Vikan


Vikan - 01.11.1984, Síða 33

Vikan - 01.11.1984, Síða 33
I íf « ♦ K w & ”: i Er þetta þá götudans eins og hann er upphaflega hugsaður? Rúrik: Það hafa verið skrif um það í blööum að breikdansinn eigi ekki heima hér á Islandi heldur aðeins á götum úti í Bandaríkjun- um en þetta er þvæla. Götudans- inn er kominn mikið til af götun- um. Það sjást auðvitað ennþá hópar sem eru að vinna sér inn peninga meö þessu úti á götu en þeir sem byrjuöu á þessu eru löngu komnir af götunum og vinna nú við að sýna á skemmtistöð- um. . . Stefán: . . .nú eða þá þetta fólk er orðið kvikmyndastjömur eins og til dæmis Michael Boogaloo Schrimp sem dansar Turbo í kvik- myndinni Breakdance. Þessir strákar eru ekki lengur á götunni. Þetta er orðið tískufyrirbæri og kom reyndar fyrst hingað þegar þetta var komið mestmegnis af götunum og inn á skemmti- staöina. Það hafa líka sumir verið að halda því fram að við hér á Is- landi ættum að láta þetta eiga sig, við getum aldrei náð þessum hreyfingum, en þetta er rugl. Miðað við hvað stutt er síöan við byrjuðum á þessu er furðulegt hvað við getum gert. Hvað er svo framundan hjá ykkur í vetur? Stefán: Eg var í æfingadeild Kennaraháskóla Islands síðast- liðinn vetur, í 9. bekk. Eg hef slegið frekar slöku við undanfarið í náminu, komst á einhvers konar kæruleysisstig seinni hluta 8. bekkjar. Mig langar hins vegar til að halda áfram í skóla og þá jafnvel aö fara í Kvennaskólann sem er ekki lengur kvennaskóli eins og þú kannski veist. Eg kenni svo breikdans í vetur hjá Kol- brúnu Aðalsteinsdóttur þar sem ég er sjálfur að læra jassballett. Rúrik: Ég fer í Menntaskólann við Hamrahlíð. Þetta er fjórða árið mitt þar og svo fer ég aö kenna breik með skólanum í Dans- stúdíói Sóleyjar. 38. tbl. Vlkan 33

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.