Vikan


Vikan - 05.07.1984, Side 61

Vikan - 05.07.1984, Side 61
“ Mormónar í vaxtarrækt Herreysbræöurnir unnu Evrópu-söngvakeppnina ð guRstigvéium. En þeir hafa unnié höróum höndum til að ná þessum áfanga. Meðal annars stunda þeir líkamsrækt. Það er pabbi bræðranna, WiHy, sem er umboðsmaður þeirra núna. Fjölskyidan er mjög samhent og þykir í mörgu minna á aðra söngelska mormónafjölskyldu: Os- mondfjölskylduna. Svíar geta nú vart vatni haldið yfir hinum nýja sigri sínum í Evr- ópusöngvakeppninni. Það voru Herreysbræðumir sem lögðu keppinauta sína að velli eins og ís- lenskum sjónvarpsáhugamönnum er í fersku minni. Svíar, sem voru farnir að halda að Abbaöldin væri liðin í heiminum og Ingemar Sten- mark þyrfti alfarið að snúa sér að tannkremsauglýsingum, eru nú aftur upplitsdjarfir og hressir í bragði þegar þeir streyma í vinn- una með tunnelbananum. Meðal- Svenson er nú sem sagt aftur með hýrri há eftir að þeir bræður Per, 25 ára, Louis, 17 ára, og Richard Herreys, 19 ára, eru orðnir eins konar Osmondbræður Evrópu. Raunar eru þeir, þótt fæddir séu og uppaldir í Gautaborg, nú bú- settir í Bandaríkjunum, þar sem Smámynd David Syhfian Og áfram höldum við meö smávegis myndir. Stjarna þáttarins í þetta skiptið er David Sylvian, fyrrum söngvari gæðasveitarinnar bresku, Japan. Það síðasta sem heyrðist frá honum var í fyrrasumar þegar hann, ásamt stjömunni úr kvikmyndinni Merry Christmas Mr. Lawrence, Riuichi Sakamoto, gerði lagið Forbidden Colours. Lagið náði umtalsverðum vinsældum, settist meira að segja að í efsta sæti íslenska listans um stund. En síðan þá hefur ekkert heyrst til hans. Ástæðuna kveður hann vera þá aö þegar hann hætti með Japan hafi hann gerst æði „deprimeraður” °g fengið hálfgert áfall og klígju fyrir tónlist. Forboðnu litimir voru því eins konar hliðarhopp hjá honum því að það var ekki fyrr en fyrir mjög stuttu að áhugi hans glæddist á tónlist að nýju. Nú fyrir stuttu kom út ^eð honum „singull” með laginu Red Guitar, lagi af LP-plötu sem von er á á hverri stundu. Sú mun verða nefnd Brilliant Trees og verður yerulega spennandi að heyra hana því David lætur ekki nokkurn hlut frá Ser fara nema hann sé fyrsta flokks. Nóg aö sinni, meira seinna. Richard hefur stundaö nám í söng og dansi. Richard lék raunar í 7 þáttum af „Fame” áður en hann sneri heim. Faðir þeirra bræðr- anna, var, áður en frægðin féll þeim í skaut, lagermaður en er nú framkvæmdastjóri þeirra og skipuleggur feröirnar. Það er raunar fleira en starfið og frægöin sem er líkt hjá Os- mondbræðrunum og Herreys- bræðrunum. Hvorir tveggja eru trúaðir mormónar. Herreysbræð- urnir telja að trúin hjálpi þeim til þess að standast það álag sem frægðin og starfið hefur í för með sér. Til þess að halda sér í formi stunda þeir jafnframt bænahaldi og trúariðkunum töluverða lík- amsrækt. Ekki veitir af.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.