Vikan


Vikan - 07.06.1984, Blaðsíða 30

Vikan - 07.06.1984, Blaðsíða 30
KVIKMYNDIR KVIKMYNDIR KVIKMYNDIR KVIKMYNDIR Bretar heióra líka fyrir kvikmyndir Jamie Lee Curtis, vægast sagt hissa og ánægð, og Anthony Andrews. Michael York réttir Phyllis Log- Denholm Elliot og Jaclyn an, frambærilegasta nýliðanum, Smith. verðlaunin. Julie Walters og Michael Caine fengu hvort sína styttuna. Það eru ekki bara óskarsverð- launin sem eru eftirsótt í kvik- myndaheiminum. Verðlaunin frá Cannes og Bretlandi eru einnig mikil viðurkenning og því er þeirra alltaf beöið meö mikilli eftirvæntingu. Bresku verðlaunin voru afhent í 15. skipti nú á dögunum og kom engum á óvart að Educating Rita skyldi vera þar ofarlega á blaði, þótt þeim Julie Walters og Michael Caine tækist ekki að vinna óskarsverölaunin á dögunum. Julie Walters fékk verölaun fyrir að vera besta leik- konan, en í fyrsta skipti í sögunni var verðlaunum fyrir besta karl- hlutverk skipt á milli tveggja leikara, þeirra Michael Caine og Dustin Hoffman, fyrir Tootsie. Educating Rita fékk ennfremur viðurkenningu fyrir að vera besta kvikmyndin. Verðlaun fyrir aukahlutverk féllu þeim Denholm Elliot og Jamie Lee Curtis (dóttur Tony Curtis) í skaut, fyrir frammistöðu í kvikmyndinni Trading Places. Veitt eru tvenn verðlaun fyrir bestu handrit, fyrir handrit eftir skáldsögu og frumsamið handrit. Þau voru í þetta sinn veitt fyrir kvikmyndirnar Heat and Dust og King of Comedy en verðlaun fyrir bestu leikstjórn fékk Bill Forsyth fyrir Local Hero. Neitaði tilboði um að leika Errol Flynn! Mörgum þótti Kevin Kline eini leikarinn sem gæti leikið Errol Flynn. Erro Flynn var hinn fullkomni hjartaknúsari, myndarlegur, gáfaður og skemmtilegur. Hér í hlutverki Robin Hood. Kvikmyndir, byggðar á ævi- sögum frægra kvikmyndastjarna, eru gerðar á hverju ári og njóta alltaf sömu vinsældanna. Nú á að gera kvikmynd um Errol Flynn, hjartaknúsarann mikla. Áhorf- endur héldu að hann hefði unnið seinni heimsstyrjöldina án hjálpar, úr myndum eins og Desperate Journey. Myndir eins og Dawn Patrol sýndu að hann vann fyrri heimsstyrjöldina einnig án hjálpar.Hann lék á móti vinsælustu leikkonum þess tíma, Bette Davis, Oliviu de Havilland, og Maureen O’Hara og er án efa eftirminnilegasti Robin Hood sem hefur birst á hvíta tjaldinu. Hann lést, illa farinn á sál og líkama eftir langvarandi ofneyslu áfengis og eiturlyf ja, aðeins fimmtugur aö aldri. Það hefur veriö erfið leit aö finna arftaka Errol Flynn, einhvern sem geislaði eins af karlmennsku og kímni eins og hann er sagður hafa gert. Loksins fannst þó maðurinn, leikarinn Kevin Kline, frægur fyrir The Pirates of Penzance, Sophie’s Choice og nú síðast The Big Chill. Aðstandendum kvikmyndarinnar til mikilla vonbrigða hafnaði hann boöinu! Hann tók frekar tilboöi um að leika Hamlet á sviöi í Broadway. Kevin Kline var sviðs- leikari áður en hann lék í þessum þremur kvikmyndum og finnst nú kominn tími til aö snúa sér að því áný. 30 Vikan Z3. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.