Vikan - 07.06.1984, Blaðsíða 27
engir peningar en skartgripirnir
voru horfnir.
„Eru þeir tryggðir?” spurði
Dennis.
Eldridge hristi höfuðið. „Þeir
voru ekki svo mikils virði.”
Gamli maöurinn sýndi honum
minnisskrá við símann. Á henni
stóð: „Fundur: þriðjudag kl.
4.00.”
„May skrifaði þetta,” sagði
Eldridge. „Það er kirkjufundur á
mánudögum. Því hefur verið
breytt.”
„Veistu hvenær hringt var í
hana?”
„Nei, ég var ekki heima.”
„Veistu hver hefur hringt?”
Eldridge sagði að það hefði
sennilega verið formaður kvenfé-
lagsins. Hún hét Bertha Crump og
karlinn fann símanúmerið hennar
ískránni.
Dennis fór með Eldridge inn í
setustofuna á meðan Galton
hringdi í konuna. Jú, hún hafði lát-
ið May Eldridge vita um breyt-
ingu á fundartíma. Einmitt í
morgun.
„Um hvaða leyti í morgun, frú
Crump?”
„Svona stundarfjórðung yfir
níu. Ereitthvaðaö?”
„Já, en eruð þér sannfærðar
um að þér hafið hringt stundar-
fjóröung yfir níu?”
„Ja,” sagði frú Crump hikandi,
„ég get ekki svarið það. En ég
hringi aldrei fyrir klukkan níu og
frú Eldridge var sú fjórða sem ég
hringdi til. Eg er viss um að það
var ekki fyrr en fimmtán mínútur
yfir níu.”
„Og svaraði frú Eldridge í sím-
ann?”sagðiGalton.
„Já.”
„Hvaö töluðuð þið lengi sam-
an?”
„Kannski tvær mínútur. Ég
hefði talað lengur við hana ef ég
hefði ekki þurft að hringja í fimm
aðrar.”
„Minntist hún nokkuð á mann-
inn sinn?”
Frú Crump svaraði neitandi
og spurði aftur hvað væri að.
Galton sagði henni það, hug-
hreysti hana og spurði hana fleiri
spurninga en svörin voru þau
sömu.
Galton fór til Eldridge og fékk
hann til að segja sér söguna aftur.
Hún reyndist hin sama nema hvað
hann vissi ekkert um hringingu
frú Crump því að hann hafði ver-
ið farinn þá. Hann vissi ekki um
neinn sem gæti veitt honum fjar-
vistarsönnun.
Líkbíllinn kom og mennirnir
fóru inn bakdyramegin með bör-
ur. Galton sá þá bera líkið út.
Hann sendi götulögreglumanninn
burtu og fór ásamt Dennis að tala
viðnágrannana.
Þeir byrjuðu á næsta húsi og
sæt, ung ljóska í stuttbuxum og
brjóstahaldara kom til dyra. Galt-
on sýndi merkið, baðst afsökunar
og sagði að það hefði oröið dauðs-
fall í næsta húsi.
„Guð,” sagði konan. „Ég sá lík-
bílinn. Var hún drepin? Guð, en
agalegt.”
„Þekktirðu þau vel, frú —
ah...”
„Jenks. Mimi Jenks. Nei, heils-
aði þeim bara ef við hittumst. ’ ’
„Hvaöumhr. Jenks?”
Konan hló við. „Hann sendir
mér meðlag mánaðarlega. Meira
vil ég ekki um hann vita.”
Galton sagði „Nú?” og bætti
svo við: „Heyrðuð þér eitthvað að
handanímorgun?”
Frú Jenks hrukkaði ennið. „Ja,
bíllinn fór um níuleytið,” sagði
hún svo. „Ekkert annað.”
„Um níuleytið?”
Hún yppti öxlum. „Kannski
ekki á mínútunni. Kannski tveim-
ur eða þremur mínútum seinna.”
„Hvernig munið þér svo vel
hvað klukkan var?”
Hún skellti upp úr. „Ég fer allt-
af á fætur klukkan níu og lít á
klukkuna um leið. Ég var rétt
komin fram úr þegar bíllinn lagði
af stað.”
„En þér sáuö ekki neitt?”
„Nema líkbílinn.”
„Ekki hann koma heim?”
Hún hristi höfuðið. „Ég heyröi
aðeins í bílnum hans af því að ég
sef hérna megin og glugginn var
opinn.”
„Það er eitt enn,” sagði Galton.
„Vitið þér hvort þeim samdi vel?”
Frú Jenks sagðist ekki hafa
hugmynd um þaö. Hún heföi
aldrei heyrt þau slást eða rífast.
Hún haföi aldrei heyrt í þeim.
„Þá er það aðeins eitt. Eruð þér
sannfærðar um að hann hafi farið
umklukkan níu?”
„Já, því að þá geri ég leikfimi-
æfingar í fimmtán mínútur við op-
inn glugga. Ég man eftir því að
bíllinn var ekki þar. Hvaða máli
skiptir þetta?”
„Það staðfestir hvenær hann
fóríbúðir.”
„Svo að ég er fjarvistarsönnun
hans?”
„Það má orða það svo.”
„Þaö var gott að ég gat hjálp-
að.”
„Þér verðið beðnar um aö bera
vitni.”
Hún brosti. „Sjálfsagt.”
Galton og Dennis töluðu við
fjölskylduna í húsinu á móti Eld-
ridge en enginn hafði séð nokkurn
óviðkomandi flæking. Enginn
hafði séð Eldridge fara í búðina.
Karlinn og félagi hans komu á
lögreglustöðina um hálfeittleytið.
Jenny var þar.
„Það er ekki neitt sem við höf-
um að fara eftir,” sagði Dennis.
Hann reyndi að útskýra málið.
Eldridge hafði farið að heiman
milli klukkan níu og fimm mínút-
ur yfir níu. Frú Crump hafði
hringt til frú Eldridge milli klukk-
an kortér yfir níu og tuttugu mín-
útur yfir, lagt á og Eldridge komiö
inn um tíu mínútur fyrir ellefu og
þá hafði verið búið að myrða konu
hans, leita í svefnherbergi hennar
og stela ómerkilegum skart-
gripum og örfáum dölum. ,
„Heldurðu það?” sagði foring-
inn, en Galton horfði á dóttur sína.
„Þú ert sæt, elskan,” sagði
hann.
Hún fór að hlæja og sagði aö
hann væri vitlaus.
„Nei, nema síður sé,” sagði
hann. „Faröu heim og í fallegasta
kjólinn þinn. Svo sjáum við hvað
þú ert góð leikkona. ’ ’
Jenny, foringinn og William
Dennis urðu forvitin en karlinn
sagðibara: „Sjáumtil.”
Karlinn fór heim til frú Jenks
um hálfþrjú sama dag. Hann
brosti og baðst afsökunar, en gat
hún komið á stöðina að gefa
skýrslu strax? Hún sagðist gera
það með ánægju og sótti kápuna
sína.
Á leiðinni sagðist hann dást aö
því hvaö hún væri samvinnufús en
hún sagöist aðeins gera skyldu
sína. Hún yrði að gefa skýrslu um
fjarvistarsönnun saklauss manns.
„Já, en þér eruð ekki ein um
þaö,” sagði karlinn. „Við fundum
annan.”
„Nú,” sagði hún og leit á hann.
„Hvern?”
„Það kom ung vinkona hans og
sagðist hafa séð hann koma í kjör-
búðina klukkan tíu mínútur yfir
níu.”
„Nú,” sagði frú Jenks eitthvað
skrýtin í málrómnum.
Foringinn og William Dennis
voru inni þegar karlinn kom með
frú Jenks. Hann kynnti þau og
sagðist ætla að taka skýrslu af
henni eftir andartak, ef hún gæti
beöiö á meðan... Hann fór með
hana aö dyrunum og þar sat Jenny
á bekknum í fallegasta kjólnum
sínum, alveg eins og konfektmoli.
„Þetta er ungfrú Murphy, frú
Jenks,” sagði karlinn. „Hún sá hr.
Eldridge í búöinni. Er það ekki,
ungfrú Murphy?”
Frú Jenks nam snögglega stað-
ar en „ungfrú Murphy” tók ekki
eftir því. „Jú,” sagði hún snöggt.
„Joe kom inn á mínútunni tíu mín-
útur yfir níu. Ég veit það því að ég
horfðiáklukkuna.”
Galton brosti ánægjulega en frú
Jenks brosti ekki. „Hún lýgur,”
sagðihún.
Ungfrú Murphy reigði sig.
„Eins og ég viti ekki hvenær Joe
kom,” sagði hún. „Ég horfði á
klukkuna.”
„Hún lýgur,” endurtók frú
Jenks hærra. „Joe Eldridge fór
ekki aö heiman fyrr en hálftíu.”
„Hálftíu?” spurði foringinn.
„Hálftíu,” sagði hún. „Það tók
þennan svindlara svo langan tíma
að myröa konuna sína. Hann fór
ekki í búöina fyrr en fimm mínút-
um seinna því að það kom blóð á
skyrtuna hans og hann þurfti aö
skipta um föt. Ég veit það því að
skyrtan hans er í þvottakörfunni
minni, vafin utan um skartgripa-
skrínið hennar.”
„Er það svo?” sagði Galton en
frú Jenks heyrði ekki til hans.
Hún benti á „ungfrú Murphy”
og sagði: „Ef þú heldur að þú farir
með honum til Jómfrúeyja og
hann skilji mig eftir skjátlast þér.
Hann fer í fangelsi og ég set hann
þangað.”
Hún sagði rannsóknarlögreglu-
mönnunum og segulbandinu að
Eldridge hefði lofað sér hjúskap
og eilífri sælu á Karíbahafseyjum
ef hún útvegaði fjarvistarsönnun.
Svo sóttu þau saksóknara og hún
byrjaði aftur. Eftir það voru tveir
lögreglumenn sendir að sækja
Eldridge.
William Dennis og lögreglufor-
inginn litu á Galton og hristu höf-
uðiö. „Furðulegt,” sögöu þeir.
„Aðeins mannlegt eðli,” svar-
aði karlinn. „Ég vissi að það væri
úti um fjarvistarsönnun Eldridge
um leið og hún héldi að yngri og
fallegri stúlka væri komin í spil-
ið.”
„Ég skil það,” sagði Dennis.
„En hvernig vissirðu að eitthvað
væri á milli hennar og Eldridge?
Hvað sagði þér það?”
Karlinn svaraði: „Mannlegt
eðli, Bill. Settu sæta grasekkju ná-
lægt sölumanni sem á konu sem
vinnur úti allan daginn og eitthvað
kemur fyrir. Ef konan á tíu ára
kennarakaup í banka er ekki um
skilnað að ræða heldur morð.
Þetta var morð og það nægði mér
að líta á konuna í húsinu við hlið-
ina. Þau komu ekki upp um sig
með járnrörinu, skartgripatjóninu
eða sögusögnunum. Mér nægði að
sjá stuttbuxurnar, brjóstahaldar-
ann og litaða hárið.”
23. tbl. Vikan 27