Vikan


Vikan - 16.08.1984, Side 23

Vikan - 16.08.1984, Side 23
svíkja gefin loforð vegna þess að ég gleymdi þeim og ég fann að ég var að glata traustinu hjá öðrum. Það fór líka í taugarnar á mér hvað ég afkastaði litlu. Ég gat setið heilu tímana og látiö mig dreyma um það sem ég ætlaöi og langaði til aö gera og vissi að ég gat ef ég vildi en ég gerði aldrei neitt nema að blanda bara í næstu pípu. Ég var rekin úr góðri vinnu sem ég hafði fengið fyrir tilviljun og stuttu seinna var ég sett í gæslu- varðhald í Síðumúlanum. Það var gerð húsleit heima og eitthvað af efni fannst þar og pípur, vigtir og fleira. En ég var svo deyfð af vímugjafanotkun að ég skildi ekk- ert í þessum ofsóknum á hendur mér og af hverju þeir gátu ekki látiö mig í friöi þar sem ég lét þá í friði. Ég gerði mér heldur enga grein fyrir því að þetta væri vandamál sem ég ætti við að stríða. Ég ætla ekki að lýsa dvöl minni þama innan grænna veggja en mæli ekki með slíkum sálar- eyðandi stöðum. Ég var í algjörri einangrun í nokkrar vikur og var mjög hatursfull út í yfirvöldin og reið ung stúlka sem hafði engan rétt til eins né neins. Ég fékk ein- hver fráhvarfseinkenni þama inni, rúmfötin voru rennandi á nóttunni og draumamir mjög ruglaðir. Ég vildi engin lyf og eyddi tímanum í að lesa, leggja kapal og sofa. Eftir að ég kom út í þjóðfélagið á nýjan leik var ég algjör manna- fæla og þoldi engan eöa fáa af mín- um vinum og kunningjum en það fyrsta sem ég gerði var að fá mér í eina feita pípn. Ég var skítblönk, fékk hvergi vinnu og lagðist í þunglyndi. I þannig ástandi var ég í smátíma en foreldrar mínir og fjölskylda voru öll af vilja gerð að hjálpa mér og styðja mig og komu vel fram viö mig. Mamma hafði tekið stelpuna meðan ég var inni og það kom ekki styggðaryrði úr þeirri átt sem ég hefði sjálfsagt átt skilið. En ég ákvaö að fara í pásu eða bindindi og dreif mig út á land í fiskvinnu. Þar var ég í nokkra mánuði og sukkaði lítið sem ekkert. Það var ágætur tími og ég náði mér aftur á strik. En ég kom aftur í bæinn í sama félags- skapinn og byrjaöi á ný að sukka á fullu. Það var reyndar ekki einsþVftrg- var löngu hætt aö fara upp af efninu en fór bara niður. Mér leiddist og reyndi mörg misheppn- uð bindindi en gat aldrei sagt nei við pípunni. Ég gat haldið ástand- inu leyndu fyrir fjölskyldunni og út á við en mig langaði til að gera margt og vissi að ég hafði hæfi- leika til að gera margt annað en að sitja heima hjá mér og stara út í loftið. Ég byrjaði í skóla en gafst upp á honum og hélt bara áfram að selja efni og reykja. Þannig gekk þetta í 2 ár í viðbót þangað til að ég sá fram á að svona gengi þetta ekki lengur og ég yrði að gera eitthvað róttækt í málunum. Stelpan mín var líka orðin það gömul að hún gerði sér fullkomlega grein fyrir ástandinu og ýtti oft óþyrmilega við mér. Ég réð mig í sveit með hana með mér og ákvað nú að hætta alveg. Ég skammaðist mín fyrir að láta mér líða illa og var of stolt til aö biðja um hjálp á mínu vandamáli svo ég tók út fráhvarf- ið og niðurbrotið ein í sveitasæl- unni. En það var ekki auðvelt og ég var alveg gífurlega viðkvæm, grét út af engu og þurfti óhemju- mikinn svefn. Mér fannst mig líka vanta einhvern grundvöll til að byggja edrúmennskuna á, ég kunni ekki að takast á við daglegt líf vímugjafalaus. Eftir eins árs baráttu tók ég þá ákvörðun að fara í meðferð og það var eins og þungu fargi af mér létt við þá ákvörðun. Ég var líka að verða 33. tbl. Vikan 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.