Vikan


Vikan - 16.08.1984, Síða 19

Vikan - 16.08.1984, Síða 19
legt líf án hennar og annað að gera út af við hana. Auðvitað var óhugsandi að ég, Dorothy Jami- son, góð, trúuð kona gæti — gjör- samlega óhugsandi! Samt skilaöi ég túnfiskdósunum ekki aftur. Ég tók miðana af þeim og vafði þær inn í kniplingskjól sem ég hafði keypt í brjálæði mínu einu sinni. Ég varð aldrei svo óð aftur svo að ég fór ekki í kjólinn. Þess vegna voru ómerktar dósirnar í ljós- grænum kniplingsnáttkjól í innstu skúffunni minni. Mér fannst ég áhrifameiri við að vita af þeim. Auðvitað ætlaöi ég aldrei að nota þær. Fyrr eða seinna færi ég að gera hreint og henti þeim og frú Jamison yrði æf ef hún vissi að ég hefði hent heilum dal til einskis. Fólk, sem þekkti frú Jamison lítillega, gat ekki skilið hvers vegna ég var ekki hrifin af henni. Mér fannst hún falleg og aðlaöandi fyrst þegar ég hitti hana. Þetta var á styrktarfélags- tónleikum fyrir trúboð í Afríku. „Má ég kynna frænku mína, Dorothy Hunt-Morrison. Frú Randolph Jamison, Dorothy mín.” Ég heyrði á rödd frænku að þetta voru einhver forréttindi. Frú Jamison var með fallegan hatt og glæsilega hárgreiðslu. Greinilega hafði þekktur snyrtisérfræðingur komið nálægt andliti hennar. Sjálfsagt hafði hún verið falleg þegar hún var ung og sparaði ekk- ert til að halda fegurðinni við. Við töluðum um tónleikana, skólann og loks tókst frænku aö koma því kurteislega að aö móðir mín hefði gifst inn í hina þekktu Hunt-Morrison ætt. Hún bætti því ekki viö að aumingja pabbi væri enn aðstoðarprófessor í þriðja flokksskóla. Frú Randolph Jamison bauð okkur í kvöldmat daginn eftir. Hún sagði að sonur sinn, Randolph Jamison fjórði, væri líka í skóla- fríi. Ég tók boðinu tveim höndum. Það yrði mun skemmtilegra að hitta sætan strák í fríinu og hann hlyti að líta vel út ef hann væri líkur móður sinni. Hann var ekkert líkur henni. Hann var alveg eins og myndin af pabba hans í setustofunni. Én hann var hávaxinn og gáfaður. Konurnar töluöu um prestinn, organistann og næsta kirkjuboð. Þær gáfu það greinilega í skyn að við mættum tala saman. Mér fannst Randolph Jamison fjórði óttalega klunnalegur ungur maður, sennilega vegna þess að faðir hans dó þegar hann var ungur. Ég frétti að honum þætti gaman að lesa og langaði til útlanda næsta sumar. Ég kallaði hann Randy en hann hvíslaði að mér að mamma sín þyldi engin uppnefni. Hann væri alltaf kallaður Randolph. „Líka í skólanum?” spurði ég. Hann bara brosti og sagði mér frá ritgerð sem hann væri að skrifa um heimspeki Santayana. Það leið langur tími áður en ég komst að því að strákarnir í skólanum kölluðu hann aldrei neitt. Sagan um tilhugalíf okkar og giftingu er fljótsögð. Frú Jamison komst að þeirri niðurstöðu að ég væri lagleg, kynni mannasiöi og yrði þæg tengdadóttir. Svo var ég líka af Hunt-Morrison ættinni. Frænka hafði alltaf verið hrifin af auðæfum Jamisonanna. Nokkrum dögum eftir lokapróf var ég gift kona og brúðkaupið fór fram í sömu kirkju og ég hitti frú Jami- son fyrst í. Frænka hélt brúð- kaupsveisluna. Pabbi hefði auð- vitað getað séð um allt en við Randolph vorum að ljúka prófi og hugsa um brúðkaupsferðina. París var eins og við höfðum vonast eftir. Við ræddum mikið um listastefnur. Randolph var hrifnari af gömlu meisturunum en ég af Picasso. Ég áleit að hann þyrfti að kynnast ungu málurun- um til að elska þá eins og ég. Við fórum til Louvre en vorum mest á nýlistasöfnum. Mér tókst að kenna Randolph aö horfa á mál- verk. Við vorum mjög hamingjusöm og þótti slæmt að fara heim. Randolph átti að byrja að vinna í fyrirtækinu og ég átti að verða húsmóöir. Frú Jamison tók á móti okkur og sagði að herbergið okkar væri til reiðu. Hún hlustaði með athygli á allt sem við höfðum gert og séð. Mér fannst ég vera ævintýraprins- essan. Það var dásamlegt að búa í þessu fallega húsi og þurfa aðeins að vera dama. En ég þreyttist fljótlega á að vera gestur og fór að tala um eigin íbúð. „En hlægilegt!” sagði móðir Randolphs og flissaöi eins og stelpa. Fyrst þótti mér þetta fliss hennar töfrandi en það var farið að ergja mig. Hún var ekki ung lengur. „Hvers vegna ættuð þið að fá ykkur íbúð þegar nóg húsrými er hér? Þú veist ekkert um húshald, Dorothy mín. Vertu hérna þangað til ég hef kennt þér undirstöðu- atriði eldamennsku og hvernig á að ráða við þjónustufólk. Randolph er vanur að vel fari um hann. Ég er sannfærð um að hann vill vera hér þangað til þú hefur lærtþetta.” Ég leit á Randolph og vonaði að hann sætti sig við brennt kex svo að okkur liði jafnvel og í París og Flórens. Hann forðaðist að líta á mig. Hann þagði. Þegar við vorum orðin ein sagði ég að það væri best að gá að íbúð á morgun. „Það er víst rétt hjá mömmu að þú íærir húshald hér,” sagði hann. Hann var svo breyttur hjá móður sinni en ekki gat ég sagt honum að ég fyndi muninn þá. Ég ætlaði að læra að hugsa um heim- ili sem fyrst. Ég gerði það. Ég talaði við eldabuskuna og málarann og loks fór ég að sjá um matinn. Ég bauð fólki heim en þaö gekk ekki vel. Ekki gat ég sagt frú Jamison að hún væri ekki velkomin við borð- stofuborðið heima hjá sér. En fólkið skemmti sér ekki. Ég benti Randolph á þá staöreynd. „Nú fer ég og tala við Hunter og Connolly. Við þurfum bara lítið hús. Viltu einhvern sérstakan borgarhluta?” Randolph leit hikandi á mig. „Ég er hræddur um að mamma sé vön að hafa okkur hér. Hún veröur reið.” „Vitleysa! Það er ekki eins og við séum að flytja langt! Við komum oft í heimsókn. ” Tveimur vikum seinna fékk ég að sjá lítið og sætt hús. Ég sagði þeim frá því um kvöldið. Frú Jamison tók upp lítinn vasaklút og fór að gráta án þess að eyðileggja snyrtinguna. „Ég hélt að þið væruð ánægð héma,”sagöihún. „Auðvitað erum við það, mamma.” sagöi Randolph. Ég reyndi að útskýra fyrir henni aö ungt fólk þyrfti að fá að vera í friði fyrstu hjónabandsárin en frú Jamison hélt áfram að gráta. „Ekki hef ég verið að skipta méraf ykkur.” „Auðvitað ekki, mamma. Þú gætir ekki gert slíkt.” „Ég get ekki hugsað mér að búahér ein.” Randolph féll fyrir þessu og fullvissaði hana um að við myndum aldrei kaupa lítið hús á Elm Street. Ég reyndi viö hann í rúminu um kvöldiö en ég kunni ekkert fyrir mér. Ég varð bara rauðeygð og nefið á mér bólgnaði þegar ég grét. Ég lét undan í bili. Svo ákvað ég að mála svefnherbergið fyrst við áttum að vera þarna til eilífðar- nóns. Það var reglulega sætt. Litlu Picassoteikningarnar, sem ég hafði fengið svo ódýrt í París, ráku endahnútinn á allt saman. Randolph var enn hrifinn af gömlu meisturunum en ég áleit að þaö lagaðist með tímanum. Fyrr eða seinna kæmi barn í heiminn. Frú Jamison yrði leið á að vakna á nóttinni. En ég varð ekki barns- hafandi. Ég talaði um tökubarn og tengdamóður minni var nóg boðið. „Hvernig dettur þér í hug að tökubarn geti borið Jamison-nafn- ið?” sagði hún. — „Hvernig getur þér dottið svona í hug? ” Ég varð alveg vitlaus um kvöldið. „Hún lifir okkar lífi,” sagði ég viö Randolph. „Við verðum aö komast héðan. Ég vil búaískúrmeðþér.” Aumingja Randolph. Kon- urnar tvær, sem hann elskaði, toguðu báðar í hann. Ég tapaði alltaf reiptoginu. Tengdamóðir mín kunni taflið betur. Ég leit á hana sem skrímsli í dulargervi. Mig dreymdi um það sem ég gæti gert þegar hún væri dauð, en hún var viö bestu heilsu. Svo kom fréttin um fiskinn. Ég lék mér að þeirri tilhugsun að nota hann einhvern tímann. Auð- vitað yrði ég að fara gætilega að því. Við Randolph máttum ekki fá bita. Hvernig færi ég að því ef ég gerði það sem ég myndi auðvitað aldrei gera? Ég yrði að bera þetta fram sem smárétti og gæta þess vel að diskarnir lentu á réttum stað. Hvernig fara moröingjarnir ekki í leynilögreglusögum? Stundum drepa þeir ekki réttu manneskjuna. Auðvitað var þetta hlægilegt. Eins og ég væri morð- ingi. Ég hefði sennilega látið sitja við hugsunina eina ef það hefðu ekki verið gluggatjöldin. Þau komu í vægast sagt slæmu ástandi úr hreinsun. Ég lagði til að kaupa gluggatjöld sem ekki þyrfti að strauja. Frú Jamison brá. „Það var frægur innréttingafræðingur sem sá um herbergið hér,” sagði hún. „Égvilengu breyta.” „Ég held að þetta efni sé ekki lengurtil.” „Þú verður að fara í bestu búðirnar. Ég er sannfærð um að við getum fengið næstum eins efni.” Ég fór á söfn og lét mér líða vel allan daginn í bænum og rétt áður en ég fór heim keypti ég bút af gerviefni sem var nákvæmlega eins á litinn og hitt. „Þetta er eiginlega eins,” sagði 33. tbl. Vikan X9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.