Vikan - 01.11.1984, Page 60
Popp
Bronski Beat
— Tónfístín skiptir meira má/i en ímyndin —
Þaö er ekki á hverjum degi sem maður
rekur augun í þrjá hálfljóta gaura í halló-
fötum sem gera það gott á vinsældalistum.
Þetta skeði þó í sumar þegar hljómsveitin
Bronski Beat rauk upp breska listann með
lagið „Small Town Boy”. Og það er meira við
þessa náunga sem gerir þá öðruvísi. Þeir eru
nefnilega allir hommar. Reyndar er það
kannski ekkert svo hryllilegt, nú um þessar
mundir er önnur hver hljómsveit, sem ein-
hverrar athygli er verð, aö minnsta kosti kyn-
hverf að hálfu leyti. En það er eitt sem skilur
Bronski Beat þó frá hinum. Þeir félagar eru
nefnilega ekki eins ofboðslega „flashy” og
allir hinir. Frankie og ferðafélagar hans eru
svolítið hneykslanlegir og töff klæddir, Boy
George er svona eins og hann lýsir sér sjálfur
— eins og Doris Day dregin afturábak í gegn-
um rósarunna. En þeir eru bara hryllilega
venjulegir.
„Málið er það,” segja þeir, „að það að vera
hýr er ekki að klæðast borðum og mussum
(Marilyn, Boy og fleiri) eða þá hneykslanlega
og rosalega (Frankie). Tónlist okkar skiptir
meira máli en ímyndin og við viljum að það sé
60 Vikan 38. tbl.