Vikan


Vikan - 05.07.1984, Page 8

Vikan - 05.07.1984, Page 8
Þau rumast á opnunm M. Texti: Guðrún Við verjum um það bil þriðjungi ævinnar i rúminu og flestir eru sammala um að rúmið sé sá innanstokks- munur sem þurfi að vera í góðu lagi: í rúminu eigum við að öðlast hvíld og endurnæringu. En rúm getur líka verið eitthvað fyrir augað. Á þessari opnu rúmuðust hinar ýmsu gerðir og stærðir af rúmum. Nokkuð rúm- góð opna, eða hvað finnst ykkur? Trébretti eru ekki eingöngu hæf sem sólbretti í sund- laugunum. Fjalirnar fjórar eru negldar á tréklumpa og eru hafðir tveir til þrír sentímetrar á milli þeirra, en þannig fær dýnan góða loftun eins og vera ber. Hér hefur rúmbrettið verið gert breiðara en dýnan þannig að hægt er að leggja frá sér hluti á borðið sem myndast. Plásslitlu heimilin þurfa oft á þaulhugsuðum útfærslum að halda við skipulagningu svefnkrókanna og þá getur hver sentímetri skipt máli. a. Þeir sem eru til í að sofa hátt uppi geta útbúið sér lítið aukaherbergi í herberginu með því að smíða svefnstofu- turninn. b. Nokkurs konar súperrúm fyrir þrjá af yngri kynslóðinni. Eitt barnaherbergi, þrjú börn og nóg gólfpláss til að leika sér. 8 Vikan 27. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.