Vikan


Vikan - 05.07.1984, Page 58

Vikan - 05.07.1984, Page 58
Iff Barna—Vikan Ævintýrið um kónginn Tuma Þumaling Er það ekki einkennilegt að sum böm eru aldrei verulega þæg þegar komið er vel fram yfir jól? Þau vita stundum ekki að hverju þau eiga að leika sér enda þótt þau hafi fengið mikið af nýjum og fallegum leik- föngum. Þau eru sum í leiðu skapi og óþekk. Hvaðgeturveriðaðþeim? Svona hugsaði móðir Helga litla þegar sonur hennar var óþekkur og óstýrilátur. Hann nennti ekki að leika sér að nýju leikföngunum sínum. Þau lágu bara í reiðileysi á gólfinu, í gluggakistunum og á stól- unum. Mamma varð ergileg og sagði: „Helgi, taktu saman dótið þitt og farðu nú út dálitla stund.” Helgi tók saman dótið sitt — en þótt leiðin- legt sé að segja frá því þá gerði hann það illa og með ólund. Hann fleygði öllu í eina hrúgu í leikfangaskápinn og þaut út. 0, hvað það var mikill nístandi kuldi úti. Helgi skalf. „Sæll, félagi, af hverju skelfurðu svona?” heyrði hann allt í einu sagt rétt hjá sér. Helgi leit í kringum sig. „Sérðu mig ekki?” sagði röddin aftur. „Líttu niður.” Helgi hlýddi og varð steinhissa þegar hann kom auga á örsmáan dreng, ekki stærri en fingur. „Hver ert þú?” spurði hann. „Ertuálfur?” Litli náunginn hló. „Ég er víst af þeirri ætt,” sagði hann, „en annars heiti ég Tumi Þumalingur — þú hlýtur að kannast við það nafn. Ég er kominn út í heim til að verða kóngur.” „Kóngur,” sagði Helgi. „Það get- ur þú víst aldrei orðið. ” „Attu við að ég sé of lítill til þess? ” spurði Þumalingur og varð mjög dapur í bragði. Þetta þótti Helga leitt. „Nei, ég á við að við höfum sjálfir kóng og í öðrum löndum hafa þeir líka kónga eða forseta eins sumir erukallaðir.” „Já, en ef þeir hafa ekki kónga í öllum löndunum þá geta þeir kosið mig,” svaraði Þumalingur. „Mig langar svo mikið til að búa í stórri höll og hafa hermenn í rauðum frökkum.” „Heyrðu,” sagði Helgi og var orðinn ákafur. „Komdu með mér inn, þú mátt fá leikfangahöllina mína og alla fínu hermennina.” Helgi tók félaga sinn varlega upp, horfði á hann í hendi sér og gekk inn í stofuna. Hann mundi allt í einu eftir að hann var einn heima því mamma hans hafði sagt að hún ætlaði að skjótast út í búð. „Nú skulum við leika okkur saman,” sagði Helgi og setti Þumal- ing á lítinn stól. „Ég ætla líka að ná í kleinu og mjólk handa þér,” sagði hann og kom að vörmu spori inn með litla kleinu og mjólk í brúðubolla. Á meðan Þumalingur var að borða tók Helgi fram alla kubbana sína og byggði stóra og fallega höll. Fyrir framan hana raðaði hann öllum hermönnunum sínum en þeir voru einmitt í rauðum frökkum. Þegar Þumalingur var búinn að borða og drekka gekk hann inn í höllina. „Nú ert þú kóngurinn,” sagði Helgi ákafur, „og þegar þú gengur fram á tröppumar skjótum við úr fallbyssum.” Þumalingur gekk út á tröppurnar og Helgi blés í lúður og skaut úr fallbyssunni. Búmm! Þumalingur heilsaði með hermannakveðju. En skyndilega opnaðist glugginn og inn kom lítil leikfangaflugvél. Ofan á henni sat negrabrúða sem sagði: „Mér er sagt að hér sé einhver sem vill verða kóngur. Fólkið í leik- fangalandi ætlar einmitt að kjósa sér kóng. Komið með mér.” Þumalingi þótti þetta ákaflega skemmtilegt og klifraði upp í leik- fangaloftbelg sem kom inn um gluggann rétt í þessu. „Viltu ekki koma með, Helgi,” kallaði hann og rétti út höndina til leikfélaga síns. Allt í einu var Helgi orðinn jafnstór og Þumalingur og þeir svifu hátt uppi í loftinu. Þeir voru á leið til leikfangalands og negrabrúðan í flugvélinni flaug á undan þeim til að undirbúa komu þeirra. Þeir svifu lengi og brátt sáu þeir land þar sem bæirnir voru byggðir úr kubbum og þar voru brúður og leikfangadýr um allt. \ 58 Vikan 27. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.