Vikan


Vikan - 05.07.1984, Síða 50

Vikan - 05.07.1984, Síða 50
Guðfinna Eydal sálfræóingur þó að þetta væri óvenjulega gáfuð geit. Eins er þessu farið um barn sem vaknar einn morgun viö að vera orðið að fullorðinni mannveru. Hin líkamlega breyting er örari en hin sál- fræðilega og það kemur unglingunum í bobba. Samtímis þessu er staða þeirra í sam- félaginu óráðin. Verulegur partur af stílnum yfir unglingunum og stælunum í þeim eru viðbrögð við þessum vandræðum. Hvsr er ég? Sem barn hefur unglingurinn hvílt öruggur (vonandi) í því um- hverfi sem ber hann uppi. Pabbi — mamma — liús — systkini — skóli — allt eru þetta fastir punktar í tilveru barnsins og slá fastri sjálfsmynd þess, ef svo má að orði komast. Grunninum er kippt und- an þessari öruggu tilveru þann dag sem barnið vaknar upp við að vera orðiö að annarri veru. Röddin kann að hafa breyst, brjóst vaxið framan á sléttum brjóstkassa eða skegghýjungur fram úr grönum sem voru áður mjúkar og sléttar eins og barns- rass. Fólk hefur borið því vitni að þessari þróun fylgi óhugur eða jafnvel ótti. Á hinn bóginn eiga unglingar langt í land með að verða sér úti um sjálfsmynd á þann hátt sem fullorðnir fara að því. Þeir hafa ekki komist að því hvernig per- sóna þeirra starfar né líkami né það sem skiptir meira máli: Þeir hafa ekki fundið sér réttlætingu í mannfélaginu með starfi sínu, með því að framleiöa nýtilega vöru eða inna af hendi þjónustu eða með öðrum hætti sem er einnig algengur: að vera öðrum tilfinningalegt akkeri og uppfylla þarfir þeirra. Viðbrögðin Unglingarnir bregðast einkum við óörygginu á tvennan hátt: meö því að slá sér saman í hópa, sem slá fastri sérstööu sinni með ytri táknum, hegðun og talanda (slangri), og með því að leita á náðir fyrirmynda, svonefndra ídóla. Það er oftast fólk úr kvik- 15 Fjölskyldumál Pabbi er æði. Mamma er hallæri! Hver kannast ekki við þvílíkar einkunnagjafir unglinga varðandi samborgara sína, félaga og aðra? Sjálf höfum við heyrt svo mikið af slangri þeirra að okkur hefur lærst að skilja dálítinn hluta þess, eins og útlendingi sem hefur verið um tíma í framandi málsamfélagi. Líklega skortir okkur þó mikið til að skilja til fulls orðaforða unglinganna og fínleik þeirra í blæbrigðum. Við skiljum orðin æði og hallæri en tæp- lega ef þeir segðu okkur að við værum glerjuð og allra síst ef við værum glerjuð í raun og sannleika. Hvaö er slangur? Slangur er án efa ein sú grein íslensks máls sem er hvað mest lifandi og sem einna mest nýsköpun fer fram í. Það vex og dafnar án tilstillis menntamála- ráðuneytisins og annarra stjóm- valda. Það er mannlífið sjálft, eins og það gerist fjörugast, meðal unglinga. Öll getum við hin brugðið því fyrir okkur ef við á, en sleppum því ef það á ekki við. Við myndum síður búast við jáyrði bankastjóra ef við töluöum um að slá hann um monning. Af hverju meðal unglinga? Við erum sí og æ að gefa öörum hugmyndir um sjálf okkur, hug- myndir sem eru réttar eða rang- ar, hugmyndir um hvernig við erum — hugmyndir um hvernig við erum ekki en hvernig við viljum að hinir líti á okkur. Kannski vil ég sýnast dálítiö sterkur en veit sjálfur að ég er dálítið veikur fyrir á köflum. Það á ekki síst við um unglingana að þeir reyni að sýnast svona. Af hverju? Unglingar eru ekki börn og því síður fullorðið fólk. Hvað eru þeir þá? Það er spurning fyrir okkur hin en það er enn áleitnari spurning fyrir þá sjálfa. Stundum orka þeir á aðra sem einhverjar framandi verur sem ómögulegt er að finna stað á meðal manna. Hin skyndilega breyting úr barni í (líf- fræðilega) fullorðna mannveru veldur miklum ruglingi og er auövitað erfiðust unglingunum sjálfum. Geit sem vaknaði upp viö það einn morgun að vera orðin að manni myndi vera lengi að komast að því hvernig hún ætti að fara að því að vera maður, jafnvel Unglingar — stfli og stælar 50 Vikan 27- tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.