Vikan - 05.07.1984, Síða 34
15 Draumar
Talað um
draum í draumi
Kæri draumráðandi!
Mig langarað biðja þig að ráða
fyrir mig draum sem mig
dreymdi fyrir allnokkru. Eg man
hann ekki lengur mjög vel en
svona helstu atriðin.
Mig dreymdi að ég væri stödd
heima hjá mér (ég bý hjá foreldr-
um mínum), mér fannst eins og
það vœru jól eða einhver hátíð
því systkini mín þrjú og fjöl-
skyldur þeirra voru ásamt fleira
fólki í heimsókn. Systir mín og
önnur kona, sem ég þekki frekar
lítið, voru alltaf að tala um
drauminn sem systur mína átti
að hafa dreymt og þær voru alveg
vissar um að draumurinn ætti
eftir að rætast. Eg heyrði að
draumurinn væri um mig og
fannst þetta voða spennandi og
var alltaf að reyna að fá systur
mína til að segja mér drauminn.
Hún vildi það helst ekki en mér
tókst að fá hana inn í herbergi.
Þarsagði hún að sig hefði dreymt
að hún væri orðin 51 árs og þá
reiknaði ég út að ég ætti að vera
33- (I raun og veru á ég að vera
34 þegar hún verðuról.)
Hana dreymdi mig og núver-
andi bestu vinkonu mína
sitjandi inni í eldhúsiþar sem við
áttum að búa saman ásamt 1 —2
ára gömlum krakka sem vinkona
mín átti að eiga. Þarna var líka
maður milli þrítugs og fertugs.
Hann átti að vera nýlega laus úr
fangelsi þar sem hann hafði setið
inni fyrír nauðgun, rán og eitt-
hvað eitt enn. Mér átti að finnast
það allt ílagi og vera yfir mig ást-
fangin af honum. Meira fékk ég
ekki að vita, hún sagði mér þetta
í tveimur pörtum, þurfti að fara
fram á milli því það voru svo
mikil læti í krökkunum. Mér
fannst eins og restin af draumn-
um hennar vœrí þannig að ég og
vinkona mín gætum ekki lifað
báðar og að önnur dræþi hina
með því að skera hana á háls.
Lengri varð draumurinn ekki.
(Eg og vinkona mín birtumst í
draumnum alveg eins og við
erum í dag þrátt fyrir að við
ættum að vera um það bil helm-
ingi eldrí.)
Seinna þessa nótt eða undir
morgun, eftir að hafa sofnað
aftur, dreymdi mig að ég væri
stödd á almenningssalerni. Eg
opnaði einar dyrnar og fór inn.
Svo var klósettið allt í einu allt
flœðandi t skít og þegar ég var
búin að ná í vatn og tusku og
ætlaði að fara að þrífa þá gekk
það ekkert því skíturinn jókst
jafnóðum. Eg ákvað að fá hjálp
og/eða geyma þetta þar til ég
væn búin að gera eitthvað
annað. Mér fannst eins og þetta
vœn á skemmtistað en hvar veit
ég ekki.
Eorvitin.
Að ráða draum í svefni eða
heyra sagðan er alltaf fyrir
markverðum tíðindum. Fyrri
draumurinn bendir sterkt til þess
að eitthvað óvænt eigi eftir að
breyta framtíð þinni allverulega.
Síðari draumurinn er fyrir
óvæntum gróða — í peninga-
málum — og líklega tengist
þetta hvað öðru. Hvort happ-
drættisvinningur er á næsta leiti
skal ósagt látið en eitthvað slíkt
virðist nokkuð sennileg ráðning.
Hins vegar bendir ýmislegt til
þess að þér hætti til að velja vini
af losaralega taginu og það gæti
komið þér í koll síðar, ekki síst
við ráðstöfun þessa skyndilega
fjárgróða. Þannig er betra að fara
varlega og velja vini (beggja
kynja) af varkárni, nýr vinur í
dag og annar á morgun er var-
hugaverður lífsmáti.
Keppt við
finnskar stelpur
Kæri draumráðandi!
Eg hef aldrei skrifað áður en
ég skrifa vegna þess að þessi
draumur er mér mjög minnis-
stæður. Eg var hálfgrátandi
þegar ég vaknaði, rauðeygð og
koddinn minn blautur. Svona
var draumurinn.
Mér fannst að liðið mitt væri
að keppa í handbolta við
finnskar stelpur. Ég var ekki
komin inn á völlinn en ég er í
marki. Svo kem ég bara allt í
einu ígulum íþróttagalla og með
sítt hár. (Eg er með stutt.)
Við töpuðum leiknum og ég
stóð mig ömurlega en samt fékk
ég mikið hrós. Svo kemur stelpa
til mín sem heitir S. Hún segirað
ákveðin persóna þoli mig ekki
(ég er hrifin af þessari persónu).
Eg tek það fram að S þekkir ekki
þessa persónu og hefur aldrei séð
hana. S segir að persónan hafi
rifið mynd af mér. (Hann á ekki
mynd afmér.) Eg sagði við S að
mér væri alveg sama og ég væri
ekkert sár en ég var alveg brjáluð
og strunsaði út. Mér fannst ég
hlaupa heim, svo var þetta búið
og ég vaknaði.
Þakka birtinguna,
Ljóska.
Mótlæti af einhverju tagi setur
svip sinn á líf þitt um tíma og þú
átt erfitt með að sætta þig við
orðinn hlut. Þetta tengist mjög
svikum sem þú verður fyrir og
líklega svíður þér sárast að hafa
jafnvel að ósekju orðið fyrir
barðinu á sviksemi annarra.
Talsverður tími mun líða áður en
sárin gróa um heilt. Hins vegar
ættirðu að líta vel í eigin barm
því ýmislegt bendir til að þú
valdir sjálf þarna einhverju um
því framkoma þín við aðra er
ekki fullkomlega heiðarleg.
Þegar tímar líða fyrnist yfir flest
þessu tengt og þá verður þú
reynslunni ríkari og mörg tákn í
draumnum benda til að
atburðirnir hafí þegar á allt er
litið einungis orðið þér til góðs
og sem einstaklingur stendur þú
mun sterkari eftir að lokum.
34 Vikan 27. tbl.