Vikan


Vikan - 16.08.1984, Page 46

Vikan - 16.08.1984, Page 46
m Framhaldssaga það. Þetta er allt eins og spennandi leikur fyrir þig, þessi nýi heimur. Þaö er allt í lagi fyrir inn- flytjendur. En heimurinn minn endaði þarna — í kirkjugarðinum í St. Joseph.” „Nancy, elskan mín,” bað Catherine. „Robert vildi nýtt líf fyrir ykkur Emmeline í Kali- forníu. Emmeline er enn aö vaxa úr grasi. Hún kemst ekki af án þín!” Catherine teygði sig eftir píanóinu sem var fest á vagn- hliðina. „Emmeline glataði nærri því öllum sínum draumum. En núna er hún að flytja þá meö sér til Kaliforníu — á rólegan stað, lausan við erfiðleika, staö þar sem grasiðer grænt.” Orð Roberts Eastlake berg- máluðu um vagninn og það varð löng þögn meðan regnið baröi strigann. „Kannski ...” stamaði Nancy. „Kannski hefurðu á réttu að standa, Cathy.” „Þú veist að ég hef á réttu að standa. Dóttir þín er falleg, við- kvæm ung kona sem á skilið nýja framtíð. Það er engin framtíð fyrir hana án þín.” Nancy kinkaði kolli og hélt fast í hönd Catherine. Svo dró hún djúpt að sér andann og knúði fram bros. „Ætli ég hafi ekki bara verið að vorkenna sjálfri mér. Ég hef ekki lagt mitt af mörkum, er það? ” „Kannski liði þér betur ef Emmeline sæti hjá þér,” lagði Catherine til. „Nei, láttu hana vera hjá þér, Cathy. Ég má ekki íþyngja telpunni. Hún veit að ég er héma ef hún þarfnast mín. Ég — mér þykir bara fyrir því að hafa gert mig að svona miklu fífli. Og það sem ég sagði við þig!” „Þetta var alveg rétt hjá þér. Eg er ekki flækt í þetta. Það er allt auðveldara fyrir mig.” Fljótlega eftir þetta fór hún aftur í vagninn sinn og Milton sneri aftur til móðursinnar. Nancy hafði fengið útrás fyrir svolítiö af kvöl sinni í tárum og tali og yrði ánægðari næsta morgun, gæti horfst í augu við nýjan dag. En Catherine hafði engan að tala við. I fyrsta sinn frá því hún fór frá New York skrifaði hún ekkert í dagbókina sína. Sársaukafullur áreksturinn við Buchanan, blygöunin í kjölfar hans, var enn of nýtt og viðkvæmt til að hægt væri aö festa það á blað. Hún lá og beið eftir að sofna en gat það ekki og í hvert sinn sem hún lokaði augunum sá hún fyrir sér andlit. Gamli pawnee-indíán- inn sem vildi deyja: mágur hennar þegar hann féll aftur yfir sig og hæddist enn að henni: Buchanan, augu hans blind þegar hann teygði sig eftir henni... Það leiö á löngu áður en hún sofnaði. NÆSTA DAG var versta veður sem þau höföu hreppt frá því að þau fóru frá St. Joseph. Meðan vagnalestin mjakaðist upp hæðirnar breytti látlaus rigningin jörðinni í mýri. Vagnarnir voru alltaf að festast, hjólin sukku upp að öxlum í eöjuna. Allir ýttu, tóku á og lyftu meö foruga fætur í beljandi rigningu til að mjaka lestinni áfram. Þeim miöaði svo sem ekkert. Þrír vagn- arnir misstu hjól, sem tók marga klukkutíma að skipta um. Það var ómögulegt að halda sér þurrum. Eftir því sem varö brattara fataðist múldýrunum oftar, þau runnu til og misstu fótfestuna. Buchanan stjórnaði ferðinni þennan dag með eiturhvassri tungu. Hann pískaði múldýrin áfram, bölvaði ökumönnunum og formælti rigningunni og enginn andmælti. Þau klöngruðust keng- bogin upp í móti með erfiðis- munum, andardrátturinn sparað- ur fyrir kvalræðisverkið að pína vagnana í gegnum mjó skörð. Catherine og Emmeline ýttu á forustuvagninn meðan Charity hélt í taumana. Þær fengu meira en sinn skammt af ókvæðisorðum frá Buchanan vegna þess að þær voru fremstar og fóru fyrir lest- inni. Um kvöldið var Catherine of uppgefin til að gera uppsteyt. Þau höfðu ekki komist nema þrjár míl- ur og ennþá rigndi. Buchanan lét opinberlega í ljós óánægju sína þetta kvöld. Vagn- arnir voru klemmdir saman í skjóli við bratta skriðu, í vari en enn ekki lausir úr eðjunni. Hann borðaði kvöldverðinn á hlaupum og skvampaði svo á milli vagna, áminnti, ráðskaðist, knúði fram sérlegt átak næsta dag. Þá stundina hataöi Catherine hann. Hún vissi aö það var ekki honum að kenna að hún þurfti að sofa óhrein og blaut; hún hafði kosið að fara vestur, hún hafði fengið þennan þrælapískara til starfa, hún haföi ekki skeytt um ráðleggingar hans að vera kyrr á austurströndinni. En hún hataði hann samt. Það rigndi í tvo daga enn og stundum breyttist regnið í haglél sem buldi eins og steinvölur á vögnunum. Við og við missti vagn takið og rann aftur á bak og það tafði fyrir lestinni. Einu sinni þegar þetta gerðist meiddist múldýr svo illa að Buchanan skipaði að skjóta það. Það tilheyrði ungu hollensku hjón- unum og stúlkan grét þegar Pete Cordell leysti dýrið frá vagninum og lógaði því. Þar sem þau vantaði eitt múl- dýr þurfti að reka meira á eftir ækinu þeirra til að þau gætu haldið í viðhina. Þetta kvöld kallaði Buchanan saman fund. „Við komumst aldrei í Klettafjöll með þessu móti, góðir hálsar. Við höfum ekki farið nema fimmtán mílur á þremur dögum. Það er brattara framundan og þó sé að stytta upp er jörðin forar- svað. Eftir kvöldverð er best að fólk í öllum vögnum geri upp hug sinn um hvað það þarf ekki að hafa. Vagnarnir eru of þungir.” „Áttu við að við verðum að fleygja dóti?” Þetta var hr. Noon- an. „Einmitt það sem ég á við, herra minn. Ákveðiö sjálf án hvers þið komist af.” í mótmælakliðnum kom hann aftur að Eastlake-varðeldinum og skenkti sér kaffi. Hann saup á því þungbúinn og horfði á hring von- svikinna andlita. „Er engin önnur leið, Buchan- an?” spurði Noonan hátt. „Hugs- aðu svolítið um konurnar. Þær hafa fórnað næstum öllu til að komast vestur. Ertu nú aö fara fram á að þær fórni sál sinni?” Uggvænleg þögn kom í kjölfar bænar hans en Buchanan lét hvergi undan. „Það er bara ein leið vestur — yfir Klettafjöll. Ef þið léttið ekki á vögnunum komist þið ekki til Kali- forníu.” Öþægilegur kliður varð en Buchanan þaggaði niður í fólkinu. „Ég ætla að minna ykkur á nokkuö. Ég varaði ykkur öll við í St. Joseph að þið tækjuð of mikið með ykkur. Það skiptir ekki meg- inmáli á sléttunni, þar var hægt að skrölta áfram eins og hjörð af buffölum. En buffalar hafa ekki enn reynt að komast yfir Kletta- fjöll.” Catherine hafði verið að hlusta á hann með vaxandi þreytu og skyndilega brást þolinmæði henn- ar. „Nákvæmlega hverju eigum við að fleygja ? ” spurði hún hátt. Hann sneri sér viö og horfði kuldalega á hana. „Við förum upp í svo sem tíu þúsund feta hæð. Sums staðar eru fjöllin svo há að maöur gæti svarið að maður væri á himnum við að sjá niður í gegnum skýin. Eg hef tekið eftir ýmsu í vögnum manna, eldavélum — rúmstæöum — landbúnaðaráhöldum — ruggu- stólum — jafnvel píanói. Haldiö ykkur viö það alnauðsynlegasta, góðir hálsar. Munað má kaupa í Kaliforníu. En fyrst þurfum við að komast þangað!” Síðar stöövaði Catherine Buchanan þegar hann kom úr vagni hollensku hjónanna. „Þú getur ekki raunverulega meint þaö sem þú sagðir um píanó Emmeline, er þaö, Buchanan?” „Auðvitað meina ég það. Ég varaöi hana viö, eins og þú manst.” „En...” „Ekkert en. Þaö fær enginn sér- staka meðferð í þessum leið- angri.” Hann gekk burt án þess að segja fleira. Næsta dag var fólk í allri vagna- lestinni dapurt. Það varð að skilja eftir persónulega muni sína, margar kvennanna börðust við grátinn. Eastlake-fjölskyldan hafði afráðið að losa sig viö þá ætt- argripi sem minnst notagildi höfðu eins og postulínsboröbúnað- inn, en píanóið varð um kyrrt. Fyrir ofan þau gnæfði víðáttu- mikill fjallgarðurinn og tindarnir hurfu í skýin. Þegar vagnarnir lögðu af stað gerði Catherine sér grein fyrir að tilfinningin sem hún fann var lotning. Á hádegi, í hálli, sólbjartri hlíð, þegar vagnarnir sneru næstum mót himni, byrjaði aftari East- lake-vagninn að renna aftur á bak. Buchanan hafði veriö að bíða eftir þessu. Ásamt Cordell og Donahue þaut hann af stað til að stöðva vagninn þegar handbrems- an brást. „Komið hingað!” kallaði Buchanan. „Þaö þarf fleiri axlir hérna við þennan vagn! ” Tylft manna gegndi kallinu og vagninn stöðvaðist. En Catherine vissi hvað var að gerast og sendi Emmeline til að tala við móður sína. Nancy Eastlake hlustaði án þess 46 Vikan 33. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.