Vikan


Vikan - 05.07.1984, Page 51

Vikan - 05.07.1984, Page 51
myndum og úr popptónlistinni. Veik sjálfsímynd er styrkt meö ytri stoðum, fötum, hárgreiöslu og meö því aö unglingar leita stoðar hver hjá öðrum. Aldrei fyrr né síðar í lífinu skipta félagar manns jafnmiklu máli. Aö vera í hópnum er bundið því skilyrði að fylgja reglum hans um ytri tákn og hegðun. Hinni óstyrku sjálfsmynd er haldið uppi með sterkri út- hverfu. Slanguryrðið og tökuorðið töff felur í sér kjarna alls þessa máls. Töff föt, töff hegðun, töff talandi, meðal drengja og telpna (afsakið: gæja ogpæja). Hvað þurfa foreldrar (forráðamenn) aðgera? Foreldrar eða forráðamenn unglings, sem hefur breyst og tekið upp stæla, hafa stundum áhyggjur af velferð hans. Þeir ganga oft meö hugmyndir um að unglingurinn eigi að veröa ein- hvers konar nýtur þjóðfélagsþegn. Hvort sem þær hugmyndir eru verulega mótaðar eða ekki er unglingur, sem talar slangur og er meö pönkstæla í ytra útliti, fljótt á litið ekki líklegur til þess að þróast í þá átt sem hinir fullorðnu óska. Málið er þó oft ekki nærri eins alvarlegt og sýnist fljótt á litið. Það er alvarlegt ef unglingurinn er kominn í eiturlyf eða er dottinn út úr námi sem hann hefur hafið með fullu samþykki og áhuga fyrr. Það sem segir til í öðrum til- fellum hvort um hættu sé að ræða eru ekki stælar unglingsins í sjálfu sér. Að vísu getur slíkt verið merki um veika sjálfsímynd eða sjálfstraust. En það sem einkum segir til um hvort hætta sé á ferðum er forsaga unglingsins. Hafi bernska hans verið örugg og hafi hann þróast farsællega þá er lítil hætta á ferðum. Stælarnir eru aðeins saklaust ytra merki um á- stand sem líður hjá. En hafi ekki verið svo er oft ástæða til að hlut- ast til um líf hans. Það er aðeins mjög vandmeðfarið mál. Sá sem er veikur fyrir er í varnaraöstöðu. Hann verður að nálgast varlega. Boö og bönn stoöa sjaldnast og leiði þau til lausnar í fljótu bragði séö dugar sú lausn tæplega í lengd. Þurfi unglingurinn að mati forráðamanna á leiðsögn aö halda verður með einhverju móti að vinna trúnaö hans. Takist það ekki beint kemur til kasta utan- aðkomandi aðila, sameiginlegra vina, einhverra sem hafa unglinginn með höndum á stofn- unum sem hann er á (skóla, vinnustað o. fl.) eöa, ef það dugar ekki, þá sérfræðilegrar aðstoðar. :sð Glcesilegu belgísku í svefnherbergis- húsgögnin úr kirsu- - berjaviði H nýkomin aftur. Pantanir óskast staðfestar. OPIÐ: mánudaga 9—19, föstudaga 9—22, lokað laugardaga ísumar. Munið okkar hagstæðu greiðsluskilmála. vtsa Nota má kortin til útborgunar á samningi. húsiö Jon Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 Húsgagnadeild - Sími 28601 27. tbl. Vikan 5t

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.