Vikan - 01.11.1984, Page 42
\3 Framhaldssaga
Þriðji hluti
r
CyiSTIR ^EMMU
Janette Seymour
Kapellan var fyrir enda suöur-
álmunnar, hinum megin viö íitla
salinn, og var sérbygging í
barokkstíl meö klukkuturni. Um
leiö og Emma lauk upp niðri og
hljóp yfir stórt hlaðiö sló klukkan
stundarfjóröung í tólf á miðnætti.
Ugla vældi í rjóðrinu niöri viö ána.
Másandi af áreynslunni kom hún
að hliðardyrum kapellunnar og
ýtti á þunga lokuna. Sem betur fer
voru dyrnar ólæstar og huröin lét
undan snertingu hennar. Hún fór
inn og lokaði á eftir sér, staldraöi
snöggvast viö og lagöi við hlustir
meö ákafan hjartslátt. Ekkert
hljóö heyröist utan kunnuglegt
tap-tap-tap í trjábjöllunni sem
kynnti kvendýri tegundarinnar
nærveru sína. Tunglsljósið skein
inn um skipta gluggana og á
marmaraminnisvarðann um yfir-
gjaldkera John Churchills sem
gnæföi til lofts á vesturvegg
kapellunnar, við hliöina á pípum
stóra orgelsins. Dyrnar aö
þrepunum upp á svalirnar stóöu
opnar. Hún læddist þangað á
tánum, í gegnum flekki af tungls-
ljósi og skugga á marmaralögöu
gólfinu.
Eitthvað (mús, rotta?) skaust
eftir tréverkinu þegar hún gekk
upp stigann og þaö brakaði ugg-
vænlega í þrepunum í þögninni í
kapellunni. Þegar Emma kom
efst í stigann sá hún sér til angurs
að vegna svalahandriðsins og
vegna þess að þarna uppi voru
engir gluggar náöi tunglsljósið,
sem skein inn um gluggana niöri,
ekki aö lýsa neins staöar á gólfiö
uppi. Hún hafði ekkert með sér til
að lýsa þarna upp og mundi aðeins
nokkurn veginn hvar hún haföi
setið í fremstu röð á svölunum
meöan á aftansöng stóö. Hún varö
aö krjúpa á kné og fálma meö
fingrunum eftir dagbókinni.
Það tók lengri tíma en hún haföi
haldið. Eftir kvalafull andartök
tók hún aö gera sér grein fyrir að
ekki var ólíklegt aö hún heföi
misst dagbókina annars staöar en
í kapellunni. Hvaö sem því leið
gripu fingur hennar loks um grip-
inn. Hún lá svolítið frá staðnum
Hver er Emma? Hún er ung og falleg stúlka sem kemst
að raun um að lífið er enginn dans á rósum og allt krefst
nokkurra fórna. — Þegar sagan hefst munar minnstu að
hún verði fómarlamb siðlausra óþokka en í það skiptið
sleppur hún með skrekkinn. Hún neyðist til að ganga að
eiga mann sem er henni lítt að skapi sem eiginmaður, en
ævintýraferlinum er síður en svo lokið þótt hún sé gengin
í það heilaga — þá fyrst fer að færast fjör í leikinn. Ein-
hver leyndardómsfullur huldumaður gerir henni lífið
leitt, þar til að lokum að hún uppgötvar hver hann er — og
þá verða lesendurnir væntanlega ekki síður undrandi en
hún sjálf....
Æsispennandi ævintýraróman — um lífsreynslu sem
ekki fyrirfinnst lengur, ástir og hrakninga — mannvíg
og mansal — látið ÁSTIR EMMU ekki fram hjá ykkur
fara!
þar sem hún hafði setiö. Líkast til
haföi annaðhvort hún eða sessu-
nautur hennar sparkað í hana
þegar brott var gengið.
Með hljóöri þakkarbæn stakk
hún lausmálli dagbókinni í slopp-
vasann og fetaði sig aftur aö stig-
anum.
I því aö hún geröi það marraði í
hliðardyrum kapellunnar — þeim
sem hún haföi komið inn um — og
þær opnuðust hægt. Hún heyrði
samfellt tuldur yfirgnæfa skyndi-
legan, trylltan hjartslátt sinn, líkt
og þegar hópur fólks kemur sam-
an á hljóðum staö til aö ræða
málin. Nærri því ógreinanlegar
samræðurnar þögnuöu jafnskjótt
og þær höföu hafist og fótatak
heyrðist færast eftir miðgangi
kapellunnar. Hljóöiö var daufir
skellir i berum f ótum!
Skelfd en forvitin gægðist
Emma varlega yfir svalahand-
riðiö, nægilega snemma til aö sjá
tvær dökkklæddar verur flögra
eftir ganginum í átt að altarinu.
Önnur þeirra hélt á logandi kerti,
glampandi stjörnu á endanum á
langri stöng. Viö altarið teygði
blysberinn sig upp og kveikti á
háu kertunum fjórum sem þar
stóöu. I skini þeirra sá Emma að
verurnar tvær voru konur. Sítt hár
þeirra féll laust niður á bakið. Auk
þess voru ökklasíðar svartar flík-
urnar, sem þær klæddust, næfur-
þunnar og efnisrýrar og leiddu í
ljós rennilegan kvenlegan vöxtinn
undir. Báðar voru berfættar og
báöar voru með svartar grímur
fyrirandlitinu!
Kertaljósinu fylgdi meira skrjáf
og fótatak fleiri berra fóta. Eftir
ganginum streymdu fleiri svart-
klæddar verur, bæði karlar og
konur og allar meö grímur. Þær
tóku sér stööu í bekkjaröðunum
frammi fyrir altarinu. Þar stóöu
þær eins og biðu þær eftir að ein-
hvers konar athöfn hæfist.
Hliðardyrnar opnuöust og lokuð-
ust og fleiri bættust í hópinn. Með
því að teygja hálsinn til aö sjá sem
best tókst óséöa áhorfandanum
uppi á svölunum að koma fyrst
allra auga á þá nýkomnu; karl og
42 Vikan 38. tbl.