Vikan


Vikan - 07.06.1984, Síða 32

Vikan - 07.06.1984, Síða 32
Umsjón: Borghildur Anna Scherrer Og þá er komið að enn einum fata- hönnuði hér á síðum Vikunnar — sá er að sjálfsögðu franskur því ennþá virðast Frakkar standa í fararbroddi á þessu sviði. Hann er að auki þekktur fyrir fínlega hönnun — kvenleikinn í fyrirrúmi — og kóngafólkið hefur mikið leitað til hans til fyllingar fata- skápanna. Hér er á ferðinni Jean- Louis Scherrer og fyrirtæki hans teygja anga sína víða um heim — París, Monte Carlo, Brussel, Madrid, Tókíó og Hong Kong svo eitthvað sé nefnt. Hann er fæddur í Lyon í Alsac (Elsass) árið 1935 og hóf störf sem hönnuður hjá Dior 1955. Þaðan lá leiðin til Yves Saint Laurent og síðan í eigið tískuhús árið 1962. Þá hafði hann einnig unnið í Japan um tíma og á námsárunum löngu áður starfaði hann líka við búningahönnun fyrir leikhús. Áhrif þessara ára má ennþá greina í fatnaði frá tískuhúsinu í París ásamt mjög sterkum persónulegum einkennum Scherrers. Sem áður sagði er hann þekktur fyrir fínlegan svip á klæðnaðinum sem hentar mjög fyrirfólki við hátíðlegri tækifæri. Því eru fastir viðskiptavinir fólk eins og Kennedyarnir, Soffía Lóren, Raquel Welch og franska forsetafrúin. Fyrri opnan birtir sýnishorn nokk- urra síðustu ára frá tískuhúsinu og á þeirri síðari er vortískan 1984. | JEAN LOUIS SCHEHRErJ 3X Vikan 23. tbl. 23. tbl. Vikan 33

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.