Vikan


Vikan - 05.07.1984, Page 48

Vikan - 05.07.1984, Page 48
Pósturinn AIRMAIL PAR AVION Hrifln en. . . Elsku Póstur. Þetta er fyrsta bréfid sem ég sencli svo ég vona að Helga sé södd. Þannig er mál með vexti að ég er ferlega hrifin af einum strák í bekknum sem heitir H (þú mátt annars birta öll nöfn því ég vil hann lesi þetta). Vanda- mál mitt er að ég er svo hrœðilega feimin og í hvert skipti sem ég hitti hann roðna ég og verð eins og klessa. Eg fer meira að segja ekki í partí þar sem hann er því ég er svo feimin. H veit að ég er hrifin af honum því hann sá einu sinni nafnið sitt í stílabókinni minni en samt reynir hann allt til þess að gera mig afbrýði- sama. Hann er með öðrum stelpum, tekur ekki eftir mér, nœstum fyrirlítur mig. Ein stelpan í bekknum, sem heitir M, er ferlega sexý og dillar sér fyrir framan hann og alla strákana. Allir líta upp til hennar og sérstak- lega H. Ég er að verða brjáluð. Hvað get ég gert til þess að hann taki eftir mér? Á ég að vera eins og M er? Kœri Póstur, ekki segja mér að gleyma honum því það yet ég ekki. Ein ráðþrota. gera fyrir þig aö reyna að komast að því hvort sá sem þú ert hrifin af hverju sinni hafi áhuga og er þá oft ágætt aö nota vinkonurnar dálítið í njósnir. Ef við tökum nú annað stig í þessu máli þá segir þú að H viti aö þú hafir áhuga en hann taki alls ekki eftir þér, jafnvel fyrirlíti þig. Er H þá þess virði að vera að eltast við hann? Þetta er ein spurningin og hin er: Getur verið að H sé líka feiminn og feimnin í þinn garð komi þannig út hjá honum? Þetta ættir þú að hafa í huga og reyna að kanna betur hug hans til þín. I sambandi við M þá átt þú ekki að vera eins og neinn annar. Vertu eins og þú ert og kannaðu hug H til þín. Ef þú svo kemst að því að H hefur alls engan áhuga þá mundu að þaö geta veriö fleiri fiskar í sjónum. Athugasemd í sambandi við nafnabirtinguna: Þú biður Póstinn í lok bréfsins þíns að birta öll nöfn en það er regla hjá Póstinum að gera aldrei slíkt og verður þú því aö láta hér nægja H ogM. Duran Duran 1. Nick Rhodes var stofnandi Dur- an Duran ásamt John Taylor. 2. -3. Drengirnir eru: Nick Rhodes, fæddur Nicholas James Bates. Fæddur 8.6.1962 í Birming- ham og er því nýorðinn 22ja ára. John Taylor, fæddur 20. 6. 1960 og því nýorðinn 24ra ára. John er einnig frá Birmingham. Simon Le Bon, fæddur 27. 10. 1958 í London og er því 25 ára. Andy Taylor, fæddur 16. 2. 1961 skammt frá Newcastle. Roger Taylor fæddur 26. 4.1960 í Birmingham og er því 24ra ára gamall. John, Andy og Roger, sem allir þrír bera eftirnafnið Taylor, eru ekkert skyldir! 4. Ekki veit Pósturinn um heimil- isföng þeirra félaga, enda eru svona frægir menn víst lítið að flíka þeim, en þeir eiga sér að sjálfsögðu aðdáendaklúbb: Duran Duran Fan Club 273 Broad Street Birmingham, B12DS, England. 5. Pósturinn veit að Andy á veit- ingastað og er einnig talinn húm- oristi hljómsveitarinnar. Simon er talinn hafa haft mikinn áhuga á leiklist og var eitthvað að læra á árum áður. Annars eyða þeir fé- lagar miklum tíma í tónlistina. Og meira veit Pósturinn ekki. Ef við tökum þetta nú stig af stigi þá standa málin svona: Þú ert feimin og er ekkert athugavert við það, eins og alltaf er verið að minnast á hér í Póstinum. Þessi unglingafeimni hverfur oftast þegar fram líöa stundir og ung- lingsárin eru að baki. Hitt er svo annaö mál að þú nærð engum árangri í von um aö kynnast þeim sem þú ert hrifin af nema þú berir þig eftir björginni. Það þýðir ekkert að sitja heima og bíða og vona á meðan hann situr í partíinu ef til vill að vonast eftir að þú komir á staðinn. Það er um að Hœ Póstur. Við erum hér tveir Duran Duran aðdáendur og œtlum að spyrja þig dálítið um meðlimina: 1. Hver stofnaði Duran Dur- an? 2. Hvað heita meðlimirnir fullu nafni ? 3. Hvað eru þeir gamlir og hvenœr eigaþeir afmœli? 4. Hvar eiga þeir heima ? 5. Hver eru áhugamál þeirra ? Óog B. Meira af Duran Duran Póstinum hefur borist eftirfar- andi bréf sem hér birtist sem smá- viðbót fyrir Duran Duran aðdá- endur: Hœ, hœ, Póstur. Við erum tveir Duran Duran aðdáendur og œtlum að segja nokkur orð um Duran Duran. John Taylor er fœddur 20. júní 1960 í Birmingham í Englandi. Hann er 187 cm á hœð, með dökkskollitað hár og brún augu. Áliugamál hans eru bílar og James Bond. Hann safnar leik- fangabílum og blöðum. Andy Taylor er fœddur 16. febrúar 1961 í Englandi. Hann er 168 cm á hœð. Hann er með brúnt hár og blá augu. Áhugamálin eru tennis, krikket, hestar og út- reiðartúrar. Hann safnar gíturum, dýrum og húsum í Englandi. Roger Taylor heitir fullu nafni Roger Andrew Taylor. Hann er fœddur 26. apríl 1960 í Birminyham í Englandi. Hæðin er 175 cm og hann er með svart hár og brún augu. Áhugamál hans eru trommur. Hann safnar plötum og trommum. Simon Le Bon heitir fullu nafni Simon Charles Le Bon. Hann er fœddur 27. október 1958 í Bushey í Englandi. Hann er 188 cm á hœð, með Ijóst hár og blá augu. Ahugamál hans eru að skrifa, mála, lesa og vera á skíðum. Hann safnar síma- númerum. Nick Rhodes heitir réttu nafni Nicholas James Bates og er fœddur 8. júní í Birmingham í Englandi. Hann er 173 cm á hœð, með svart og Ijóst (núna) hár og græn augu. Ahugamál hans eru Ijósmyndir, skemmtilegt fólk og jarðarber. Hann safnar videomyndum. Duran Duran heldur upp áAston Villa. Takk, Andy Taylor oy John Taylor. 4» Vlkan 27. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.