Vikan - 01.11.1984, Síða 9
gerðum en það er næstum skylda
að tala frönsku. Þess er gætt að út-
lendingar blandist þarlendum
sem allra best þannig að í þessum
besta förðunarskóla Parísar læra
þeir frönskuna líka.
„Þeir reyna að gæta þess aö út-
lendingamir myndi ekki of
lokaöan hóp,” segír Elín. „Enda
gefst það fremur illa þegar til
lengdar lætur. Enskumælandi er
stíað strax í sundur og jafnframt
erum við látin skiptast reglulega á
því að vera módel hvert fyrir ann-
að, alls ekki talið gott að menn
stöðvist viö sama andlitið. Ef þú
færð einhvem til að sitja fyrir þig
fyrri helming dagsins ertu skyld-
ugur að gera þaö sama fyrir hann
eftir hádegið. Þetta byggist mikið
á vinnu með lifandi módel, fyrir-
lestrar em tvisvar til þrisvar í
viku og þá á morgnana. Sýni-
kennsla er þá í leiðinni.
Skólinn er í niu mánuði en það er
hægt að taka styttri kúrsa líka,
þriggja og sex mánaða, en það
gefur ekki sömu réttindi.
Helmingur nemenda kemst áfram
en þeir sem falla eiga kost á að
reyna við prófið aftur síðar. En
héma er þröskuldurinn að skila
bókinni sem á að innihalda okkar
eigin vinnu með öllum verkefnum.
Fyrir Islending getur verið erfitt
að finna manneskju sem er til í að
eyða heilu helgunum sem til-
raunadýr í förðun — og þá er sjálf
myndatakan eftir. Stúdíótímar
em dýrir þannig að það kemur
varla til greina f járhagslega og þá
er að vixrna helst allt úti undir ber-
um himni. Og með alla fjöl-
skylduna víðs fjarri getur verið
erfitt að ná árangri, ekki getur
maður sífellt málað sjálfan sig og
tekið síðan myndir af eigin líkama
og andliti. Þess vegna er um að
gera að koma sér upp einhverjum
kunningjahópi og héma hafa
Islendingamir reynst mér vel.
Héma er kennd almenn tísku-
förðun, leikhúsförðun og síðast
förðun fyrir kvikmyndir og fanta-
síur. Skólinn sér um að senda
nemendur í starfskynningar — í
kvikmynda- og leiklistarskóla og
einnig til að farða á tískusýn-
ingum og öðrum uppákomum. Við
vinnum þetta allt með mjög
góðum ítölskum vörum — Diego
Dalla Palma. Fyrir spesíaleffekt-
ín notum við latex (gúmmímjólk),
efni sem kallast naturo pasto en
þaö er vaxkennt og gott að móta
úr því. Blóðið er mjög raunveru-
legt og ef það stendur lengi í gervi-
sári virðist þaö storkna. Skólinn er
mjög góður en þrengslin eru oft
voðaleg.”
Þetta með þrengslin er þekkt
vandamál í frönskum skólum.
„Þaö þætti ekki boðlegt skóla-
húsnæði á Islandi þar sem ég er,”
segir Sigrún. „Fyrst er gengið í
gegnum bílskúr og síðan inn í bak-
garð. Hann stendur viö ágæta götu
sem að vísu er fremur lítil og
vandfundin — á Rue Letellier. En
þetta er dýr skóli með höfuð-
stöðvar í New York, heitir Par-
sons School of Design. tJtibú eru í
París og Tókíó. Því kom mér hús-
næðið verulega á óvart. Frá bíl-
geymslunni liggur leiðin inn í bak-
garð og þar eru tvö lítil hús —
eldgömul. Meira að segja gólfin
eru steinlögð eins og gömul gata.
Þaö er svo kalt í þessum hjalli að
stundum á vetuma þarf að flytja
kennsluna á næsta kaffihús því
nemendumir verða svo loppnir á
fingrunum að þeir geta ekki teikn-
að. Þetta þætti ekki boðlegt á Is-
landi. En það er margt nýstár-
legt þama að finna, merkilegt að
sjá til þeirra sem komnir em á
annað ár. Stundum hægt að segja
— allt má kalla list! Síðan fer
maöur að tala við hina og þessa,
skilja hvað þama er á ferðinni og
pæla í hlutunum sjálfur.
Síðast í maí var svo skólasýning
þar sem verkefnið var höfuð og
herðar — á okkur sjálfum. Þaö
var stórkostlega gaman þótt
vinnan væri mikil. Pascal heitir
einn og hann fann gamalt útvarp á
götu. Það varð honum næg upp-
götvun. Yukari gerði blævængja-
þema, enda japönsk, og Michel
mætti með undarlegan plasthatt.
Ég átti bágt með hreyfingar í
minni múnderingu og var upp á
góðvilja annarra komin með alla
næringu þennan sýningardag. En
það voru alltaf einhverjir tilbúnir
til að gefa mér rauðvín að drekka
gegnum rör. Sýningin vakti mikla
hrifningu gesta frá höfuðstöðvunum i
New York og við töldum okkur geta
vel við unað. Næst tekur svo við hjá
mér meiri áhersla á umbúðahönnun
og dagblaðaútlit ásamt fleiru, en það
var óskaplega gaman að skúlptúm-
um.”
Myrkrið verður sífellt svartara
úti, rifan á bekknum er orðin
þreytandi og Oli lokbrá farinn að
fitla við augnlokin. Enda ein
þrautin eftir — að finna hótelið
sem er ekki í þessu sama hverfi
heldur einhvers staðar í latínu-
hverfinu. En þó að lokum: Langar
ykkur heim?
„Nei, ekki strax. Til hvers? er
einróma svar. „Það er eitthvað
svo mikið við París og við erum
rétt að ná áttum enda nóg eftir til
að læra og alltaf hægt að fara
heim einhvem tímann seinna. ”
38. tbl. Vikan 9