Vikan


Vikan - 07.06.1984, Qupperneq 46

Vikan - 07.06.1984, Qupperneq 46
1S Framhaldssaga bræða snjó i dollu á litlu spritt- tæki. „Kaffi eftir tíu mínútur, herra,” sagði Burckhardt glaölega. „Mér fannst best að við holuð- um okkur niður og biöum, of- ursti,” útskýröi Smith. „Við vorum með Johnson og Trevinski þar sem þú áttir að lenda. Þeir fóru ekki fyrr en við heyrðum allir sendinguna frá þér.” Þaö heyrðist tvímælalaus fordæming í nef- mæltri Nýja-Englands-röddinni, eins og og vildi hann segja: „Allur andskotans heimurinn hlýtur að hafa heyrt til þín”. „Fyrirmæli mín voru fundur á Gulum, skipper.” Til þess aö hafa hemil á bræði sinni notaði Peter- son gamla fótgönguliðaslangið fyrir kaftein. „Við þessar aðstæður gátu viðmiðanir á lendingarstaö aldrei veriö ná- kvæmar. Engin oröalagsbreyting barst til Bodö. Hver ber ábyrgö á því?” „Við sendum skilaboð, herra.” Burckhardt leit upp frá eldunar- tækinu. „Ég fékk þaö sem ég hélt aö væri svar, en það var ákaflega ógreinilegt. Ég hugsa að þaö sé veðrið, herra. Andskoti miklar truflanir á þessari breiddargráðu. Ég er aftur á móti búinn aö koma upp skolli góðu loftneti. Ef það gengur ekki gengur ekkert.” „Eruð þið búnir að tilkynna þennan viömiðunarstað?” Smith svaraði, svipur hans laus viö iðrun. „Við gerum það fyrst þú ertkominn.” „Einmitt. Eftir þaö ættum við aö hypja okkur. Við verðum að finna leiö framhjá fjallinu og skriðjöklinum. Því meiri fjarlægð sem við komum á milli okkar og LZ því betra. Svo getum við tekiö upp birgðirnar og skipulagt.” Peterson sneri sér aö Mydland. „Hefurðu einhverja skoöun á leið- inni sem viö ráðgeröum, kaf- teinn?” Mydland breiddi úr kortinu sínu eins vel og hægt var í þrengslun- um. Samhliða vesturströndinni var hár fjallshryggur. Hæðar- línurnar sýndu hvað hann var brattur. Hinum megin var þriggja kílómetra breiður skriðjökull sem lá niður í litla vík við Van Mijen- fjörð. Þegar framhjá víkinni kom þar sem hún var mjóst var greið- fært í Hreindýradal. „Þessi vík gæti enn verið ísi lögð,” sagöi hann. „Ef hún er það getum við sparaö okkur mikinn tíma. Ef hún er það ekki verðum viö að brjóta okkur leið upp þar til við getum komist yfir skriðjökul- inn.” „Ég myndi stefna strax aö fjallaleiöinni, halda mig inni í landi og úr augsýn,” sagöi Smith. „Það var mín ráðagerö.” Hann hafði þrætt við Mydland um leið- ina. „Gott og vel, hún gæti orðið erfiö en hún er örugg í þessu veðri.” Og ef þú heföir ekki komið æðandi, var hann að hugsa, heföi allt veriö í lagi og viö grætt nokkra klukkutíma. Peterson skoðaöi kortiö eins og báðir möguleikar væru ekki þegar fastprentaöir í huga hans. „Þetta er spurning um hraöa gegn áhættu. Minnsta hæö sem við getum fariö í yfir fjöllin er þúsund fet.” „Viö getum komist að víkinni á tveimur stundum,” lagði Mydland til málanna. „Skaröið gæti tekið dag. Og við verðum að finna það í svartaþoku.” „Við förum auðveldari leiöina og höldum okkur eins hátt uppi í hlíðinni og við getum.” Peterson tók ákvörðun. Hann haföi trú á að hlusta á skoðanir undirmanna sinna en ekki að hafa það eins og í spurningaleik í sjónvarpi. Hann leit á loftskeytamanninn. „Þaö er best aö þú sendir merkiö, Burck- hardt. Við erum víst allir færir um aðhita kaffihérna.” Burckhardt mjakaði sér út og Peterson einbeitti sér að skipu- lagningu göngunnar. Fyrsti hluti hennar yrði auðveldur, bæöi í kortalestri og á slóð. Hann vildi geyma Norömanninn þar til síðar, þegar erfitt yrði að rata og snjór- inn djúpur. „Þú veröur fyrsti maöur á þess- um spretti, er það ekki, Smith? Við pökkum saman um leið og við erum búnir að fá kaffi og Burck- hardt er búinn. Drottinn minn, klukkan er næstum orðin ellefu.” Peterson tók að róta í bakpokan- um eftir matarskammtinum sín- um. Máltíðin sem hann hafði fengið í DC—9 vélinni virtist hluti af gleymdu lífi. Tuttugu mínútum síðar kom loftskeytamaðurinn, misfarir auösæjar í svip hans. „Næ ekki sambandi við bá, herra,” sagöi hann eymdarlega. „Það eru truflanir eins og í áhorfendahópi á boltaleik. Viltu að ég haldi áfram aöreyna?” Peterson rumdi, saup á kaffinu sínu, hugsaði um hvaö hefði for- gang. Þeir þurftu að tilkynna tvo staöi enn, þann seinni strax fyrir árásina. Þaö var ótrúlegt að King aðmíráll hefði einhverja orðalags- breytingar á þessu stigi málsins. Það sem mestu skipti var að komast aö takmarkinu. „Þú getur lokað tækinu, Burck- hardt,” sagði hann. „Við röbbum við þá á næsta viðmiðunarstað. Þessa stundina vil ég koma okkur af stað.” Burckhardt fór aftur, hugsaði með sér að ofurstinn breyttist ekkert. „Tafarlausar aðgeröir” höföu verið uppáhaldsorð hans meöan á þjálfuninni stóð og voru enn. Drottinn minn, af hverju gaf ég mig fram í þessa aögerð? Ef hópurinn yrði áfram sambands- laus var ekki nema einn sem fengi skellinn, nefnilega Joseph C. Burckhardt liðþjálfi yngri frá Merrill, Wisconsin. Andskotinn, hann hafði lesið allt um radíóerfið- leika á heimskautasvæðum. Hann hefði átt að sjá þetta fyrir. UNGI RÚSSNESKI eftirlits- maðurinn, sem hafði virst æ hrokafyllri með hverjum degi eft- ir því sem vorið þiðnaði inn í sumar, var aö horfa niður úr löng- um gluggunum. Niðri á flugbraut- inni var heiðursvörður landa- mæralögreglu að skipa sér í þrjár raöir undir stjórn yfirliðþjálfa. „Jæja,” sagði Folvik, fullur af gremju en svipbrigðalaus sem fyrr, „ég fer þá núna. Þú losnar loks viömig.” „Hvílíkur skrípaleikur!” Rúss- inn talaði að því er virtist við sjálf- an sig, en nægilega hátt til að Folvik heyrði og greindi fyrirlitn- inguna í rödd hans. Hann sagði á norsku: „Svo landstjórinn ykkar missti kjarkinn.” „Þvert á móti, það er verið að kalla hann heim til skrafs og ráða- geröa.” „En þig? Vill kóngurinn líka fá ráðhjá þér?” Folvik kreppti neglurnar inn í lófa sína. Jafnvel þó hann hefði fyrir löngu áttaö sig á að það var yfirveguð stefna sovéskra ráöa- manna að tala eins og Norðmenn væru ábyrgir gagnvart konungi sínum fremur en kosinni ríkis- stjórn reiddist hann enn þeirri brellu. „Ég var skipaður í nýja stöðu,” sagði hann. „Þú ert heppinn maður.” Folvik starði á hann. Hvað vissi hann mikið? Gat hann hafa getið sér þess til að upplýsingar lækju heim til Noregs? I sannleika sagt vissi Folvik ekki af hverju honum hafði verið skipað að fara. Ef verið var að f jarlægja hann örygg- is hans vegna, af hverju var Annie þá skilin eftir? „Þetta er ekki lengur góður staöur fyrir Norömenn.” „Heldur ekki Rússa.” „Við hvað áttu?” Ungi eftirlits- maöurinn var þegar á varðbergi. „Ekkert.” Folvik reyndi að breiða yfir þessa ógætni, hugsaði taugaóstyrkur að hann yrði aldrei raunverulegur njósnari. Frá því aö Sven dó hafði spennan nálgast suðumark. I gærkvöldi hafði Annie fengið fyrirmæli um aö hvetja fótboltaliðið til aö koma af stað óeirðum ef þörf krefði. Hann hafði leitað uppi Lars-Erik í verslunarmessanum og rætt við hann — með góöum árangri. Þaö var vissulega eitthvað mikið á seyði. Til að forðast augnaráð Rússans sneri hann sér að löng- um gluggunum. Hinum megin við DC-9-vélina, en með henni færi hann brátt héð- an burtu að eilífu, teygðist svört flugbrautin og handan hennar voru dreifðir skaflar í hlíðum Plata-fjalls sem gnæföi upp í ský- in. Okunnugur maður myndi naumast geta sér þess til að fjallið væri þarna. Hann reyndi aö ímynda sér ratsjána sem hann hafði aldrei séð þar sem hún sner- ist hægt þarna uppi í djúpum snjónum, einmana tákn fyrir rússneskan sigur, en það var erfitt að gera sér hana í hugarlund, jafn- vel þó aö ratsjá væri það sem hann og aörir flugumsjónarmenn hefðu helst óskað sér fyrir Longyearbæ á betri stundum. Honum fannst Plata-f jall enn vera sitt fjall. Athygli hans beindist aö innan- verðum flugturninum, langri röð loftskeytatækja undir gluggunum, glampandi krómi á Negretti- og Zambra-loftvogunum, klukkunni sem sýndi núna 0838 GMT. Hann tók ástúðlega eftir smáatriðunum, þessum áhöldum einkaheims hans, og augu hans beindust að skápnum aftast í herberginu þar sem ketillinn og krúsirnar með kaffinu stóðu enn. Hann hafði alveg gleymt neskaffinu sínu. Af hverju í andskotanum ætti þessi hrokafulli ungi kommúnisti að fá það, hann sem gumaði af Komsomolum og svæðisstjórn í Flokknum og gerði eitraðar athugasemdir? Folvik gekk yfir að skápnum og tók upp krúsina, stakk henni í frakkavasa sinn og stikaöi út. Honum létti heldur viö þetta. Framhald í næsta blaði. 46 Vlkan 23. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.