Vikan


Vikan - 07.06.1984, Page 38

Vikan - 07.06.1984, Page 38
Það tekur - sögðu tískuframleióendurnir um myndirnar hans Bruce Weber. Fyrst þegar Bruce Weber sýndi tískuhönnuðunum mynd- ir þær sem hann haföi tekið spurðu þeir: „Hvar eru fötin? Þau skipta höfuðmáli en á myndunum þínum tekur eng- inn eftir þeim! Það gengur enginn karlmaöur með svuntu. Viö erum að selja föt, ekki landslag!” Tískuljósmyndir Bruce Weber eru nær því að vera heimildarmyndir en tísku- myndir. Hann eyöir yfirleitt löngum tíma í að finna rétta staðinn fyrir myndatökurnar, rannsaka háttu manna á viö- komandi stööum, ákveða eina línu í gegnum alla mynda- tökuna og velja módel. Iðulega notar hann íbúa þess staöar sem myndatakan fer fram á. Myndirnar hafa hafa yfir sér rómantískan, gamaldags blæ, og hann hefur þær oft í brúnum tónum. Bruce Weber tók sér frí frá tískuljósmyndum árið 1983, ferðaöist vítt og breitt um Bandaríkin og tók myndir af bandaríska íþróttafólkinu sem tekur þátt í ólympíuleikunum nú í ár. Hann tók myndir af 250 íþróttamönnum og notaði sér- stakt tjald sem bakgrunn fyrir allar myndirnar. Hann kastaði burt öllum fatnaði sem þessir í- þróttamenn eru vanir að nota, rammlega merktum Spido, Levis, MacDonald og notaði þess í stað búninga sem minntu á ólympíuleikana 1934. Hann notaði sömu stellingar og sjást á forngrískum styttum og allar myndirnar eru svart- hvítar. Þessar myndir eru ein- kennilega grípandi og íþrótta- mennirnir, heimsfrægir sem ó- þekktir, hafa sérkennilegt sigurblik í augum. „Því er haldið fram að það sé mjög erfitt að vinna með mér,” segir Bruce Weber. „Eg hef svo ákveðnar hugmyndir um fötin, fólkið og stelling- arnar. Mér þykir vænt um myndirnar mínar og ég er metnaðargjarn fyrir þeirra hönd. Það er mjög gaman að sjá myndirnar mínar á prenti, en mér hefur alltaf fundist meira varið í aö taka góöa mynd . . . og láta hana aldrei sjástáprenti!” 38 Vikan 23. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.