínu kaupi.” „En hún var kennari? ” Joseph Eldridge kinkaði kolli. „Já, hún vildi kenna. Hún vildi ekki hætta, þegar viö giftumst, og ég vildi ekki neyöa hana til neins.” Hann andvarpaði. Mike Galton kinkaði kolli. „Og þú kaupir í matinn á laugardags- morgnum. Hvaö kom fyrir núna?” Eldridge leit niður fyrir sig. Hann náöi varla andanum. „Það er ekkert að segja. Ég fór í búðir. Ég keypti í matinn. Ég ók heim, kom inn og — fann hana svona. ” „Veistu hver gerði það? ” Hann hristi höfuðið. „Ég get ekki ímyndað mér það. ” Dennis spurði: „Fórstu inn í svefnherbergi?” Eldridge kinkaði kolli. „Ég hringdi til ykkar. Síminn er þar.” „Snertirðu eitthvað?” „Nei.” Dennis sagði við karlinn: „Það leitaði einhver í svefnherbergis- skápunum, foringi. Skúffunum líka.” „Var eitthvað verðmætt í hús- inu, Eldridge? ” spurði Galton. „Nei, kannski fáeinir dalir, og May átti hringi sem hafa kostað — svona hundrað dali.” Ljósmyndarinn kom og Galton og Dennis fóru með hann í eldhús- ið. Svo kom læknirinn og honum var líka vísað þangað inn. Galton kom til eiginmannsins. „Hvenær fórstu í búðina, Eld- ridge, og hvenær komstu heim?” „Um níuleytið, tíu mínútur til eða frá, ég tók ekki tímann.” „Milli 8.50 og9.10?” „Getur verið.” „Og hvenær komstu heim?” „Ég veit það ekki. Ég kom inn, sá hana og hætti að hugsa. ” „Geturðu sagt mér svona á að giska hvenær þaö var? ” Eldridge reyndi aö hugsa. „Kannski hálftími. Ég hringdi í lögregluna og svo...” Hann leit upp. „Ég man það núna. Búðar- maðurinn sagöi að klukkuna vant- aði tuttugu mínútur í ellefu þegar ég fór. Fimm mínútur að setja í bílinn og fimm mínútur að komast heim — ég fann hana kannski tíu mínútur fyrir ellefu.” „Hvað höfðuð þiö verið gift lengi, Eldridge?” „Tíu ár í júní.” „Enginbörn?” „Nei.” „Vitið þér til þess að hún hafi átt óvini?” „Auövitað ekki. Það unnu henni allir.” „Ættingjar?” „Móðir hennar, tveir bræður og systir. En þau búa á vesturströnd- inni.” Karlinn fór inn í eldhús. Lækn- irinn sagði að konan hefði verið barin í hel. Ljósmyndarinn sagðist hafa tekiö myndir, en hvað um fingraför? „Kannski eitthvað á rörinu,” sagði karlinn. „Og skúffunum inni. Mér skilst að það hafi verið leitaðíþeim.” „Trúirðu á innbrotssöguna?” spurði Dennis. Karlinn yppti öxlum. „Kannski. Þaö getur líka verið að Eldridge hafi myrt hana og látiö líta út sem um innbrot væri að ræða. „Hann sagði við lækninn: „Var hún lamin af einhverjum sem hataði hana — meira en eðli- legt hefði verið við innbrot? ” Læknirinn sagðist enga hug- mynd hafa um það. Hann sat og skrifaði skýrslu við eldhúsborðið. „Vittu hvort þú finnur ekki eitt- hvað til aö breiða yfir hana,” sagði Galton við Dennis. Jenny Galton lögreglukona kom út úr setustofunni. Hún var lagleg og rauðhærð, en reynd því að hún var dóttir Mike Galtons. „Hæ, pabbi,” sagði hún. „Ég á að leita á líki.” Hún sá látnu kon- una. „Morð eða hvað?” spuröi hún., ,Ekki er þetta fallegt. ’ ’ „Morð og það ljótt,” svaraði Galton. Jenny leitaði á líkinu en Galton leit í kringum sig. Þetta var lítið hús eins og önnur hús við götuna. Bílskúr fyrir einn bíl var bak viö húsið og rétt rúm tii að aka inn. Joseph Eldridge hafði skilið skut- vagninn eftir fyrir framan bíl- skúrinn og í honum voru tveir pok- ar með nýlenduvörum eins og hann hafði sett í eldhúsið. Dennis kom til hans. „Það eru engin fingraför á rörinu,” sagði hann, „og víst engin á skúffuhand- föngunum heldur.” Hann brosti kuldalega. „Það er víst ekki á neinu að byggja hér.” „Enda engin vitni.” Galton andvarpaði og gekk að tröppun- um. „Næst er aö tala viö nágrann- ana og vita hvort hér hafa sést ein- hverjir ókunnugir — sölumenn, flakkarar og svoleiðis — og vita hvað fólk hefur um Eldridgeshjón- in að segja. Mig langar að vita hvort sorgin er jafneinlæg og virö- ist.” Jenny sagöi þeim að trúlofun- ar- og giftingarhringur konunnar hefðu verið teknir af henni. Annað hafði hún ekki að segja. „Fékkstu einhverja hugmynd þegar þú skoðaðir líkið, gæskan?” „Ég veit ekki hvort Eldridge er að segja satt, ef þú ert að spyrja um það,” svaraði hún. „Þetta gæti veriðsatt.” Foringinn fór inn í svefnher- bergiö en ljósmyndarinn hristi að- eins höfuðiö. „Það er eitt fingra- far á kommóðunni,” sagði hann, „en mér virðist það eftir konu.” Karlinn og Dennis fóru með Eldridge inn í svefnherbergið til aö leita. Hann skoðaði í skúffurnar og veski konu sinnar. Þar voru 2b Vikan 23. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.