Vikan


Vikan - 07.06.1984, Blaðsíða 28

Vikan - 07.06.1984, Blaðsíða 28
Ljósm. Ragnar Th. Vinningsbíll Vikunnar - fer þar sem aðrir festast Sumir halda ennþá að japanskir bílar séu litlir og þröngir. Það er misjafnt hve litlir þeir eru. Og hvaö snertir Toyota Tercel 4WD verður engan veginn með sanni sagt að hann sé þröngur. Það er raunar eitt af því fyrsta sem vekur athygli hve rúmgóöur hann er, bæði fyrir farþega og farangur. Þar við bætist að þessi fjölhæfi bíll er bæði sprettharöur og liggur afbragðs vel á vegi, hvort heldur er með varanlegu slitlagi eða for- gengilegu. Hann er sparneytinn og snúningalipur og yfirleitt afar þægilegur og hentugur til hvers sem vera skal. Og þótt hann sé ekki jeppi í þess orðs venjulegu merkingu er mikið hagræði í því fólgið að geta brugðið honum í fjórhjóladrif þegar á ríður og eiga þannig auðveldara með að komast leiðar sinnar á erfiðum leiðum sem yfir- leitt eru ekki fólksbílum færar, svo ekki sé talað um þann ótvíræða kost sem fjórhjóladrifið er í snjó og ófærð sem við þekkjum svo vel hér á landi. Það er enn til að bæta um fyrir þessum bíl við kringumstæður sem fjórhjóladrifið hentar hve hátt er undir hann og hve sléttur hann eraöneðan. Reynslan af Toyotabílum hér á landi er orðin bæði löng og góð. Toyota var með fyrstu japönsku bílunum sem hingað fluttust og þeir hafa nú í mörg ár sannað á- gæti sitt, sem meðal annars kemur fram í háu endursöluveröi. Þar við bætist að fjórhjóladrifs- bílar hafa alltaf haldið sér vel í endursölu og eflaust verður einnig svo um þennan kjörgrip. Þetta er bíllinn sem einhver heppinn áskrifandi Vikunnar ekur á í sumarleyfið eftir 19. júlí. En hinir fá líka nokkuö fyrir snúð sinn: 277 síður af fjölbreyttu fjöl- skylduefni til jafnaðar á mánuði. Það borgar sig að vera áskrif- andi. Hringdu núna. Síminn er: (91)27022. X 28 Vikan 23. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.