Vikan


Vikan - 07.06.1984, Side 44

Vikan - 07.06.1984, Side 44
1S Framhaldssaga ekki von á vandræðum meö aö taka viö VHF-sendingu á stutt- bylgju. Hann vissi upp á hár hvar hann var, nefnilega sex mílur vestan viö Kapp Martin, hélt leti- legum þriggja hnúta hraöa og fylgdist vandlega meö ísjökunum sem virtust vera á reki úr noröri. En hvar í andskotanum var Peter- son? Hann lyfti höfði frá varnar- skermi ratsjárinnar og talaði viö Clifford sem sat á litlum bekk og hélt meidda fætinum frá gólfinu. ,,Við verðum aö gera ráö fyrir aö siöustu skilaboö okkar hafi ekki verið meötekin. Við höfum ekkert samband viö Osló. Gætu þeir hafa afturkallaöfallið?” ,,Eg efast um þaö. Peterson of- ursti er ekki maður sem gefst upp. Auk þess heyrðum viö vélina fljúga yfir.” Weston íhugaði þetta. Lang- bylgjusendingar hans höfðu oröið æ háöari truflunum í andrúmsloft- inu eftir því sem veðrið versnaöi. Hann hafði fengiö fyrirmælin um fallið og svar hans haföi veriö staðfest. Þaö voru tveir hugsan- legir lendingarstaðir fyrir sveit- ina: annar í Marvagen-flóa, hinn 1 Bellsundi sjálfu, miklu nær birgö- unum og þvi skjóli sem fjöllin myndu veita. Peterson haföi fundið dulnefni fyrir þá, Gulur og Rauður. Arásarsveitin átti að tilkynna Bodö um vel heppnaöan fund meö ,,skeyta”-radíóinu sínu og Bodö myndi aftur á móti gefa Weston heimild til að fara frá svæðinu. Ef umhverfiö var athugað hafði Peterson ekki um neitt aö velja. Hann varö aö stökkva nálægt Gulum, en ef veörið heföi allt 1 einu batnaö heföi hópurinn verið óþægilega auöséður, bæði frá hafi og úr lofti, meöan hann beið i flóanum. Þegar þokan skall á kvöldiö áður varö tækifæriö til aö lenda óséöur of gott til aö sleppa því. Weston haföi mjakað togaran- um inn í mynni Bellsunds og sveitin haföi fariö í land í upp- blásanlegum Zodiac-bátnum á Rauöum, landsvæði sem var rúmar átta mílur frá Gulum. Mennirnir fóru í tveimur hópum, fyrst Millar liðþjálfi meö öörum manni sem strandhópur, seinni flokkurinn meö Clifford um borö, en hann haföi þrátt fyrir ökklann, komiö aftur meö Zodiac-inn og til- kynnt að þetta heföi farið að ósk- um. Mennirnir klöngruöust upp í flæðarmál þakið ís sem gekk kraftaverki næst að haföi ekki skemmt bátinn. Svo hafði Weston sent skemmstu orðsendingu sem hugsast gat til Bodö: „Rauður núna, endurtek. Rauður núna.” Það haföi ekki borist neitt svar. „Þeir geta ekki hafa náð þessu,” sagöi Weston. „Við veröum að rjúfa radíóþögnina. Ef þokunni léttir verður hann auð- veld bráö.” Þaö var allt annaö aö tala viö Peterson á VHF heldur en aö senda gulltrygga sekúndubrots- sendingu til Bodö. Ef Rússar voru meö einhvers konar áttavísandi kerfi í gangi á þessu svæöi myndu VHF-sendingar gera þeim kleift að finna Peterson og Norðurljósiö. Þeir hlutu aö fylgjast með mörg- um bylgjum og þeir höfðu búnað- inn til þess. Einhvers staöar fyrir ofan Ishafiö var sovéski flotinn meö flugvél á ferö, troöfulla af rafeindatækjum til eftirlits, dag- inn út og daginn inn, hvort sem var á tímum friösamlegrar sam- búöar eöa á átakatímum. Uti á hafinu voru þeir meö togara búna rafeindanjósnatækjum. Nú myndu þeir beita öllu sem þeir höföu yfiraðráða. „Utilokað,” sagöi Clifford snöggt. „Samkvæmt fyrirmælum okkar má því aðeins taka þá áhættu ef aögeröin veröur gefin upp á bátinn og þetta skip veröur að koma þeim undan. Nei, majór. Peterson myndi sjálfur segja þaö sama. Þaö má ekki undir neinum kringumstæöum rjúfa þögnina. Hann getur sér til aö þaö hafi orðiö Neytendur Neytend Meira magn fyrir lægra verð Úrklippa úr Neytendasiðu DV fimmtudaginn16. febrúar 1984. Eldhúsrúllur. Rúllan 100 blöð Serla Fant, 2 rúllur, 72 arkir Edet, 2 rúllur, 7 arkir Hagkaup, 2 rúllur, 72 arkir Papco, 2 rúllur, um 32 m á rúllu 26,15 kr. 36,31 kr. 18,40 kr. 19,20 kr. 26,66 kr. 26,70 kr. 23,42 kr. Veljum íslenskt! papco ■ Simi 687788 breytingar og fer á Rauöan ef hann finnur þá ekki í flóanum. Þaö tekur hann bara svolítið lengri tíma. Ef marka má kortin og ljós- myndirnar ætti þetta að vera fljót- fariö. Ekki meira en þrjár stundir, aömínumati.” „Jæja, þú ert yfirmaöurinn.” „Var yfirmaðurinn.” Sem snöggvast heyrðist beiskja Clif- fords yfir óheppninni. „Veistu nokkuö, þaö gæti verið rétt hjá Peterson ofursta að taka viö stjórninni. Eg held aö Howard Smith hafi verið illa valinn í þessa aðgerö. þaö er eitthvaö of æst í fari þess náunga og þeir heföu átt aö sjá þaö í Fort Bragg. En aftur á móti var Peterson sjálfur alltaf að segja okkur að við mættum ekki hugsa um þetta svo að viö æddum inn og hirtum stóru orðuna — samt er hann aö gera nákvæmlega þaö núna.” Hann leit á ökkla sinn og hristi höfuðið dapur í bragði. „Drottinn minn, hvílík óheppni. Eg gæti stútaö andskotans Rússanum.” „Við erum helviti heppnir aö hann skyldi ekki drepa okkur. Satt aö segja erum viö ekki aö gera þaö sem er öruggast í heiminum, aö hanga hér dögum saman. ” Clifford andvarpaði. „Það er víst best að við byrjum aö veiöa. Hvers konar heiðursmerki ætli viö fáum fyrir að veiða þorsk.” STRÖNDIN VIÐ flóann var eyöi- legur hálfmáni, meö flötum ís- jökum á víö og dreif, sjórinn drungalegt endurvarp skýja þar til hann rann saman við þau í fjarska. Peterson skoöaði landið enn einu sinni í gegnum kíkinn sinn, tók eftir dökkum flekkjum auörar jarðar, stöku steinþúfu, gráum sjónum. Skýið var aö taka á sig greinilega útlínu í staö þess aö vera baðmullarhjúpur. Hann hélt á skíðunum sínum og reyndi aö ganga á auöu til aö skilja ekki eftir sig fótspor. Ekkert annaö bæröi á sér. „Fjandinn má vita aö þeir eru ekki hér,” tautaöi hann viö sjálfan sig, „og helvítis þokunni er aö létta.” Honum fannst hann ákaflega einangraður. Einhvers staöar á þessari köldu strönd var árásar- hópurinn, einhvers staöar á hafinu Norðurljósiö. Ef hann fann ekki annað varö hann aö hafa samband við hitt. Svalbarði var þegar best lét ekki staður til að vera einn á ferö, jafnvel þó aö M-16-riffillinn væri vörn viö flestum hættum frá dýrum. Hann renndi bakpokanum 44 Vikan 23. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.