Vikan - 01.11.1984, Page 11
Margt smátt
Eins og að spiia „stjörnustríð"
Ný tækni til þess að losa fóik við nýrnasteina
Það er ótrúlegt en satt að líklega væri gagnleg starfsþjálf-
un fyrir lækna að spila „stjörnustríð" á leiktölvu. Ástæðan
er ekki bara sú að handstyrkurinn aukist við þjálfun af
þessu tæi heldur er sjálfur leikurinn furðu líkur nýrri tækni
til þess að eyða nýrnasteinum. Læknarnir eru líka komnir
það til fullorðinsára að lítil hætta er á að þeir yrðu haldnir
spilafíkn.
Það eru Vestur-Þjóðverjar sem eiga heiðurinn af þessari
uppfinningu. Hún er í aðalatriðum þannig að sjúklingnum
er komið fyrir á börum sem siga niður í baðker fullt af vatni.
Börunum er lyft með vökvatjökkum og hægt að hagræða
sjúklingnum á ýmsa vegu. Undir kerinu eru sendar sem
framleiða byigjur með rafskautum og beina þeirri skothríð
að nýrum sjúklingsins. Andspænis hvorum sendi er tölvu-
tengd röntgenmyndavél sem gefur lækninum upplýsingar
um hve vel hann hittir skotmörkin: nýrnasteinana. Síðan
ganga kurlaðir steinarnir niður af sjúklingnum með þvag-
inu. Sagt er að við fyrstu prófanir hafi þessi útbúnaður
reynst ágætlega.
Flest klæðir Björn Borg
Börnin burt úr skúffunum
Hér er vinsam/eg ábending til
foreldra sem viija ekki hafa
börnin sín í skúffunum allan lið-
langan daginn. Ef skúffurnar eru
með höldum afþessu tagi er ein-
faldast af öllu að setja bara
spýtu eins og sýnt er á teikning-
unni. Þessu bifa börnin ekki.
Hlýðninámsk. - hundaeig. I
Hlýðninámskeiö I og II eru að hefjást. Kennt ]
er í litlum hópum. Innritanir í síma 54151.
Vinsamlegast staðfestið pantanir. ■
Hlýðninefnd Hundaræktarfélags íslands.
Sky/c/i A/bert mæta?
L___________________________________l
Sænska tennishetjan Bjöm Borg kom ekki alls fyrir löngu fram á
tískusýningu í París. Nú á að kenna körlum aö klæða sig smart og fylgir
það sögunni að með þeim flíkum sem við sjáum á myndinni skuli endi
bundinn á „slöppu tískuna”.
Flíkurnar sem félagamir flagga, en Borg er í miðjunni, bera nafnið
„Bjöm Borg Collection”. Að vísu hefur kappinn sjálfur lítið með þessi
föt að gera, hann hvorki hannaði þau né gengur í þeim. Best þykir Borg
að ganga í gallabuxum og bol.
Á hinn bóginn verður ekki fram hjá því litið að Bjöm fékk 50.000 kall
fyrir að sýna fötin í 20 mínútur á sviðinu í París (það gerir 150.000 í tíma-
kaup) og aö auki fær hann hluta af sölunni. Þetta eru kannski ekki stórar
upphæðir fyrir svona stórstjömu — kannski hann hafi bara látið hendur
standa fram úr ermum og skálmað fyrir málstaðinn: sænskan iðnað og
útflutning!
38. tbl. Vikan 11