Vikan


Vikan - 16.08.1984, Page 44

Vikan - 16.08.1984, Page 44
Framhaldssaga Eitthvað leiftraði djúpt í augum hans, hlátur eða illkvittni. En rödd hans var letileg eins og venjulega. „Ef ég hefði sagt það, ungfrú.” Hann horfðist í augu við hana meðan hún áttaði sig á því sem í svarinu fólst. En áður en hún gat látið í ljós kvíða sinn tók hann aftur til máls. „Þakka þér fyrir að þegja yfir pókernum.” Catherine kunni ekki við þetta. Það hljómaði eins og Slattery hefði skipað henni í sínar raðir. „Ég áttaði mig ekki á því að hr. Dulake væri að tapa miklu fé eða aö fjárhættuspilið væri leynilegt og fastur liöur.” Hún reyndi að finna annaö um- ræðuefni. „Ég hef mína hentisemi í sam- bandi viö tilboð þitt um að nota hryssuna,” sagði hún, klappaði á háls hestsins. „Ég vona að þú...”. Hann brosti aftur. „Ég get ekki hugsað mér neinn sem ég vildi heldur láta liðka hana, ungfrú. Hvað sem því líður varst það þú sem réöir hann...” Hann kinkaði kolli aö skjótta hestinum í fjarska. „Það er eins gott að þú ert ekki alltaf bundin í vagninum. Þú verður að geta hreyft þig, haft auga með honum.” Hann snerti hattinn sinn. „Ég skil við þig núna, ungfrú — fer og fylgist meö þarna aftan til.” Catherine þakkaði honum fyrir en hún sá hann ekki ríða aftur með vagnaröðinni. Hún horfði fram, sá ekki skjótta hestinn fyrir sólinni sem var að setjast, mundi allt í einu eftir viskíflöskunni... BUCHANAN birtist ekki nógu snemma til að segja þeim að stansa fyrir nóttina. Pete Cordell geröi þaö fyrir hann. Þá var Catherine komin aftur í vagninn, taugauppnám hennar smátt og smátt að sljákka. Þegar Catherine aðstoðaði við að kveikja upp eld tók hún eftir því að Milton var óvenju stilltur. Frá því aö hann eignaðist hvolpinn Buck hafði hann lagt af flesta fulloröinssiðina sem hann hafði tileinkað sér til að skipa „sess Roberts frænda”. En þetta kvöld virtist allur heimsins þungi hvíla á herðum hans. , Hvað er að, Milton?” spurði hún. „Ekkert, Cathy!” Hann hélt hvolpinum þétt að sér. „Láttu ekki svona, Milton East- lake. Ég veit hvenær eitthvað er aðangra þig.” „Ég botna ekki í Buchanan,” trúði Milton henni fyrir. „Hann leyfir mér að fá hvolpinn, svo urrar hann á mig fyrir að leyfa Buck að skokka um í kringum vagninn.” „Hvenær gerist þetta?” spurði Catherine ringluð. „Eftir að þið komuð úr indíána- þorpinu. Ég var að leika við hina krakkana, eins og mamma sagði mér að gera, deila hvolpinum með þeim, og þá æpti Buchanan á mig að setja hundinn upp í vagn, sagði að það væri nógu mikið af óðum hundum hérna í kring þó Buck yrði ekki bitinn líka. ” Blóð Catherine kólnaði í æðum hennar. „Hvaða óðum hundum?” „Það veit ég ekki. Buchanan sagði bara aö það hefði þurft að skjóta einn indíánahundinn í síðustu viku vegna þess að hann heföi bitið einhvern. ’ ’ Catherine skimaði hrelld í kringum sig eftir Buchanan í vagnahringnum. Hún varð að ná í hann, segja honum að hún vissi sannleikann, segja honum hvað hún hefði dæmt hann rangt... „Hvar er Buchanan núna, Milton?” „Eg hef ekki séð hann lengi. ” Catherine flýtti sér á milli hinna fjölskyldnanna sem nú voru aö útbúa kvöldverðinn. Það voru engin merki um hann, jafnvel ekki hjá varðeldi Noonan-fjöl- skyldunnar. „Hafðu ekki áhyggjur, ungfrú Davenport,” sagði Sheenah Noonan. „Hann kemur einhvern tíma aftur. Þú getur ekki haft hanníbeisli!” „Ég vil hitta hann núna,” sagöi Catherine annars hugar og fór að leita að Pete Cordell. Hann var með Slattery hjá matarvagninum. „Hvar er Buchanan? Ég þarf að tala viðhann.” „Buchanan kærir sig ekki um félagsskap þessa stundina,” urr- aði Cordell. „Þú hlýtur að vita hvar hann er!” „Auðvitað veit ég það. Hann hefur í hyggju að vera einn.” Cordell sneri við henni baki og Catherine leitaöi til Slatterys. Hann ýtti svörtum hatti sínum aft- ur í hnakka og klóraði sér í höfð- inu. „Jæja, já, en mér finnst að það sé best að láta hann í friöi ef hann erí þessuskapi.” Hún fór gröm aftur að varðeldi Eastlake-fjölskyldunnar. Þar var Fancy Donahue að hjálpa Emmeline að blása lífi í trega loga með því að veifa gula hattinum sínum. „Hr. Donahue, ég þarf að finna Buchanan. Núna strax.” „Hvaðer að?” „Það er ekkert að. En þetta er áríðandi.” Hann trúði henni, það leyndi sér ekki. Hann reis á fætur og gekk til hennar. „Þaö er best að þú sækir hryssuna. Hann verður uppi í hæð- unumínótt.” „Ertu viss um að þú verðir að hitta hann?” spurði Fancy þegar þau riðu burt frá varðeldunum inn í myrkrið sem var að skella á. Catherine gaf honum horn- auga. „Sjáöu til, Patrick.” Övenjuleg notkun hennar á skírn- arnafni hans — sem Emmeline notaði ævinlega núorðið — náði at- hygli hans betur en nokkuð annaö hefði getað. „Ég veit að hann hef- ur verið í félagi við viskíflösku í allan dag. Þess vegna vil ég tala við hann. Fancy andvarpaði. „Skyldi Pete Cordell ekki vilja brjóta á mér báða fæturna fyrir að fara hingað með þig. Ertu viss um að þú viljir ekki láta þetta bíða til morguns.” „Þakka þér fyrir,” sagði Cath- erine stutt í spuna. „Vísaðu mér bara til hans, svo geturðu flengrið- ið aftur til Emmeline.” Fimmtán mínútum síðar greip Fancy ítaumana. „Þarna uppi!” Hann kinkaði kolli. „Um gilið. Farðu nú var- lega. Hann verður í brjáluðu skapi.” Hann þagnaði, bætti svo vandræðalega við: „Kannski — viltu gera nokkuð fyrir mig, ung- frú?” Hún leit undrandi á hann. „Ef þú kannski vildir leggja inn fyrir mig gott orð hjá frú East- lake,” tautaði hann, horfði niður á beislið. „Hún horfir ennþá á mig eins og ég sé höggormur...” „Auðvitað tala ég við móður Emmeline,” sagði hún blíðlega, snortin af hlýjunni í brosinu sem hann sendi henni. Svo horfði hún á hann ríða burt, milli kletta og runna, og hvatti hryssuna áfram upp í gilið, kom róti á steina og pírði augun í sólsetrinu. HINUM MEGIN viö gilið fann hún Buchanan. Hann sat með bakið upp við renglulegt tré, lét hend- urnar hanga máttlausar fyrir framan sig. Hálftóm viskíflaskan lá á jörðinni við hlið hans. Skjótti hesturinn, sem bundinn var skammt frá, fnæsti þegar Cather- ine nálgaðist en Buchanan leit ekki upp. Hún fór af baki, sleppti hryssuni á beit skammt frá og hafði eins hátt og hún gat á leiðinni til hans. Hún nam staðar fyrir framan hann, skyggði á sólina og beið. Hann ýtti hattinum sínum silalega aftur og leit á hana með erfiðis- munum. „Þú ert langa leið að heiman, ungfrú Davenport. Ættirðu að vera úti án siögæðisvarðar?” Hún skeytti ekki um hæönina. Sársaukinn var þarna enn, innst í augum hans; viskíiö hafði deyft hann, ekki fjarlægt hann. „Eg verð að tala við þig,” sagði hún. „Hvað höfum við að tala um? ” Hann talaði hægt og gætilega en drafaði ekki. Hún horfði á borðið í viskíflöskunni og undraðist þetta. „Ég verö að segja þér — ég dæmdi þig rangt. Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvaða veiki gamli maðurinn þjáðist af.” Hann hnyklaði brýnnar, leit undan og drap nokkrum sinnum tittlinga. Svo reis hann á fætur, studdi sig með annarri hendi við trjábolinn. „Og nú gerirðu þér grein fyrir því?” Hik hennar gerði hann óþolin- móðan. „Oðra hunda veiki!” sagði hann yfirvegað. „Það kallaöi gamli indíáninn það. Hann vissi það. Og hann vildi ekki lifa fáein- um dögum lengur þangað til hann yrði slefandi og brjálaður eins og óður úlfur.” Hann rak andlitiö al- veg upp að henni. Viskístybban kom henni til að gretta sig en hún hörfaði ekki. „Mér þykir fyrir þessu, það vil ég að þú vitir, ákaflega mikið. Ég var rétt áðan að átta mig á af hverju þú þurftir að...” „Binda enda á kvalir hans? Fá- einir dagar enn og hann hefði gengið af vitinu, rifið sundur leð- urólarnar, ráðist á alla sem hann sá — og kannski dreift hundaæði um allan ættbálkinn. Það lítur ekki fallega út, er það?” „Ég veit það. Mér þykir þetta leitt,” endurtók hún. „Ég veit núna af hverju þér var svona mik- ið í mun að vagnalestin héldi áfram. Ég... hefði átt að vita bet- ur.” „Auðvitað hefðir þú átt aö vita 44 Vikan 33- tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.